Lolita enn jafn áhrifamikil Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. desember 2014 13:00 Árni Óskarsson "Þetta er draumatexti fyrir þýðanda." Vísir/Ernir Lolita eftir Vladimir Nabokov, ein umdeildasta bók allra tíma, er komin út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Efnið er eldfimt, söguhetjan Humbert Humbert er gagntekinn af barnungri stúlku, er sem sagt barnaníðingur sem segir söguna út frá eigin viðmiðum. "Þetta er það fræg bók og rómuð að ég furða mig dálítið á því að enginn skuli hafa þýtt hana á íslensku fyrr,“ segir Árni Óskarsson þýðandi sem réðst í það stórvirki að eigin frumkvæði að þýða Lolitu eftir Vladimir Nabokov fyrir einu ári. Bókin kom fyrst út árið 1955 og hefur verið uppspretta heilmikilla umræðna allar götur síðan enda efnið afar eldfimt. „Maður hefði fyrirfram búist við því að þýðing þessarar bókar hefði forgang fram yfir margt annað,“ segir Árni.Og var ekkert hræðilega erfitt að þýða hana? „Þetta var fyrst og fremst óskaplega gaman. Auðvitað mikil vinna, en gríðarlega skemmtilegt.“ Hefur Lolita verið í uppáhaldi hjá þér lengi? „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Maður las þetta náttúrulega fyrst mjög ungur og skildi kannski bókina ekki nógu vel þá. Uppgötvaði svo þegar maður fór að lesa hana síðar að ansi margt hafði farið fram hjá manni. Nabokov er höfundur sem lesandinn þarf dálítinn tíma til að átta sig á og læra að meta og eftir því sem ég las fleira eftir hann varð snilld hans ljósari.“Dreginn á tálarVerðskuldar Lolita það fjaðrafok sem hefur verið í kringum hana í tæp sextíu ár? Er þetta hræðileg bók? „Vissulega fjallar hún um hræðilega hluti og þetta er mikill skálkur sem verið er að lýsa, en um leið er hún afskaplega fyndin og lesandinn er dálítið dreginn á tálar, lokkaður inn í siðleysi. Sögumaðurinn meira að segja gerir dálítið grín að lesandanum, kallar hann bróður sinn og lýsir honum á einum stað mjög hlægilega, þannig að þótt efnið sé í sjálfu sér alvarlegt og þetta sé öðrum þræði tragískt verk þá er gríðarlega mikill húmor í því líka.“Margir lesendur hafa kvartað yfir því að persóna Humberts Humbert sé svo vel gerð að þeir hafi staðið sig að því að finna til samstöðu með manni sem haldinn er barnagirnd. „Já, það er galdur textans. Það er svo fallegur texti sem kemur frá honum að hann vefur lesandanum um fingur sér, en lesandinn hrekkur þó öðru hvoru við og fer að spyrja sig hvar hann sé staddur. Alltaf annað slagið glittir í fórnarlambið og raunir hennar. Hún heitir líka Dolores sem undirstrikar sársauka hennar og eftir því sem líður á bókina kynnist lesandinn betur kvöl hennar og illum örlögum.“Það er kannski skiljanlegt að þetta efni hafi fælt fólk frá fyrir sextíu árum en er þetta sjokkerandi efni fyrir nútímalesanda? „Já, þetta er sjokkerandi og eldfimt efni. Ég held að áhrifamáttur þessarar bókar sé alveg jafn mikill í dag. Hugarheimur Humberts Humbert er jafn yfirgengilegur og þessi texti er alveg jafn lifandi í dag og hann var árið 1955.“DraumatextiSvo við snúum okkur aftur að þýðingunni, þú talar um að í textanum sé ekki allt sem sýnist, var ekkert erfitt að koma því til skila í þýðingu? „Jú, það er náttúrulega alltaf erfitt að koma öllu til skila, þarna er til dæmis mikið um orðaleiki sem eru illþýðanlegir og mikið af tilvísunum innan textans og vísunum í önnur bókmenntaverk. En það er ákaflega gaman að glíma við svona vel stílaðan texta og reyna að skila honum óbrengluðum.“Árni hefur starfað sem þýðandi síðan 1996 og þýtt mörg öndvegisrit. Er Lolita mesta ögrun sem hann hefur tekist á við? „Já. Allt hitt var eiginlega bara undirbúningur fyrir þetta verkefni. Þetta er draumatexti fyrir þýðanda að spreyta sig á. Ég er mjög ánægður með hvað þessi þýðing hefur fengið góðar viðtökur. Það er greinilegt að hún fellur í góðan jarðveg og þá er tilganginum náð.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Lolita eftir Vladimir Nabokov, ein umdeildasta bók allra tíma, er komin út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Efnið er eldfimt, söguhetjan Humbert Humbert er gagntekinn af barnungri stúlku, er sem sagt barnaníðingur sem segir söguna út frá eigin viðmiðum. "Þetta er það fræg bók og rómuð að ég furða mig dálítið á því að enginn skuli hafa þýtt hana á íslensku fyrr,“ segir Árni Óskarsson þýðandi sem réðst í það stórvirki að eigin frumkvæði að þýða Lolitu eftir Vladimir Nabokov fyrir einu ári. Bókin kom fyrst út árið 1955 og hefur verið uppspretta heilmikilla umræðna allar götur síðan enda efnið afar eldfimt. „Maður hefði fyrirfram búist við því að þýðing þessarar bókar hefði forgang fram yfir margt annað,“ segir Árni.Og var ekkert hræðilega erfitt að þýða hana? „Þetta var fyrst og fremst óskaplega gaman. Auðvitað mikil vinna, en gríðarlega skemmtilegt.“ Hefur Lolita verið í uppáhaldi hjá þér lengi? „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það. Maður las þetta náttúrulega fyrst mjög ungur og skildi kannski bókina ekki nógu vel þá. Uppgötvaði svo þegar maður fór að lesa hana síðar að ansi margt hafði farið fram hjá manni. Nabokov er höfundur sem lesandinn þarf dálítinn tíma til að átta sig á og læra að meta og eftir því sem ég las fleira eftir hann varð snilld hans ljósari.“Dreginn á tálarVerðskuldar Lolita það fjaðrafok sem hefur verið í kringum hana í tæp sextíu ár? Er þetta hræðileg bók? „Vissulega fjallar hún um hræðilega hluti og þetta er mikill skálkur sem verið er að lýsa, en um leið er hún afskaplega fyndin og lesandinn er dálítið dreginn á tálar, lokkaður inn í siðleysi. Sögumaðurinn meira að segja gerir dálítið grín að lesandanum, kallar hann bróður sinn og lýsir honum á einum stað mjög hlægilega, þannig að þótt efnið sé í sjálfu sér alvarlegt og þetta sé öðrum þræði tragískt verk þá er gríðarlega mikill húmor í því líka.“Margir lesendur hafa kvartað yfir því að persóna Humberts Humbert sé svo vel gerð að þeir hafi staðið sig að því að finna til samstöðu með manni sem haldinn er barnagirnd. „Já, það er galdur textans. Það er svo fallegur texti sem kemur frá honum að hann vefur lesandanum um fingur sér, en lesandinn hrekkur þó öðru hvoru við og fer að spyrja sig hvar hann sé staddur. Alltaf annað slagið glittir í fórnarlambið og raunir hennar. Hún heitir líka Dolores sem undirstrikar sársauka hennar og eftir því sem líður á bókina kynnist lesandinn betur kvöl hennar og illum örlögum.“Það er kannski skiljanlegt að þetta efni hafi fælt fólk frá fyrir sextíu árum en er þetta sjokkerandi efni fyrir nútímalesanda? „Já, þetta er sjokkerandi og eldfimt efni. Ég held að áhrifamáttur þessarar bókar sé alveg jafn mikill í dag. Hugarheimur Humberts Humbert er jafn yfirgengilegur og þessi texti er alveg jafn lifandi í dag og hann var árið 1955.“DraumatextiSvo við snúum okkur aftur að þýðingunni, þú talar um að í textanum sé ekki allt sem sýnist, var ekkert erfitt að koma því til skila í þýðingu? „Jú, það er náttúrulega alltaf erfitt að koma öllu til skila, þarna er til dæmis mikið um orðaleiki sem eru illþýðanlegir og mikið af tilvísunum innan textans og vísunum í önnur bókmenntaverk. En það er ákaflega gaman að glíma við svona vel stílaðan texta og reyna að skila honum óbrengluðum.“Árni hefur starfað sem þýðandi síðan 1996 og þýtt mörg öndvegisrit. Er Lolita mesta ögrun sem hann hefur tekist á við? „Já. Allt hitt var eiginlega bara undirbúningur fyrir þetta verkefni. Þetta er draumatexti fyrir þýðanda að spreyta sig á. Ég er mjög ánægður með hvað þessi þýðing hefur fengið góðar viðtökur. Það er greinilegt að hún fellur í góðan jarðveg og þá er tilganginum náð.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira