„Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 8. desember 2014 10:02 Hér eru þau Hugrún og Magni ásamt rapparanum Wyclef Jean. „Fyrir okkur voru Emmy-verðlaunin og MTV Awards risastór. Við gátum með engu móti áttað okkur á hversu risastórir viðburðir Hollywood Film Awards og American Music Awards voru,“ segir Magni Þorsteinsson. Hann og Hugrún Árnadóttir, eigendur og hönnuðir tískulínunnar Kron by Kronkron, fengu annað tækifæri til þess að kynna vörur sínar fyrir þverskurðinum í kvikmynda- og tónlistarbransanum. Í lok ágúst voru þau á MTV- og Emmy-verðlaunahátíðunum í Los Angeles. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í. Þegar við vorum komin út sáum við hvaða hringiðu við vorum dottin í. Þarna vorum við kynnt fyrir leikurum, leikstjórum, handritshöfundum, viðskiptafólki og þar sem þetta er mjög skipulagt gafst okkur tími til að spjalla í rólegheitum við hvern og einn. Í kjölfarið var okkur boðið að koma aftur og taka þátt í Hollywood Film Awards og svo American Music Awards,“ segir Magni.Meðal þeirra sem þau hittu voru Hollywood-stjörnurnar Angelina Jolie, Johnny Depp, Reese Witherspoon, Jared Leto og Julianne Moore. Einnig hljómsveitin One Direction, söngkonurnar Lorde, Fergie og Diana Ross, auk fyrirsætunnar Heidi Klum og Kardashian-systurinnar Kendall Jenner. „Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum og eru ýmsir boltar komnir af stað í Hollywood. Mikið af áhrifafólki er farið að klæðast fötunum og skónum okkar. Þetta er fólk allt frá eigendum Guggenheim-safnsins, til stórstjarna á borð við Angelu Bassett og Sharon Stone, auk nokkurra á listanum hér fyrir ofan,“ segir Magni. Vegna stífra reglna og samninga geta þau ekki gefið út hverjir muni klæðast fötunum. „Nú eru öll blöð vöktuð og bíðum við spennt eftir að geta sagt frá. Þetta er án efa stærsta tækifærið sem við höfum fengið á erlendum markaði. Svona tækifæri kemur í kjölfar gríðarlegrar vinnu og óbilandi trúar á okkur. Við vorum svo heppin að Hönnunarsjóður Auroru hefur líka óbilandi trú á okkur og var tilbúinn að styðja við bakið á okkur og erum við endalaust þakklát fyrir þeirra hjálp,“ bætir Magni við. Næst á dagskrá hjá þeim eru Golden Globe-verðlaunin í janúar. „Þau úti segja að þau séu enn þá risa-risastærri [en hinar hátíðirnar] þannig að við bíðum við bara spennt eftir því hvert þetta ævintýri tekur okkur.“ Golden Globes Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Fyrir okkur voru Emmy-verðlaunin og MTV Awards risastór. Við gátum með engu móti áttað okkur á hversu risastórir viðburðir Hollywood Film Awards og American Music Awards voru,“ segir Magni Þorsteinsson. Hann og Hugrún Árnadóttir, eigendur og hönnuðir tískulínunnar Kron by Kronkron, fengu annað tækifæri til þess að kynna vörur sínar fyrir þverskurðinum í kvikmynda- og tónlistarbransanum. Í lok ágúst voru þau á MTV- og Emmy-verðlaunahátíðunum í Los Angeles. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í. Þegar við vorum komin út sáum við hvaða hringiðu við vorum dottin í. Þarna vorum við kynnt fyrir leikurum, leikstjórum, handritshöfundum, viðskiptafólki og þar sem þetta er mjög skipulagt gafst okkur tími til að spjalla í rólegheitum við hvern og einn. Í kjölfarið var okkur boðið að koma aftur og taka þátt í Hollywood Film Awards og svo American Music Awards,“ segir Magni.Meðal þeirra sem þau hittu voru Hollywood-stjörnurnar Angelina Jolie, Johnny Depp, Reese Witherspoon, Jared Leto og Julianne Moore. Einnig hljómsveitin One Direction, söngkonurnar Lorde, Fergie og Diana Ross, auk fyrirsætunnar Heidi Klum og Kardashian-systurinnar Kendall Jenner. „Kron by Kronkron féll vel í kramið hjá stjörnunum og eru ýmsir boltar komnir af stað í Hollywood. Mikið af áhrifafólki er farið að klæðast fötunum og skónum okkar. Þetta er fólk allt frá eigendum Guggenheim-safnsins, til stórstjarna á borð við Angelu Bassett og Sharon Stone, auk nokkurra á listanum hér fyrir ofan,“ segir Magni. Vegna stífra reglna og samninga geta þau ekki gefið út hverjir muni klæðast fötunum. „Nú eru öll blöð vöktuð og bíðum við spennt eftir að geta sagt frá. Þetta er án efa stærsta tækifærið sem við höfum fengið á erlendum markaði. Svona tækifæri kemur í kjölfar gríðarlegrar vinnu og óbilandi trúar á okkur. Við vorum svo heppin að Hönnunarsjóður Auroru hefur líka óbilandi trú á okkur og var tilbúinn að styðja við bakið á okkur og erum við endalaust þakklát fyrir þeirra hjálp,“ bætir Magni við. Næst á dagskrá hjá þeim eru Golden Globe-verðlaunin í janúar. „Þau úti segja að þau séu enn þá risa-risastærri [en hinar hátíðirnar] þannig að við bíðum við bara spennt eftir því hvert þetta ævintýri tekur okkur.“
Golden Globes Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira