Gamlar hefðir hjá Geislum Freyr Bjarnason skrifar 13. desember 2014 15:00 Hljómsveitin Geislar hefur gefið út sína fyrstu plötu. Hljómsveitin Geislar hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, Containing the Dark. Meðlimir sveitarinnar eru Styrmir Sigurðsson, Sigríður Thorlacius, Magnús Trygvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. „Ég hef þekkt Ómar og Óskar lengi. Svo kynntumst við Maggi í tónlistarskóla FÍH. Við spiluðum fyrst saman á tónleikum í skólanum og síðan voru allir frekar kátir og glaðir og til í að gera eitthvað meira,“ segir Styrmir aðspurður, en platan tók tvö ár í vinnslu. Hann hefur lengi starfað sem kvikmyndagerðarmaður en spilaði á sínum yngri árum með hljómsveitum á borð við Pax Vobis og Grafík. „Síðan fór ég seint og um síðir aftur í tónlistarnám og útskrifaðist út djasspíanódeildinni í FÍH fyrir tveimur árum.“ Styrmir segist eiga erfitt með að lýsa tónlist Geisla. „Þetta er allt vaðandi í einhverri melankólíu. Það er verið að sækja í gamlar hefðir og nostalgíu og vinna með það á skapandi og skrítinn hátt og búa til eitthvað nýtt og skemmtilegt úr því,“ segir hann. „Við erum að reyna að vera trú okkar sándi og okkar stemningu. Þetta liggur einhvers staðar á milli Radiohead og Louis Armstrong.“ Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Geislar hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, Containing the Dark. Meðlimir sveitarinnar eru Styrmir Sigurðsson, Sigríður Thorlacius, Magnús Trygvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. „Ég hef þekkt Ómar og Óskar lengi. Svo kynntumst við Maggi í tónlistarskóla FÍH. Við spiluðum fyrst saman á tónleikum í skólanum og síðan voru allir frekar kátir og glaðir og til í að gera eitthvað meira,“ segir Styrmir aðspurður, en platan tók tvö ár í vinnslu. Hann hefur lengi starfað sem kvikmyndagerðarmaður en spilaði á sínum yngri árum með hljómsveitum á borð við Pax Vobis og Grafík. „Síðan fór ég seint og um síðir aftur í tónlistarnám og útskrifaðist út djasspíanódeildinni í FÍH fyrir tveimur árum.“ Styrmir segist eiga erfitt með að lýsa tónlist Geisla. „Þetta er allt vaðandi í einhverri melankólíu. Það er verið að sækja í gamlar hefðir og nostalgíu og vinna með það á skapandi og skrítinn hátt og búa til eitthvað nýtt og skemmtilegt úr því,“ segir hann. „Við erum að reyna að vera trú okkar sándi og okkar stemningu. Þetta liggur einhvers staðar á milli Radiohead og Louis Armstrong.“
Tónlist Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira