Tífaldur Grammy-hafi til Íslands Freyr Bjarnason skrifar 12. desember 2014 08:30 Arturo Sandoval heiðrar minningu Dizzie Gillespie á sinni nýjustu plötu, Dear Diz. Tífaldi Grammy-verðlaunahafinn og djassgoðsögnin Arturo Sandoval efnir til djassveislu, ásamt hljómsveit sinni, í Eldborgarsal Hörpu 18. febrúar. Sandoval, sem fæddist á Kúbu en er núna bandarískur ríkisborgari, mun m.a. heiðra minningu góðvinar síns og lærimeistara Dizzie Gillespie en nýjasta plata djassarans, Dear Diz, er óður til Gillespie. „Ég hef rosalega gaman af djassi og einhvern veginn finnst mér þessir erlendu djassarar ekki hafa verið duglegir að koma til Íslands. Ég var með Chick Korea [í Eldborg] í fyrra og það gekk rosalega vel, þannig að mig langaði að fá annan djassara,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. „Það eru alltaf einhverjir jólatónleikar og popp- og rokktónleikar en sjaldan sem koma svona alvöru djasstónleikar,“ bætir hann við og telur miða á tónleikana hina fullkomnu jólagjöf fyrir íslenska djassgeggjara. „Þeir sem hafa snefil af áhuga á djassi ættu að skella sér á þessa tónleika. Hann Sandoval er algjör snillingur á þessi hljóðfæri sem hann spilar á.“ Arturo Sandoval hefur, auk þess að spila mikið með Gillespie, spilað með mörgum þekktustu djasstónlistarmönnnum heims en einnig með listamönnum á borð við Frank Sinatra, Paul Anka, Rod Stewart, Alicia Keys og Justin Timberlake. Hann spilaði með Celine Dion á Óskarsverðlaununum, á Grammy-hátíðinni með Timberlake og með Keys á Billboard-hátíðinni. Fjallað var um ævi hins 65 ára Sandoval í sjónvarpsmyndinni For Love or Country: The Arturo Sandoval Story sem kom út árið 2000 með Andy Garcia í hlutverki djassarans. Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 15. desember á Harpa.is, Midi.is og í síma 5285050.Margverðlaunaður tónlistarmaður Auk þess að vera tífaldur Grammy-verðlaunahafi hefur Sandoval sjö sinnum til viðbótar verið tilnefndur til þessara virtu verðlauna. Hann hefur jafnframt sex sinnum hlotið bandarísku Billboard-verðlaunin, auk Emmy-verðlaunanna. Á síðasta ári fékk hann afhenta Frelsisorðuna úr hendi Baracks Obama Bandaríkjaforseta við hátíðlega athöfn. Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tífaldi Grammy-verðlaunahafinn og djassgoðsögnin Arturo Sandoval efnir til djassveislu, ásamt hljómsveit sinni, í Eldborgarsal Hörpu 18. febrúar. Sandoval, sem fæddist á Kúbu en er núna bandarískur ríkisborgari, mun m.a. heiðra minningu góðvinar síns og lærimeistara Dizzie Gillespie en nýjasta plata djassarans, Dear Diz, er óður til Gillespie. „Ég hef rosalega gaman af djassi og einhvern veginn finnst mér þessir erlendu djassarar ekki hafa verið duglegir að koma til Íslands. Ég var með Chick Korea [í Eldborg] í fyrra og það gekk rosalega vel, þannig að mig langaði að fá annan djassara,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. „Það eru alltaf einhverjir jólatónleikar og popp- og rokktónleikar en sjaldan sem koma svona alvöru djasstónleikar,“ bætir hann við og telur miða á tónleikana hina fullkomnu jólagjöf fyrir íslenska djassgeggjara. „Þeir sem hafa snefil af áhuga á djassi ættu að skella sér á þessa tónleika. Hann Sandoval er algjör snillingur á þessi hljóðfæri sem hann spilar á.“ Arturo Sandoval hefur, auk þess að spila mikið með Gillespie, spilað með mörgum þekktustu djasstónlistarmönnnum heims en einnig með listamönnum á borð við Frank Sinatra, Paul Anka, Rod Stewart, Alicia Keys og Justin Timberlake. Hann spilaði með Celine Dion á Óskarsverðlaununum, á Grammy-hátíðinni með Timberlake og með Keys á Billboard-hátíðinni. Fjallað var um ævi hins 65 ára Sandoval í sjónvarpsmyndinni For Love or Country: The Arturo Sandoval Story sem kom út árið 2000 með Andy Garcia í hlutverki djassarans. Miðasala á tónleikana hefst mánudaginn 15. desember á Harpa.is, Midi.is og í síma 5285050.Margverðlaunaður tónlistarmaður Auk þess að vera tífaldur Grammy-verðlaunahafi hefur Sandoval sjö sinnum til viðbótar verið tilnefndur til þessara virtu verðlauna. Hann hefur jafnframt sex sinnum hlotið bandarísku Billboard-verðlaunin, auk Emmy-verðlaunanna. Á síðasta ári fékk hann afhenta Frelsisorðuna úr hendi Baracks Obama Bandaríkjaforseta við hátíðlega athöfn.
Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira