Listrænt hryðjuverk og kapítalískt neysluæði Þórður Ingi Jónsson skrifar 29. desember 2014 14:30 Bergur Þorgeirsson, tæknilegur ráðunautur bókaútgáfunnar Tófu, Anna Guðný Gröndal og Bjarni Klemenz, aðstandendur Tófu. vísir/valli „Við höfum verið að tala um að stofna útgáfu í ár og þetta er fyrsta bókin sem við gefum út,“ segir Anna Guðný Gröndal, einn aðstandenda hinnar nýstofnuðu bókaútgáfu Tófu. Útgáfan hefur nú sent frá sér bókina JÁ eftir Bjarna Klemenz. „Það var ekkert endilega áætlunin að gefa Bjarna út en svo kom hann með þessa bók og þá varð það rétti tíminn til að byrja á þessu. Við ætlum að gera meira á næsta ári, erum að skoða handrit og svo er jafnvel pæling að gefa út tímarit sem myndi fjalla þá um bókmenntir og menningu. En svo er náttúrulega þessi virðisaukaskattur á bækur að koma inn, þannig að við sjáum til hvernig þetta fer,“ segir Anna en þess má geta að Benedikt Gröndal skáld er langalangalangafi hennar svo að bókmenntagenin eru svo sannarlega til staðar. Samkvæmt Bjarna fjallar JÁ um unga listamenn sem beina reiði sinni gegn neysluæði og kapítalisma samfélagsins. „Hún fjallar um listrænt hryðjuverk í Kringlunni sem fer úrskeiðis af því að það leynist einn alvöru hryðjuverkamaður á meðal listamannanna,“ segir Bjarni. Hann fékk hugmyndina að bókinni á ferðalagi um Asíu. „Það var rosa sýnilegt hvað það er mikil neysla og kapítalismi þar. Þess vegna gerist bókin í Kringlunni því hún er svona Mammon.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við höfum verið að tala um að stofna útgáfu í ár og þetta er fyrsta bókin sem við gefum út,“ segir Anna Guðný Gröndal, einn aðstandenda hinnar nýstofnuðu bókaútgáfu Tófu. Útgáfan hefur nú sent frá sér bókina JÁ eftir Bjarna Klemenz. „Það var ekkert endilega áætlunin að gefa Bjarna út en svo kom hann með þessa bók og þá varð það rétti tíminn til að byrja á þessu. Við ætlum að gera meira á næsta ári, erum að skoða handrit og svo er jafnvel pæling að gefa út tímarit sem myndi fjalla þá um bókmenntir og menningu. En svo er náttúrulega þessi virðisaukaskattur á bækur að koma inn, þannig að við sjáum til hvernig þetta fer,“ segir Anna en þess má geta að Benedikt Gröndal skáld er langalangalangafi hennar svo að bókmenntagenin eru svo sannarlega til staðar. Samkvæmt Bjarna fjallar JÁ um unga listamenn sem beina reiði sinni gegn neysluæði og kapítalisma samfélagsins. „Hún fjallar um listrænt hryðjuverk í Kringlunni sem fer úrskeiðis af því að það leynist einn alvöru hryðjuverkamaður á meðal listamannanna,“ segir Bjarni. Hann fékk hugmyndina að bókinni á ferðalagi um Asíu. „Það var rosa sýnilegt hvað það er mikil neysla og kapítalismi þar. Þess vegna gerist bókin í Kringlunni því hún er svona Mammon.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira