Forboðin freisting 6. desember 2014 14:00 Anna Brynja er lítið fyrir sætindi en fær sér stundum góðan bjór í staðinn. Vísir/Valli Áhugi Önnu Brynju Baldursdóttur, blaðakonu á Nýju Lífi og leikkonu, á bjór hefur farið vaxandi undanfarin ár. Hún reynir að taka jólabjórasmakk á hverju ári. „Ég reyni að minnsta kosti að smakka þá íslensku en mér finnst öll íslensku örbrugghúsin hafa staðið sig vel undanfarin ár. Ég hef ekki verið nógu dugleg að kaupa mér erlenda bjóra en ég er spennt að smakka Hoppy Christmas frá Brew Dog en ég er mjög hrifin af bjórunum frá þeim,“ segir Anna Brynja og brosir.Bragðlaukarnir þróast Anna Brynja komst á bjórbragðið þegar hún var ráðin sem leikkona í Gestastofu Ölgerðarinnar árið 2009 en á þeim tíma var að sögn Önnu Brynju ráðið inn fólk þar sem gat lesið ólíka hópa og spunnið út frá aðstæðum. „Bjórskólinn er á þeirra vegum og á þessum tíma vissi ég lítið um bjór en ég hef unnið þar aðra hverja helgi síðan þá. Það hefur aldeilis safnast í reynslubankann hjá mér og nú veit ég töluvert meira um bjór en ég gerði þá. Bjórsmekkur minn hefur líka breyst, þegar ég byrjaði var ég meira fyrir léttari bjór en í dag er ég hrifnari af bragðmeiri bjór. Bragðlaukarnir hafa breyst, ég veit ekki hvort það sé þroskamerki en ég held að því meira sem maður smakkar því meira breytast þeir. Það hefur að minnsta kosti alltaf verið talað um að maður eigi að prófa það sem manni þykir ekki gott seinna því bragðskynið gæti hafa breyst.“Myrkvi er málið Anna Brynja er hrifin af vel humluðum bjórum í dag en bestur finnst henni Myrkvi frá Borg. „Ég er afskaplega hrifin af porterbjórum og þetta árið hefur Myrkvi verið í uppáhaldi en eftir ár verður það örugglega einhver annar. Ég hef aldrei verið sætindagrís fyrr en ég smakkaði Myrkva, ég er kaffisjúk og Myrkvi er kaffi, dökkt súkkulaði og karamella. Þegar ég fer út að borða þá fæ ég mér porter-bjór í staðinn fyrir eftirrétt, það er mín „guilty pleasure“ eða forboðna freisting,“ segir hún og hlær.Allir eiga sinn bjór Af þeim jólabjórum sem Anna Brynja er búin að smakka þetta árið segir hún Jólagull hafa komið mest á óvart. „Þetta er einhver allt önnur uppskrift en í fyrra og hitteðfyrra. Jólagull er létt og ferskt öl með belgísku ölgeri og appelsínuberki og þetta er eiginlega bara jól í glasi. Svo finnst mér jólabjórarnir frá Gæðingi og Kalda alltaf vera skotheldir. Annars finnst mér skemmtilegt að smakka árstíðabundnu bjórana, jóla- og páskabjóra, því þá er verið að hugsa út fyrir kassann og bruggmeistararnir reyna eitthvað nýtt. Mér finnst stemningin sem skapast í kringum jólabjórinn vera hátíðleg, það er meira lagt í hann og þetta er nokkurs konar veisla fyrir bragðlaukana.“ Anna Brynja vill meina að þeir sem segjast ekki drekka bjór hafi ekki fundið sína týpu. „Þetta er eins og með sálufélagana, það er einhver þarna úti sem hentar hverjum og einum, það tekur bara mislangan tíma fyrir okkur að finna hann,“ segir hún sposk á svip. Jólamatur Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Áhugi Önnu Brynju Baldursdóttur, blaðakonu á Nýju Lífi og leikkonu, á bjór hefur farið vaxandi undanfarin ár. Hún reynir að taka jólabjórasmakk á hverju ári. „Ég reyni að minnsta kosti að smakka þá íslensku en mér finnst öll íslensku örbrugghúsin hafa staðið sig vel undanfarin ár. Ég hef ekki verið nógu dugleg að kaupa mér erlenda bjóra en ég er spennt að smakka Hoppy Christmas frá Brew Dog en ég er mjög hrifin af bjórunum frá þeim,“ segir Anna Brynja og brosir.Bragðlaukarnir þróast Anna Brynja komst á bjórbragðið þegar hún var ráðin sem leikkona í Gestastofu Ölgerðarinnar árið 2009 en á þeim tíma var að sögn Önnu Brynju ráðið inn fólk þar sem gat lesið ólíka hópa og spunnið út frá aðstæðum. „Bjórskólinn er á þeirra vegum og á þessum tíma vissi ég lítið um bjór en ég hef unnið þar aðra hverja helgi síðan þá. Það hefur aldeilis safnast í reynslubankann hjá mér og nú veit ég töluvert meira um bjór en ég gerði þá. Bjórsmekkur minn hefur líka breyst, þegar ég byrjaði var ég meira fyrir léttari bjór en í dag er ég hrifnari af bragðmeiri bjór. Bragðlaukarnir hafa breyst, ég veit ekki hvort það sé þroskamerki en ég held að því meira sem maður smakkar því meira breytast þeir. Það hefur að minnsta kosti alltaf verið talað um að maður eigi að prófa það sem manni þykir ekki gott seinna því bragðskynið gæti hafa breyst.“Myrkvi er málið Anna Brynja er hrifin af vel humluðum bjórum í dag en bestur finnst henni Myrkvi frá Borg. „Ég er afskaplega hrifin af porterbjórum og þetta árið hefur Myrkvi verið í uppáhaldi en eftir ár verður það örugglega einhver annar. Ég hef aldrei verið sætindagrís fyrr en ég smakkaði Myrkva, ég er kaffisjúk og Myrkvi er kaffi, dökkt súkkulaði og karamella. Þegar ég fer út að borða þá fæ ég mér porter-bjór í staðinn fyrir eftirrétt, það er mín „guilty pleasure“ eða forboðna freisting,“ segir hún og hlær.Allir eiga sinn bjór Af þeim jólabjórum sem Anna Brynja er búin að smakka þetta árið segir hún Jólagull hafa komið mest á óvart. „Þetta er einhver allt önnur uppskrift en í fyrra og hitteðfyrra. Jólagull er létt og ferskt öl með belgísku ölgeri og appelsínuberki og þetta er eiginlega bara jól í glasi. Svo finnst mér jólabjórarnir frá Gæðingi og Kalda alltaf vera skotheldir. Annars finnst mér skemmtilegt að smakka árstíðabundnu bjórana, jóla- og páskabjóra, því þá er verið að hugsa út fyrir kassann og bruggmeistararnir reyna eitthvað nýtt. Mér finnst stemningin sem skapast í kringum jólabjórinn vera hátíðleg, það er meira lagt í hann og þetta er nokkurs konar veisla fyrir bragðlaukana.“ Anna Brynja vill meina að þeir sem segjast ekki drekka bjór hafi ekki fundið sína týpu. „Þetta er eins og með sálufélagana, það er einhver þarna úti sem hentar hverjum og einum, það tekur bara mislangan tíma fyrir okkur að finna hann,“ segir hún sposk á svip.
Jólamatur Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira