Salan magnast í takt við fjölda vindstiga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. desember 2014 10:00 Guðrún Vilmundardóttir „Því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veðurbókina.“ Vísir/Valli „Orðin vindur, stormur, rok eða hvassviðri, ofviðri og fárviðri eru stighækkandi. Öll eiga þau samheiti í orðinu kári, og í því mætum við enn hinu lífi gædda afli, sem bjó í veðrinu.“ Svo segir í Veðurfræði Eyfellings, sem Bjartur gefur út. Þetta er endurútgáfa, með viðauka og nýrri orðaskrá, af bók Þórðar Tómassonar, sem flestir tengja nú við Minjasafnið í Skógum, frá árinu 1979. „Gamla bókin var löngu uppseld, en hún átti sér marga eldheita aðdáendur sem voru fljótir að tryggja sér eintök af nýju útgáfunni,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „En það hefur vakið athygli lagerstjóra Bjarts að pantanir á bókinni virðast vera algerlega í takt við vindstigin – því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veðurbókina – og hefur hún því eins og gefur að skilja fokið út síðustu daga og lítur mjög vel út með þessa síðustu helgi fyrir jól, stærstu söluhelgi ársins. Þykir markaðsdeild Bjarts hafa sýnt óvenju góða og áður óþekkta takta í kynningu á veðurbókinni og í tilefni af því bauð ég markaðsdeildinni út að borða í hádeginu, til að fagna þessu vel heppnaða veðurtrixi,“ segir Guðrún og brosir hringinn. Aðrar fréttir úr herbúðum Bjarts eru að bandaríska forlagið Restless Books, sem hefur höfuðstöðvar í Brooklyn, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Jarðnæði, eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. „Forleggjarinn hefur fylgst með Oddnýju um hríð, átt fundi með réttindastofu Bjarts og Miðstöð íslenskra bókmennta á síðustu bókamessum í Frankfurt og London, fengið lesara til að lesa fyrir sig og skrifa rapport um bækur hennar, en þær hafa enn ekki komið út í erlendum þýðingum,“ útskýrir Guðrún. „Það verður meiriháttar stökkpallur fyrir Oddnýju að koma út í enskri þýðingu – en langflestir útgefendur heimsins lesa jú ensku – og spennandi að vinna með forlagi sem stórblaðið Guardian hefur sagt um að sé frumkvöðull í að kynna bókmenntir heimsins fyrir enskumælandi lesendum.“ Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Orðin vindur, stormur, rok eða hvassviðri, ofviðri og fárviðri eru stighækkandi. Öll eiga þau samheiti í orðinu kári, og í því mætum við enn hinu lífi gædda afli, sem bjó í veðrinu.“ Svo segir í Veðurfræði Eyfellings, sem Bjartur gefur út. Þetta er endurútgáfa, með viðauka og nýrri orðaskrá, af bók Þórðar Tómassonar, sem flestir tengja nú við Minjasafnið í Skógum, frá árinu 1979. „Gamla bókin var löngu uppseld, en hún átti sér marga eldheita aðdáendur sem voru fljótir að tryggja sér eintök af nýju útgáfunni,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „En það hefur vakið athygli lagerstjóra Bjarts að pantanir á bókinni virðast vera algerlega í takt við vindstigin – því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veðurbókina – og hefur hún því eins og gefur að skilja fokið út síðustu daga og lítur mjög vel út með þessa síðustu helgi fyrir jól, stærstu söluhelgi ársins. Þykir markaðsdeild Bjarts hafa sýnt óvenju góða og áður óþekkta takta í kynningu á veðurbókinni og í tilefni af því bauð ég markaðsdeildinni út að borða í hádeginu, til að fagna þessu vel heppnaða veðurtrixi,“ segir Guðrún og brosir hringinn. Aðrar fréttir úr herbúðum Bjarts eru að bandaríska forlagið Restless Books, sem hefur höfuðstöðvar í Brooklyn, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Jarðnæði, eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. „Forleggjarinn hefur fylgst með Oddnýju um hríð, átt fundi með réttindastofu Bjarts og Miðstöð íslenskra bókmennta á síðustu bókamessum í Frankfurt og London, fengið lesara til að lesa fyrir sig og skrifa rapport um bækur hennar, en þær hafa enn ekki komið út í erlendum þýðingum,“ útskýrir Guðrún. „Það verður meiriháttar stökkpallur fyrir Oddnýju að koma út í enskri þýðingu – en langflestir útgefendur heimsins lesa jú ensku – og spennandi að vinna með forlagi sem stórblaðið Guardian hefur sagt um að sé frumkvöðull í að kynna bókmenntir heimsins fyrir enskumælandi lesendum.“
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira