Hugfanginn af ljósmyndatækninni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2014 14:00 Hrafnkell Sigurðsson „Ég stekk ekki bara út í móa og smelli af og myndin er komin.” Vísir/Valli Það var kominn tími á þessa bók, ég átti orðið mikið efni sem hefur safnast upp gegnum árin,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um tilurð bókarinnar Lucid sem Crymogea gefur út í dag og inniheldur allar þekktustu myndraðir hans. „Ég geri alls konar verk,“ heldur Hrafnkell áfram. „En í þessari bók eru eingöngu ljósmyndaverk og hún spannar tímabilið frá 1996 til dagsins í dag. Tvær myndaraðirnar eru frá 2014 og sú nýjasta er sú sem ég sýndi í Galleríi i8 í ágúst síðastliðnum, myndir af bóluplasti í djúpu, tæru vatni.“ Hrafnkell lærði myndlist í Maastricht og London og vann verk í ýmsa miðla, hvað var það sem heillaði hann sérstaklega við ljósmyndunina? „Mér finnst hún alltaf hálfgerður galdur, þessi tækni,“ segir hann. „Ég er alltaf jafn hugfanginn af ljósmyndatækninni. Svo er það líka þessi beina leið sem heillar. Kannski er það bara óþolinmæði hjá mér en ég hef ekki þolinmæði til þess að standa við trönur í marga mánuði. Með þessari aðferð get ég séð myndina fyrr. Ekki samt strax, ég stekk ekki bara út í móa, smelli af og myndin er komin. Þetta kostar mikinn undirbúning og oft mikla eftirvinnslu líka. Síðasta serían sem ég gerði tók til dæmis eitt og hálft ár í undirbúningi og tvo mánuði í eftirvinnslu.“ Hrafnkell var á árum áður þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Oxmá, hefur hann alveg sagt skilið við tónlistina? „Já, ég hætti að syngja áður en ég fór í nám út til Hollands, var harðákveðinn í því að hætta í rokkinu og einbeita mér að myndlistinni, en við skulum ekki útiloka neitt í því efni.“ Meðal verka Hrafnkels eru vídeóverk þar sem hann hefur lagt áherslu á hljóð, brýst ekki tónlistarmaðurinn í honum út þar? „Ég hef átt náið og gott samstarf við tónlistarmenn í þeim verkum, jú, þannig að það má segja að það tengist því að vinna með tónlist.“ Bókin Lucid kemur út á Íslandi í dag og mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í upphafi árs 2015. Allur texti er á ensku sem Hrafnkell segir hafa ráðist af markaðnum. „Það er reyndar pínu leiðinlegt gagnvart þeim sem ekki lesa ensku, það hefði verið gaman ef hún væri líka til á íslensku. Kannski opnast sá möguleiki seinna. Ég vona það.“ Útgáfufagnaður fyrir Lucid verður haldinn í Galleríi i8 frá klukkan 16 til 18 í dag og þar verður bókin til sölu auk þess sem hún verður fáanleg í bókaverslunum frá og með deginum í dag. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Það var kominn tími á þessa bók, ég átti orðið mikið efni sem hefur safnast upp gegnum árin,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður um tilurð bókarinnar Lucid sem Crymogea gefur út í dag og inniheldur allar þekktustu myndraðir hans. „Ég geri alls konar verk,“ heldur Hrafnkell áfram. „En í þessari bók eru eingöngu ljósmyndaverk og hún spannar tímabilið frá 1996 til dagsins í dag. Tvær myndaraðirnar eru frá 2014 og sú nýjasta er sú sem ég sýndi í Galleríi i8 í ágúst síðastliðnum, myndir af bóluplasti í djúpu, tæru vatni.“ Hrafnkell lærði myndlist í Maastricht og London og vann verk í ýmsa miðla, hvað var það sem heillaði hann sérstaklega við ljósmyndunina? „Mér finnst hún alltaf hálfgerður galdur, þessi tækni,“ segir hann. „Ég er alltaf jafn hugfanginn af ljósmyndatækninni. Svo er það líka þessi beina leið sem heillar. Kannski er það bara óþolinmæði hjá mér en ég hef ekki þolinmæði til þess að standa við trönur í marga mánuði. Með þessari aðferð get ég séð myndina fyrr. Ekki samt strax, ég stekk ekki bara út í móa, smelli af og myndin er komin. Þetta kostar mikinn undirbúning og oft mikla eftirvinnslu líka. Síðasta serían sem ég gerði tók til dæmis eitt og hálft ár í undirbúningi og tvo mánuði í eftirvinnslu.“ Hrafnkell var á árum áður þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Oxmá, hefur hann alveg sagt skilið við tónlistina? „Já, ég hætti að syngja áður en ég fór í nám út til Hollands, var harðákveðinn í því að hætta í rokkinu og einbeita mér að myndlistinni, en við skulum ekki útiloka neitt í því efni.“ Meðal verka Hrafnkels eru vídeóverk þar sem hann hefur lagt áherslu á hljóð, brýst ekki tónlistarmaðurinn í honum út þar? „Ég hef átt náið og gott samstarf við tónlistarmenn í þeim verkum, jú, þannig að það má segja að það tengist því að vinna með tónlist.“ Bókin Lucid kemur út á Íslandi í dag og mun koma út í Evrópu og Bandaríkjunum í upphafi árs 2015. Allur texti er á ensku sem Hrafnkell segir hafa ráðist af markaðnum. „Það er reyndar pínu leiðinlegt gagnvart þeim sem ekki lesa ensku, það hefði verið gaman ef hún væri líka til á íslensku. Kannski opnast sá möguleiki seinna. Ég vona það.“ Útgáfufagnaður fyrir Lucid verður haldinn í Galleríi i8 frá klukkan 16 til 18 í dag og þar verður bókin til sölu auk þess sem hún verður fáanleg í bókaverslunum frá og með deginum í dag.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira