Megas og vinir flytja hinar umdeildu Jesúrímur Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. desember 2014 09:00 Hörður Bragason, organisti segir rímurnar þykja enn ófínar á köflum. Vísir/pjetur Megas og Sauðrekarnir flytja Jesúrímur eftir Tryggva Magnússon, teiknara og myndlistarmann, ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttir á Kexi Hosteli á föstudaginn. „Megas samdi tónlistina við Jesúrímur árið 1973,“ segir Hörður Bragason organisti sem leiðir Sauðrekana. „Tryggvi skrifaði rímurnar upp á sínum tíma með gömlu bleki á gamlan pappír og þóttist hafa fundið þetta í fórum gamallar konu. Hann kom þessu til Þjóðminjasafnsins og reyndi að halda því fram að þetta væri fleiri hundruð ára gamalt. Þjóðminjavörður sá reyndar í gegnum þetta.“Megas samdi tónlist við rímurnar á sínum tíma.Vísir/valliHörður segir vísurnar hafa verið umdeildar á sínum tíma. „Sumum þykja þær enn þá pínulítið ófínar og allt að því dónalegar á köflum, en þetta er mjög skemmtilegur skáldskapur í gömlum rímnastíl,“ segir hann, en þær hafa aldrei verið gefnar út opinberlega. „Megas eignaði sér þær í ljósriti frá Helga Hóseassyni, sem hafði eignast þær einhvern veginn og dreift í takmörkuðu upplagi. Þetta var költ,“ segir Hörður en Megas samdi tónlist við rímurnar á áttunda áratugnum. Hann hefur flutt rímurnar með Sauðrekunum tvisvar áður en á föstudag verður fluttur sá hluti rímnanna sem fjallar um fæðingu frelsarans í bland við gömul og ný jólalög.- Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Megas og Sauðrekarnir flytja Jesúrímur eftir Tryggva Magnússon, teiknara og myndlistarmann, ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttir á Kexi Hosteli á föstudaginn. „Megas samdi tónlistina við Jesúrímur árið 1973,“ segir Hörður Bragason organisti sem leiðir Sauðrekana. „Tryggvi skrifaði rímurnar upp á sínum tíma með gömlu bleki á gamlan pappír og þóttist hafa fundið þetta í fórum gamallar konu. Hann kom þessu til Þjóðminjasafnsins og reyndi að halda því fram að þetta væri fleiri hundruð ára gamalt. Þjóðminjavörður sá reyndar í gegnum þetta.“Megas samdi tónlist við rímurnar á sínum tíma.Vísir/valliHörður segir vísurnar hafa verið umdeildar á sínum tíma. „Sumum þykja þær enn þá pínulítið ófínar og allt að því dónalegar á köflum, en þetta er mjög skemmtilegur skáldskapur í gömlum rímnastíl,“ segir hann, en þær hafa aldrei verið gefnar út opinberlega. „Megas eignaði sér þær í ljósriti frá Helga Hóseassyni, sem hafði eignast þær einhvern veginn og dreift í takmörkuðu upplagi. Þetta var költ,“ segir Hörður en Megas samdi tónlist við rímurnar á áttunda áratugnum. Hann hefur flutt rímurnar með Sauðrekunum tvisvar áður en á föstudag verður fluttur sá hluti rímnanna sem fjallar um fæðingu frelsarans í bland við gömul og ný jólalög.-
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira