Rjúkandi heitt í bolla á aðventunni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 8. desember 2014 14:00 Sonja Björk Grant ernir Ilmandi kaffi og smákökur koma öllum í jólaskap. Við fengum tvo annálaða kaffigúrúa til að útbúa sérstakt jólakaffi þau Sonju Grant og Sverrir Rolf Sander. „Mér finnst alltaf gaman og spennandi að velja kaffið fyrir jólin og gott að eiga til mismunandi kaffi fyrir mismunandi tilefni,“ segir Sonja Björk Grant, alþjóðlegur dómari og löggilt í kaffifræðum. „Fyrir þennan drykk finnst mér persónulega best að nota ljósbrennt Suður- eða Mið-Ameríkukaffi, því drykkurinn þarf ekki mjólk og ávextirnir fá að njóta sín í bland við karakterinn í kaffinu."Kaffi í sparifötunum60 g grófmalað ljósbrennt kaffi800 g soðið vatn ½ epli½ appelsína ½ límónaSmábútur engifer 20 g hrásykur eða eftir smekkSlurkur af Grand Marnier út í kaffið, til hátíðabrigða.Ávextirnir og engiferinn eru sneiddir niður og komið fyrir í könnunni ásamt hrásykrinum og safa úr hálfri límónu.Eftir að bréfpokinn hefur verið skolaður með heitu vatni hefst uppáhellingin, 60 grömm af kaffi á móti 800 grömmum af vatni.Hellið um 70 g af vatni yfir kaffibeðið og leyfið kaffinu að „blómstra“ í 30 sekúndur. Síðan er vatninu hellt jafnt og þétt yfir kaffibeðið. Þegar kaffið er tilbúið er hrært aðeins til að blanda enn betur saman kaffinu og ávöxtunum. Drykkurinn hentar einnig sem kaldur drykkur á klaka. Borið fram í fallegu glasi með límónusneið og piparkökum.Sverrir Rolf Sander„Það er eitthvað við kanil og múskat sem ég tengi alltaf við jólin,“ segir Sverrir Rolf Sander, kaffiáhugamaður og eigandi Puffin Coffee. Hann tengir þó kaffiilm ekki sérstaklega við jólin, þar sem hann drekki auðvitað kaffi á hverjum degi. „Því miður geta ekki verið jól allan ársins hring. Þessa jólalegu kaffiuppskrift lærði ég af Torfa vini mínum, einum af eigendum Reykjavík Roasters.“Púðursykur og rjómi100 ml rjómi500 ml mjólk1 tsk. púðursykur100 g hvítt súkkulaði5 svört piparkorn1 kanilstöng1 hnífsoddur malað múskat500 ml sterkt kaffiSykur, krydd, mjólk og rjómi sett í pott og soðið upp. Takið pottinn af hitanum, setjið súkkulaðið út í og pískið saman við.Kaffið er síðan hrært saman við, blandan er síðan sigtuð og sett í bolla.Tilvalið er að setja smá af nýmöluðum pipar og þeyttum rjóma ofan á. Einnig hægt að setja smá romm. Jól Jólamatur Mest lesið Margar gerðir af jóladiskum - verð frá 413 kr. 30% afsláttur. Jólin Innri friður Jólin Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Fögur er foldin Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Frystir jólaskreytingarnar Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Hafraský Jólin Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól
Ilmandi kaffi og smákökur koma öllum í jólaskap. Við fengum tvo annálaða kaffigúrúa til að útbúa sérstakt jólakaffi þau Sonju Grant og Sverrir Rolf Sander. „Mér finnst alltaf gaman og spennandi að velja kaffið fyrir jólin og gott að eiga til mismunandi kaffi fyrir mismunandi tilefni,“ segir Sonja Björk Grant, alþjóðlegur dómari og löggilt í kaffifræðum. „Fyrir þennan drykk finnst mér persónulega best að nota ljósbrennt Suður- eða Mið-Ameríkukaffi, því drykkurinn þarf ekki mjólk og ávextirnir fá að njóta sín í bland við karakterinn í kaffinu."Kaffi í sparifötunum60 g grófmalað ljósbrennt kaffi800 g soðið vatn ½ epli½ appelsína ½ límónaSmábútur engifer 20 g hrásykur eða eftir smekkSlurkur af Grand Marnier út í kaffið, til hátíðabrigða.Ávextirnir og engiferinn eru sneiddir niður og komið fyrir í könnunni ásamt hrásykrinum og safa úr hálfri límónu.Eftir að bréfpokinn hefur verið skolaður með heitu vatni hefst uppáhellingin, 60 grömm af kaffi á móti 800 grömmum af vatni.Hellið um 70 g af vatni yfir kaffibeðið og leyfið kaffinu að „blómstra“ í 30 sekúndur. Síðan er vatninu hellt jafnt og þétt yfir kaffibeðið. Þegar kaffið er tilbúið er hrært aðeins til að blanda enn betur saman kaffinu og ávöxtunum. Drykkurinn hentar einnig sem kaldur drykkur á klaka. Borið fram í fallegu glasi með límónusneið og piparkökum.Sverrir Rolf Sander„Það er eitthvað við kanil og múskat sem ég tengi alltaf við jólin,“ segir Sverrir Rolf Sander, kaffiáhugamaður og eigandi Puffin Coffee. Hann tengir þó kaffiilm ekki sérstaklega við jólin, þar sem hann drekki auðvitað kaffi á hverjum degi. „Því miður geta ekki verið jól allan ársins hring. Þessa jólalegu kaffiuppskrift lærði ég af Torfa vini mínum, einum af eigendum Reykjavík Roasters.“Púðursykur og rjómi100 ml rjómi500 ml mjólk1 tsk. púðursykur100 g hvítt súkkulaði5 svört piparkorn1 kanilstöng1 hnífsoddur malað múskat500 ml sterkt kaffiSykur, krydd, mjólk og rjómi sett í pott og soðið upp. Takið pottinn af hitanum, setjið súkkulaðið út í og pískið saman við.Kaffið er síðan hrært saman við, blandan er síðan sigtuð og sett í bolla.Tilvalið er að setja smá af nýmöluðum pipar og þeyttum rjóma ofan á. Einnig hægt að setja smá romm.
Jól Jólamatur Mest lesið Margar gerðir af jóladiskum - verð frá 413 kr. 30% afsláttur. Jólin Innri friður Jólin Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Fögur er foldin Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Frystir jólaskreytingarnar Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Hafraský Jólin Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól