Skemmtilega plottdrifið verk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. desember 2014 09:00 „Okkar Dúkkuheimili er Ísland í dag og um leið allur heimurinn,“ segir Harpa. Vísir/GVA „Dúkkuheimili er af sumum talið eitt best skrifaða leikrit allra tíma. Þegar ég las það fyrir tæpu ári, í upphafi vinnuferlisins, hugsaði ég: Ef þetta væri eftir nútímahöfund mundi maður segja, „Ja, sá er aldeilis með puttann á púlsinum.“ Þó eru 135 ár frá því það var skrifað.“ Þannig byrjar Harpa Arnardóttir að lýsa skilningi sínum á stórvirkinu sem hún leikstýrir nú á stóra sviði Borgarleikhússins. Spurningu um hvers vegna heiti verksins hafi verið breytt úr Brúðuheimili í Dúkkuheimili svarar Harpa: „Það er til að innbyrðis rökin haldi, Dúkkuheimili er vísun í texta í verkinu. Við notum frekar orðið dúkka en brúða nú til dags. Svo hefur nafnið breyst áður. Fyrsta uppsetning hér á landi, sem var í byrjun 20. aldar, hét Heimilisbrúðan.“ Hún segir nýja þýðingu Hrafnhildar Hagalín á verkinu alveg frábæra. „Öll verk þarf í raun að þýða inn í samtímann. Næmi fyrir tungumálinu skiptir svo miklu máli í túlkuninni. Við Hrafnhildur unnum saman styttingar á verkinu í vor og lögðumst í greiningu á því – djúpgreiningu.“Hilmir Snær, Valur Freyr og Unnur Ösp í hlutverkum sínum.Mynd/BorgarleikhúsiðHarpa segir Dúkkuheimili skemmtilega plottdrifið verk. „Það talar til okkar Íslendinga, það er um skuldarann og skuldunautana og hjón sem ekki vilja bara nóg af peningum heldur fullt, fullt af peningum svo ég vitni nú beint í verkið. Nóra leikur hlutverkið sem hún heldur að Helmer vilji að hún leiki og Helmer leikur hlutverkið sem hann heldur að Nóra vilji að hann leiki. Þannig er lífslygin miðlæg í verkinu.“Þetta hefur allt verið til á tímum Ibsens. „Já, það er eins og með alla klassík að þótt hún sé skrifuð inn í sinn samtíma þá tekst sumum höfundum að fara svo djúpt inn í mannseðlið sjálft. Þannig er það með Ibsen og þannig er það með Shakespeare og Grikkina og fleiri. Mannseðlið breytist ekki svo mikið þó að tíðarandinn breytist.“Hjónabandið hlýtur þó að hafa tekið dálitlum breytingum frá árinu 1879. Er það ekki áberandi í þessu verki? „Nei, Ibsen lýsir aðstæðum sem hægt er að spegla sig í en hann predikar ekki. Siðferðið breytist með tíðaranda en mannseðlið er samt við sig. Þetta er innblásið verk, þar kemur undirvitundin klárlega til hjálpar höfundinum því skilningur hans er mjög djúpur.“ Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur vekur athygli. Fimm tonn af gúmmíkurli eru á sviðinu og Harpa segir þetta í fyrsta sinn sem dýpt stóra sviðsins upp á 25 metra sé notuð allan tímann. Hún segir teymið bak við sýninguna í sérflokki og að það sé grundvallaratriði. Leikararnir fimm sem mest mæðir á eru þau Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Svo eru börn líka í sýningunni, því heimilið er fullt af börnum. Harpa kveðst full þakklætis fyrir að fá að takast á við þetta verk. Þó að það sé mest leikna leikrit allra tíma sé hver uppfærsla listaverk út af fyrir sig. „Okkar Dúkkuheimili er Ísland í dag og um leið allur heimurinn,“ segir hún. „Bara staður og stund í mannlegri tilveru. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Dúkkuheimili er af sumum talið eitt best skrifaða leikrit allra tíma. Þegar ég las það fyrir tæpu ári, í upphafi vinnuferlisins, hugsaði ég: Ef þetta væri eftir nútímahöfund mundi maður segja, „Ja, sá er aldeilis með puttann á púlsinum.“ Þó eru 135 ár frá því það var skrifað.“ Þannig byrjar Harpa Arnardóttir að lýsa skilningi sínum á stórvirkinu sem hún leikstýrir nú á stóra sviði Borgarleikhússins. Spurningu um hvers vegna heiti verksins hafi verið breytt úr Brúðuheimili í Dúkkuheimili svarar Harpa: „Það er til að innbyrðis rökin haldi, Dúkkuheimili er vísun í texta í verkinu. Við notum frekar orðið dúkka en brúða nú til dags. Svo hefur nafnið breyst áður. Fyrsta uppsetning hér á landi, sem var í byrjun 20. aldar, hét Heimilisbrúðan.“ Hún segir nýja þýðingu Hrafnhildar Hagalín á verkinu alveg frábæra. „Öll verk þarf í raun að þýða inn í samtímann. Næmi fyrir tungumálinu skiptir svo miklu máli í túlkuninni. Við Hrafnhildur unnum saman styttingar á verkinu í vor og lögðumst í greiningu á því – djúpgreiningu.“Hilmir Snær, Valur Freyr og Unnur Ösp í hlutverkum sínum.Mynd/BorgarleikhúsiðHarpa segir Dúkkuheimili skemmtilega plottdrifið verk. „Það talar til okkar Íslendinga, það er um skuldarann og skuldunautana og hjón sem ekki vilja bara nóg af peningum heldur fullt, fullt af peningum svo ég vitni nú beint í verkið. Nóra leikur hlutverkið sem hún heldur að Helmer vilji að hún leiki og Helmer leikur hlutverkið sem hann heldur að Nóra vilji að hann leiki. Þannig er lífslygin miðlæg í verkinu.“Þetta hefur allt verið til á tímum Ibsens. „Já, það er eins og með alla klassík að þótt hún sé skrifuð inn í sinn samtíma þá tekst sumum höfundum að fara svo djúpt inn í mannseðlið sjálft. Þannig er það með Ibsen og þannig er það með Shakespeare og Grikkina og fleiri. Mannseðlið breytist ekki svo mikið þó að tíðarandinn breytist.“Hjónabandið hlýtur þó að hafa tekið dálitlum breytingum frá árinu 1879. Er það ekki áberandi í þessu verki? „Nei, Ibsen lýsir aðstæðum sem hægt er að spegla sig í en hann predikar ekki. Siðferðið breytist með tíðaranda en mannseðlið er samt við sig. Þetta er innblásið verk, þar kemur undirvitundin klárlega til hjálpar höfundinum því skilningur hans er mjög djúpur.“ Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur vekur athygli. Fimm tonn af gúmmíkurli eru á sviðinu og Harpa segir þetta í fyrsta sinn sem dýpt stóra sviðsins upp á 25 metra sé notuð allan tímann. Hún segir teymið bak við sýninguna í sérflokki og að það sé grundvallaratriði. Leikararnir fimm sem mest mæðir á eru þau Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Þorsteinn Bachmann, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Svo eru börn líka í sýningunni, því heimilið er fullt af börnum. Harpa kveðst full þakklætis fyrir að fá að takast á við þetta verk. Þó að það sé mest leikna leikrit allra tíma sé hver uppfærsla listaverk út af fyrir sig. „Okkar Dúkkuheimili er Ísland í dag og um leið allur heimurinn,“ segir hún. „Bara staður og stund í mannlegri tilveru.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira