Syngur í Hörpu og fær smá jól í hjartað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2014 11:15 Glaðbeitt Samuel Ramey, Herdís Anna og Kristján hlakka til að syngja saman. Vísir/GVA „Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst nálægt kappa eins og Samuel Ramey og Kristján er alger gullmoli. Það er mikill heiður að syngja með þeim og ég hlakka mikið til. Svo stjórnar Garðar Cortes kórum og hljómsveit, þetta eru allt kempur,“ segir Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona sem komin er frá Þýskalandi til að syngja á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Hún er yngst einsöngvaranna, eina stelpan og fær örugglega að njóta sín. Mér finnst prógrammið mjög fallegt,“ segir Herdís Anna um efnisskrána. „Þar er blanda af hátíðlegu efni og léttara. Ég syng Maríukvæði, eitt eftir Schubert og annað þýskt eftir Max Reger. Svo verða íslenskir jólasálmar, söngleikjalög og aríur,“ segir hún og nefnir eina stuðaríu sem hún syngur, Glitter and Be Gay úr Candide eftir Bernstein. Herdís Anna býr í Saarbrücken í Þýskalandi, fastráðin við óperuna þar. Fékk bara frí til að skjótast heim að syngja á tónleikunum með Kristjáni og Samuel Ramey. Hún getur hins vegar ekki verið heima um jólin. „Þetta er bara eins og í leikhúsunum hér, ef maður er fastráðinn er maður bara í vinnunni bæði að æfa og sýna. Kórafólk og einsöngvarar búa við þetta líka. Ég er í sýningum á jóladag, annan í jólum og á gamlárskvöld. Þetta er svona hátíðavinna. En foreldrar mínir ætla að vera hjá mér um jólin. Þau koma með hangikjötið í töskunni og laufabrauðið er á listanum líka. Mér er engin vorkunn.“ Herdís Anna kveðst alsæl með að komast heim til Íslands á aðventunni. „Jólasnjórinn kom bara akkúrat fyrir mig. Ég sá eiginlega engan snjó í fyrravetur. Það var bara einn morgun sem var smá föl og hún var horfin eftir klukkutíma. Það vantaði því heilan vetur í mína klukku. Þannig að það er alveg yndislegt að koma heim og fá smá jól í hjartað, hlusta á jólalögin í flugvélinni og sjá allar jólaskreytingarnar.“ Þar sem Herdís Anna er Ísfirðingur er hún spurð hvort hún hafi tíma til að skreppa vestur. „Nei, svarar hún. „Mamma og pabbi eru komin suður. Þau elta mig.“ Samuel Ramey hefur verið virtur bassabarítónsöngvari í nær þrjá áratugi og tíður gestur á stærstu óperusviðum heims. Hann hefur gert yfir áttatíu upptökur sem hafa skilað honum þrennum Grammy-verðlaunum og Gran Prix du Disc-verðlaununum, ásamt fjölda viðurkenninga. Kristján Jóhannsson og Samuel Ramey sungu fyrst saman árið 1991 í uppfærslu Lyric Opera of Chicago á Mefistofele eftir Boito. Uppfærslan vakti mikla lukku og var flutt víðar á næstu árum af þeim félögum. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst nálægt kappa eins og Samuel Ramey og Kristján er alger gullmoli. Það er mikill heiður að syngja með þeim og ég hlakka mikið til. Svo stjórnar Garðar Cortes kórum og hljómsveit, þetta eru allt kempur,“ segir Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona sem komin er frá Þýskalandi til að syngja á jólatónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld. Hún er yngst einsöngvaranna, eina stelpan og fær örugglega að njóta sín. Mér finnst prógrammið mjög fallegt,“ segir Herdís Anna um efnisskrána. „Þar er blanda af hátíðlegu efni og léttara. Ég syng Maríukvæði, eitt eftir Schubert og annað þýskt eftir Max Reger. Svo verða íslenskir jólasálmar, söngleikjalög og aríur,“ segir hún og nefnir eina stuðaríu sem hún syngur, Glitter and Be Gay úr Candide eftir Bernstein. Herdís Anna býr í Saarbrücken í Þýskalandi, fastráðin við óperuna þar. Fékk bara frí til að skjótast heim að syngja á tónleikunum með Kristjáni og Samuel Ramey. Hún getur hins vegar ekki verið heima um jólin. „Þetta er bara eins og í leikhúsunum hér, ef maður er fastráðinn er maður bara í vinnunni bæði að æfa og sýna. Kórafólk og einsöngvarar búa við þetta líka. Ég er í sýningum á jóladag, annan í jólum og á gamlárskvöld. Þetta er svona hátíðavinna. En foreldrar mínir ætla að vera hjá mér um jólin. Þau koma með hangikjötið í töskunni og laufabrauðið er á listanum líka. Mér er engin vorkunn.“ Herdís Anna kveðst alsæl með að komast heim til Íslands á aðventunni. „Jólasnjórinn kom bara akkúrat fyrir mig. Ég sá eiginlega engan snjó í fyrravetur. Það var bara einn morgun sem var smá föl og hún var horfin eftir klukkutíma. Það vantaði því heilan vetur í mína klukku. Þannig að það er alveg yndislegt að koma heim og fá smá jól í hjartað, hlusta á jólalögin í flugvélinni og sjá allar jólaskreytingarnar.“ Þar sem Herdís Anna er Ísfirðingur er hún spurð hvort hún hafi tíma til að skreppa vestur. „Nei, svarar hún. „Mamma og pabbi eru komin suður. Þau elta mig.“ Samuel Ramey hefur verið virtur bassabarítónsöngvari í nær þrjá áratugi og tíður gestur á stærstu óperusviðum heims. Hann hefur gert yfir áttatíu upptökur sem hafa skilað honum þrennum Grammy-verðlaunum og Gran Prix du Disc-verðlaununum, ásamt fjölda viðurkenninga. Kristján Jóhannsson og Samuel Ramey sungu fyrst saman árið 1991 í uppfærslu Lyric Opera of Chicago á Mefistofele eftir Boito. Uppfærslan vakti mikla lukku og var flutt víðar á næstu árum af þeim félögum.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira