Getum ekki hætt með Augastein Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. desember 2014 14:30 Ævintýrið um Augastein Felix hefur leikið í sýningunni síðan 2002 með tveggja ára hléi. Vísir/GVA „Ég var í rauninni alveg hættur að leika í sýningunni en nú fékk ég tækifæri til að rifja upp kynnin við Stein gamla á nýjan leik,“ segir Felix Bergsson sem á sunnudaginn stígur á svið í verki sínu Ævintýrinu um Augastein í Tjarnarbíói. „Ég er búinn að leika eina sýningu núna á aðventunni og það var bara mjög gaman.“ Ævintýrið um Augastein var upphaflega samið á ensku og frumsýnt í Drill Hall leikhúsinu í London 2002, en ári síðar var verkið frumflutt í íslenskri útgáfu í Tjarnarbíói. Þá kom ævintýrið einnig út á bók, sem notið hefur mikilla vinsælda æ síðan. Fyrir tveimur árum rétti Felix Bergsson keflið til Orra Hugins Ágústssonar, en Felix hafði þá leikið sýninguna fyrir tíu jól. Orri lék 2012 og 2013, en nú er Orri svo upptekinn við að leika í Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu að Felix þarf að hlaupa undir bagga, var hann ekkert farinn að ryðga í rullunni? „Tja, svolítið, en það var fljótt að koma til baka.“ Og þú ert ekkert orðinn leiður á þessu verki eftir öll þessi ár? „Alls ekki, við höldum áfram mörg ár í viðbót,“ segir Felix. „Ég hitti í flugi um daginn flugfreyju sem var að koma á sýninguna með börnin sín ellefta árið í röð og þá þyrmdi yfir mig að við getum aldrei hætt þessu. Það er óskaplega gleðilegt að fólk sé farið að líta á ferð á Ævintýrið um Augastein sem ómissandi hluta af jólaundirbúningum.“ Felix stígur á svið í Tjarnarbíói á sunnudaginn, 13. desember, klukkan 14 og það verður síðasta sýningin fyrri þessi jól. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég var í rauninni alveg hættur að leika í sýningunni en nú fékk ég tækifæri til að rifja upp kynnin við Stein gamla á nýjan leik,“ segir Felix Bergsson sem á sunnudaginn stígur á svið í verki sínu Ævintýrinu um Augastein í Tjarnarbíói. „Ég er búinn að leika eina sýningu núna á aðventunni og það var bara mjög gaman.“ Ævintýrið um Augastein var upphaflega samið á ensku og frumsýnt í Drill Hall leikhúsinu í London 2002, en ári síðar var verkið frumflutt í íslenskri útgáfu í Tjarnarbíói. Þá kom ævintýrið einnig út á bók, sem notið hefur mikilla vinsælda æ síðan. Fyrir tveimur árum rétti Felix Bergsson keflið til Orra Hugins Ágústssonar, en Felix hafði þá leikið sýninguna fyrir tíu jól. Orri lék 2012 og 2013, en nú er Orri svo upptekinn við að leika í Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu að Felix þarf að hlaupa undir bagga, var hann ekkert farinn að ryðga í rullunni? „Tja, svolítið, en það var fljótt að koma til baka.“ Og þú ert ekkert orðinn leiður á þessu verki eftir öll þessi ár? „Alls ekki, við höldum áfram mörg ár í viðbót,“ segir Felix. „Ég hitti í flugi um daginn flugfreyju sem var að koma á sýninguna með börnin sín ellefta árið í röð og þá þyrmdi yfir mig að við getum aldrei hætt þessu. Það er óskaplega gleðilegt að fólk sé farið að líta á ferð á Ævintýrið um Augastein sem ómissandi hluta af jólaundirbúningum.“ Felix stígur á svið í Tjarnarbíói á sunnudaginn, 13. desember, klukkan 14 og það verður síðasta sýningin fyrri þessi jól.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira