Þau taka þátt í Eurovision Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2015 14:15 Daníel, Bjarni Hall, Björn Jörundur, Friðrik Dór, María Björk og Regína Ósk eru meðal þeirra sem taka þátt í undankeppninni í ár. vísir Í dag var tilkynnt hvaða tólf lög hafa verið valin í undankeppni Eurovision 2015 hér á landi. Nöfn þeirra höfunda og flytjenda sem keppa til sigurs voru opinberuð á blaðamannafundi í Útvarpshúsinu. Þátttakendur voru viðstaddir fundinn. Tvær undankeppnir fara fram í beinni útsendingu frá Háskólabíói laugardagana 31. janúar og 7. febrúar. Sex lög keppa hvort kvöld. Úrslitin fara síðan fram laugardaginn 14. febrúar, einnig í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Vinningslagið verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Vín í Austurríki dagana 19., 21. og 23. maí 2015. Alls bárust 258 lög í keppnina. Lögin sem valin voru til keppninnar í ár eru afar fjölbreytt í tónlistarstíl. Höfundar og flytjendur eru sumir hverjir margreyndir en aðrir hafa ekki áður komið við sögu Söngvakeppninnar. Yngsti höfundurinn er aðeins 16 ára. Kynnar keppninnar í ár eru þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld.Söngvakeppnin 2015Lögin, höfundar og flytjendur:1. Aldrei of seint Lag: María Björk Sverrisdóttir, Marcus Frenell og Sarah Reede Texti: María Björk Sverrisdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir Flytjandi: Regína Ósk2. Ást eitt augnablik Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir Stefanía tók þátt í keppninni 2013 þar sem hún söng lagið „Til þín“ ásamt Jógvan Hansen.3. Brotið gler Lag og texti: Axel Árnason og Bjarni Lárus Hall Flytjandi: Bjarni Lárus Hall Bjarni Lárus er söngvarinn í Jeff Who, en hann er að taka þátt í fyrsta sinn.4. Fjaðrir Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson Flytjandi: SUNDAY (Hildur Kristín Stefánsdóttir, Guðfinnur Sveinsson, Vignir Rafn Hilmarsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir) Hildur Kristín er söngkona í hljómsveitinni Rökkurró og er að keppa í Söngvakeppninni í fyrsta sinn. Er þó vön að syngja út um allan heim, söng meðal annars íslenska þjóðsönginn í Japan.5. Fyrir alla Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors Texti: Daníel Óliver Sveinsson og Einar Ágúst Víðisson Flytjandi: CADEM (Daníel Óliver ásamt Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson) Daníel Óliver býr í Svíþjóð og er á samningi hjá Viktoria Ekeberg (https://victoriaekeberg.com/) Hann kemur fram með tveim sænskum söngkonum og dönsurum,6. Í kvöld Lag og texti: Elín Sif Halldórsdóttir Flytjandi: Elín Sif Halldórsdóttir Elín Sif er á fyrsta ári í MH og er að stíga sín fyrstu skref í tónsmíðum. Hún hefur tekið þátt í nokkrum höfundakeppnum og sigraði keppnina núna í haust í MH.7. Í síðasta skipti Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og, Sæþór Kristjánsson Texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór Jónsson Flytjandi: Friðrik Dór Strákarnir í Stop Wait Go tóku þátt í fyrra með lagið „Dönsum burtu blús“, en núna eru þeir með tvö lög í keppninni. Friðrik Dór ætti að vera öllum kunnur, þó svo að þetta sé í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í Söngvakeppninni.8. Lítil skref Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson Flytjandi: María Ólafsdóttir María hefur unnið þó nokkuð með Stop Wait Go, en einnig tekið þátt í fjölmörgum söngleikjum þegar hún var í Versló og í söngskemmtunum.9. Milljón augnablik Lagi: Karl Olgeir Olgeirsson Texti: Karl Olgeir Olgeirsson og Haukur Heiðar Hauksson Flytjandi: Haukur Heiðar Hauksson Karl Olgeirsson hefur tekið þátt nokkrum sinnum áður, en átti lagið „lífið kviknar á ný“ sem lenti í öðru sæti í fyrra. Núna hefur hann fengið til liðs við sig engan annan en Hauk Heiðar Hauksson, söngvarann í Diktu, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í Söngvakeppninni.10. Myrkrið hljótt Lag: Arnar Ástráðsson Texti: Erna Hrönn Ólafsdóttir Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir Bæði Arnar og Erna Hrönn hafa tekið þátt áður, bæði saman og í sitthvoru lagi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Erna Hrönn tekur þátt sem höfundur.11. Piltur og stúlka Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson Flytjendur: Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hafrún Kolbeinsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson. Björn Jörundur er flestum kunnur, en er þó að keppa í fyrsta sinn í Söngvakeppninni.12. Þú leitar líka að mér Lag: Ásta Björg Björgvinsdóttir Texti: Bergrún Íris Sævarsdóttir Flytjandi: HINEMOA (Ásta Björg Björgvinsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Sindri Magnússon, Kristófer Nökkvi Sigurðarson, Gísli Páll Karlsson og Regína Lilja Magnúsdóttir) Höfundarnir áttu lagið „Eftir eitt lag“ sem Greta Mjöll flutti í keppninni í fyrra. Eurovision Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Í dag var tilkynnt hvaða tólf lög hafa verið valin í undankeppni Eurovision 2015 hér á landi. Nöfn þeirra höfunda og flytjenda sem keppa til sigurs voru opinberuð á blaðamannafundi í Útvarpshúsinu. Þátttakendur voru viðstaddir fundinn. Tvær undankeppnir fara fram í beinni útsendingu frá Háskólabíói laugardagana 31. janúar og 7. febrúar. Sex lög keppa hvort kvöld. Úrslitin fara síðan fram laugardaginn 14. febrúar, einnig í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Vinningslagið verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Vín í Austurríki dagana 19., 21. og 23. maí 2015. Alls bárust 258 lög í keppnina. Lögin sem valin voru til keppninnar í ár eru afar fjölbreytt í tónlistarstíl. Höfundar og flytjendur eru sumir hverjir margreyndir en aðrir hafa ekki áður komið við sögu Söngvakeppninnar. Yngsti höfundurinn er aðeins 16 ára. Kynnar keppninnar í ár eru þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld.Söngvakeppnin 2015Lögin, höfundar og flytjendur:1. Aldrei of seint Lag: María Björk Sverrisdóttir, Marcus Frenell og Sarah Reede Texti: María Björk Sverrisdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir Flytjandi: Regína Ósk2. Ást eitt augnablik Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Stefanía Svavarsdóttir Stefanía tók þátt í keppninni 2013 þar sem hún söng lagið „Til þín“ ásamt Jógvan Hansen.3. Brotið gler Lag og texti: Axel Árnason og Bjarni Lárus Hall Flytjandi: Bjarni Lárus Hall Bjarni Lárus er söngvarinn í Jeff Who, en hann er að taka þátt í fyrsta sinn.4. Fjaðrir Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson Flytjandi: SUNDAY (Hildur Kristín Stefánsdóttir, Guðfinnur Sveinsson, Vignir Rafn Hilmarsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir) Hildur Kristín er söngkona í hljómsveitinni Rökkurró og er að keppa í Söngvakeppninni í fyrsta sinn. Er þó vön að syngja út um allan heim, söng meðal annars íslenska þjóðsönginn í Japan.5. Fyrir alla Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors Texti: Daníel Óliver Sveinsson og Einar Ágúst Víðisson Flytjandi: CADEM (Daníel Óliver ásamt Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson) Daníel Óliver býr í Svíþjóð og er á samningi hjá Viktoria Ekeberg (https://victoriaekeberg.com/) Hann kemur fram með tveim sænskum söngkonum og dönsurum,6. Í kvöld Lag og texti: Elín Sif Halldórsdóttir Flytjandi: Elín Sif Halldórsdóttir Elín Sif er á fyrsta ári í MH og er að stíga sín fyrstu skref í tónsmíðum. Hún hefur tekið þátt í nokkrum höfundakeppnum og sigraði keppnina núna í haust í MH.7. Í síðasta skipti Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og, Sæþór Kristjánsson Texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór Jónsson Flytjandi: Friðrik Dór Strákarnir í Stop Wait Go tóku þátt í fyrra með lagið „Dönsum burtu blús“, en núna eru þeir með tvö lög í keppninni. Friðrik Dór ætti að vera öllum kunnur, þó svo að þetta sé í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í Söngvakeppninni.8. Lítil skref Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson Flytjandi: María Ólafsdóttir María hefur unnið þó nokkuð með Stop Wait Go, en einnig tekið þátt í fjölmörgum söngleikjum þegar hún var í Versló og í söngskemmtunum.9. Milljón augnablik Lagi: Karl Olgeir Olgeirsson Texti: Karl Olgeir Olgeirsson og Haukur Heiðar Hauksson Flytjandi: Haukur Heiðar Hauksson Karl Olgeirsson hefur tekið þátt nokkrum sinnum áður, en átti lagið „lífið kviknar á ný“ sem lenti í öðru sæti í fyrra. Núna hefur hann fengið til liðs við sig engan annan en Hauk Heiðar Hauksson, söngvarann í Diktu, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í Söngvakeppninni.10. Myrkrið hljótt Lag: Arnar Ástráðsson Texti: Erna Hrönn Ólafsdóttir Flytjandi: Erna Hrönn Ólafsdóttir Bæði Arnar og Erna Hrönn hafa tekið þátt áður, bæði saman og í sitthvoru lagi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Erna Hrönn tekur þátt sem höfundur.11. Piltur og stúlka Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson Flytjendur: Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hafrún Kolbeinsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson. Björn Jörundur er flestum kunnur, en er þó að keppa í fyrsta sinn í Söngvakeppninni.12. Þú leitar líka að mér Lag: Ásta Björg Björgvinsdóttir Texti: Bergrún Íris Sævarsdóttir Flytjandi: HINEMOA (Ásta Björg Björgvinsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Sindri Magnússon, Kristófer Nökkvi Sigurðarson, Gísli Páll Karlsson og Regína Lilja Magnúsdóttir) Höfundarnir áttu lagið „Eftir eitt lag“ sem Greta Mjöll flutti í keppninni í fyrra.
Eurovision Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira