Boyhood valin best hjá Empire Freyr Bjarnason skrifar 11. desember 2014 15:00 Boyhood er besta mynd ársins 2014 að mati tímaritsins Empire. Breska kvikmyndatímaritið Empire hefur tekið saman lista yfir fimmtíu bestu kvikmyndir ársins 2014. Í efsta sætinu er hin óvenjulega Boyhood sem var tekin upp á ellefu ára tímabili. Myndin fjallar um barn og fjölskyldu þess og hvernig þau þroskast saman á ellefu árum. Empire lýsir myndinni sem litlu kraftaverki og hrósar stjörnu myndarinnar, Ellar Coltrane, í hástert. Á meðal annarra leikara eru Patricia Arquette og Ethan Hawke. Leikstjóri þessarar 165 mínútna myndar er Richard Linklater, sem hefur áður gert myndir á borð við After the Sunset, Before Sunrise, School of Rock og Dazed and Confused. Í öðru sæti á listanum er Nightcrawler með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Hún fjallar um siðblindan glæpafréttamann sem verður aðalstjarnan í sinni eigin frétt. „Svartasti húmor myndarinnar er hversu vel hann [persóna Gyllenhaal] passar inn í fréttaumhverfið eftir að hann plantar sér niður á sjónvarpsstöð í LA,“ segir Empire. Aðrir helstu leikarar eru Rene Russo, Riz Ahmed og Bill Paxton. Leikstjóri er Dan Gilroy og er þetta hans fyrsta mynd.NightcrawlerThe Wolf of Wall Street er í þriðja sætinu í leikstjórn Martins Scorsese. „Leonardo DiCaprio er svo heillandi sem aðalhálfvitinn Jordan Belfort að mörgum fannst boðskapur myndarinnar ekki komast til skila.“ Aðrir leikarar eru m.a. Jonah Hill, Margot Robbie, Matthew McConaughey og Rob Reiner. Fjórða besta myndin er hin lágstemmda Inside Llewyn Davis frá Coen-bræðrum. „Inside Llewyn Davis er fullkominn minnisvarði um andrúmsloftið í Greenwich Village á sjöunda áratugnum.“ Í fimmta sætinu á listanum er svo Guardians of the Galaxy sem er gerð eftir samnefndri myndasögu. „Hún er klók, fyndin og tónlistin í henni er rosaleg.“ Chris Pratt sló í gegn með leik sínum í myndinni en á meðal annarra leikara eru Zoe Saldana, Dave Bautista, Vin Diesel og Bradley Cooper. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2014 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Breska kvikmyndatímaritið Empire hefur tekið saman lista yfir fimmtíu bestu kvikmyndir ársins 2014. Í efsta sætinu er hin óvenjulega Boyhood sem var tekin upp á ellefu ára tímabili. Myndin fjallar um barn og fjölskyldu þess og hvernig þau þroskast saman á ellefu árum. Empire lýsir myndinni sem litlu kraftaverki og hrósar stjörnu myndarinnar, Ellar Coltrane, í hástert. Á meðal annarra leikara eru Patricia Arquette og Ethan Hawke. Leikstjóri þessarar 165 mínútna myndar er Richard Linklater, sem hefur áður gert myndir á borð við After the Sunset, Before Sunrise, School of Rock og Dazed and Confused. Í öðru sæti á listanum er Nightcrawler með Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Hún fjallar um siðblindan glæpafréttamann sem verður aðalstjarnan í sinni eigin frétt. „Svartasti húmor myndarinnar er hversu vel hann [persóna Gyllenhaal] passar inn í fréttaumhverfið eftir að hann plantar sér niður á sjónvarpsstöð í LA,“ segir Empire. Aðrir helstu leikarar eru Rene Russo, Riz Ahmed og Bill Paxton. Leikstjóri er Dan Gilroy og er þetta hans fyrsta mynd.NightcrawlerThe Wolf of Wall Street er í þriðja sætinu í leikstjórn Martins Scorsese. „Leonardo DiCaprio er svo heillandi sem aðalhálfvitinn Jordan Belfort að mörgum fannst boðskapur myndarinnar ekki komast til skila.“ Aðrir leikarar eru m.a. Jonah Hill, Margot Robbie, Matthew McConaughey og Rob Reiner. Fjórða besta myndin er hin lágstemmda Inside Llewyn Davis frá Coen-bræðrum. „Inside Llewyn Davis er fullkominn minnisvarði um andrúmsloftið í Greenwich Village á sjöunda áratugnum.“ Í fimmta sætinu á listanum er svo Guardians of the Galaxy sem er gerð eftir samnefndri myndasögu. „Hún er klók, fyndin og tónlistin í henni er rosaleg.“ Chris Pratt sló í gegn með leik sínum í myndinni en á meðal annarra leikara eru Zoe Saldana, Dave Bautista, Vin Diesel og Bradley Cooper.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2014 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira