Sjö hlutir sem ég sá fyrir Atli Fannar Bjarkason skrifar 11. desember 2014 07:00 Óyggjandi vísindi völva eru öllum ljós. Í lok síðasta árs rýndi ég í lófaspákúluna og þegar litið er um öxl kemur í ljós að ég reyndist sannspár í sjö atriðum.7. Kommentakerfi DV verður lagt niður og landsmönnum býðst að senda hver öðrum kaldar kveðjur með drónum. – Þarna átti ég að sjálfsögðu við lætin í kringum eignarhald á DV og síðar eigendaskipti.6. Megrunarkúrinn „Éttu skít“ verður kynntur til sögunnar og hampað af helstu sérfræðingum á sviði næringarfræða. – Sameinuðu þjóðirnar bentu á í maí á þessu ári að um 1.900 tegundir af ætum skordýrum væru þekktar á jörðinni. Bent var á að vestræn ríki séu þau einu sem líta svo á að skordýraát sé ógeðslegt. Skilaboðin voru skýr: Borðið skordýr. Rétt eins og ég spáði um. Nánast.5. Fyrsti rafbíllinn á Íslandi verður rafmagnslaus á Sæbraut. Þegar eigandinn hringir eftir aðstoð verður síminn hans batteríslaus. – Þetta er pottþétt búið að gerast. Aldrei hafa fleiri rafbílar verið fluttir til landsins en árið 2013. Þá er símanotkun orðin þannig að fólk þarf að hlaða símann tvisvar á dag. Þetta vissi ég.4. Flóttamanni er vísað úr landi vegna þess að hann gleymir ítrekað að bjóða góðan daginn. – Þarna tókst mér að spá um lekamálið og eftirmál þess með slíkri nákvæmni að það væri galið af mér að kaupa ekki lottó um helgina.3. Í örvæntingarfullri leit að fjármagni byrjar Landspítalinn með eigin útgáfu af „Vertu viss“ þar sem líffæri eru gjaldmiðillinn. – Þarna spáði ég um kjaradeilu lækna ásamt aðstöðuvanda á Landspítalanum. Eitthvað sem enginn sá fyrir.2. Ökukennarinn Gylfi Sigurðsson semur við þýska úrvalsdeildarliðið Bayern München – misskilningur sem kostar liðið 13 milljarða. – Eitthvað sagði mér að Gylfi Sigurðsson myndi semja við nýtt lið á árinu. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að lesa þær fréttir úr spá minni.1. Rafbílavæðingin heldur áfram þegar Toyota kynnir nýjan og endurbættan Rav 4. – Ég sagði ykkur það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Fréttir ársins 2014 Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun
Óyggjandi vísindi völva eru öllum ljós. Í lok síðasta árs rýndi ég í lófaspákúluna og þegar litið er um öxl kemur í ljós að ég reyndist sannspár í sjö atriðum.7. Kommentakerfi DV verður lagt niður og landsmönnum býðst að senda hver öðrum kaldar kveðjur með drónum. – Þarna átti ég að sjálfsögðu við lætin í kringum eignarhald á DV og síðar eigendaskipti.6. Megrunarkúrinn „Éttu skít“ verður kynntur til sögunnar og hampað af helstu sérfræðingum á sviði næringarfræða. – Sameinuðu þjóðirnar bentu á í maí á þessu ári að um 1.900 tegundir af ætum skordýrum væru þekktar á jörðinni. Bent var á að vestræn ríki séu þau einu sem líta svo á að skordýraát sé ógeðslegt. Skilaboðin voru skýr: Borðið skordýr. Rétt eins og ég spáði um. Nánast.5. Fyrsti rafbíllinn á Íslandi verður rafmagnslaus á Sæbraut. Þegar eigandinn hringir eftir aðstoð verður síminn hans batteríslaus. – Þetta er pottþétt búið að gerast. Aldrei hafa fleiri rafbílar verið fluttir til landsins en árið 2013. Þá er símanotkun orðin þannig að fólk þarf að hlaða símann tvisvar á dag. Þetta vissi ég.4. Flóttamanni er vísað úr landi vegna þess að hann gleymir ítrekað að bjóða góðan daginn. – Þarna tókst mér að spá um lekamálið og eftirmál þess með slíkri nákvæmni að það væri galið af mér að kaupa ekki lottó um helgina.3. Í örvæntingarfullri leit að fjármagni byrjar Landspítalinn með eigin útgáfu af „Vertu viss“ þar sem líffæri eru gjaldmiðillinn. – Þarna spáði ég um kjaradeilu lækna ásamt aðstöðuvanda á Landspítalanum. Eitthvað sem enginn sá fyrir.2. Ökukennarinn Gylfi Sigurðsson semur við þýska úrvalsdeildarliðið Bayern München – misskilningur sem kostar liðið 13 milljarða. – Eitthvað sagði mér að Gylfi Sigurðsson myndi semja við nýtt lið á árinu. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að lesa þær fréttir úr spá minni.1. Rafbílavæðingin heldur áfram þegar Toyota kynnir nýjan og endurbættan Rav 4. – Ég sagði ykkur það.