Gefa út viðar-smáskífu sem verndargrip Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. desember 2014 10:30 Kira Kira þakkar Skógræktarfélagi Reykjavíkur sérstaklega fyrir. Fréttablaðið/GVA „Þetta er viðarskífa sem þú getur haft um hálsinn eða hengt upp í gluggann eða utan um baksýnisspegilinn í bílnum, eins konar verndargripur. Síðan er tónlistin á kóða sem er prentaður í lokið á kassanum utan um verndargripinn,“ segir tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem Kira Kira. Hún hefur nú gefið út óvenjulega smáskífu með bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo sem hægt er að nálgast í Mengi og í gegnum Kirakira.bandcamp.com.Skífan Hægt er að hafa skífuna um hálsinn.„Okkur langaði að gefa eitthvað út sem heiðraði alla þá góðu strauma sem við settum í verkin okkar tvö, Call it Mystery eftir mig og Perspective eftir Eskmo. Mér finnst smáskífan mjög heiðarlegt og flott útgáfuformat, það setur gott „spott“ ljós á tónlistina og býður líka upp á útgáfuryþma sem er mjög heilbrigður. Það er eitthvað fallegt við að hella öllu sem í manni býr í eitt lag og deila því svo tafarlaust með fólki,“ segir Kristín en skífurnar eru skornar úr lerkitré úr Heiðmörk. Hún muldi svo þrjár mismunandi týpur af kristöllum í útskurðinn en hún þakkar Skógræktarfélagi Reykjavíkur sérstaklega fyrir aðstoðina. Eskmo og Kira Kira spiluðu saman á Airwaves í ár og tóku upp plötu í hljóðveri Alex Somers og Jónsa í Sigur Rós. „Við lokuðum okkur af í 15 tíma í hljóðveri þeirra í Þingholtunum en svo erum við líka með eitthvað af efni sem við tókum upp í Los Angeles í fyrrasumar og í síberískum sumarbústað í Hvalfirði,“ segir Kristín. Tónlist Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er viðarskífa sem þú getur haft um hálsinn eða hengt upp í gluggann eða utan um baksýnisspegilinn í bílnum, eins konar verndargripur. Síðan er tónlistin á kóða sem er prentaður í lokið á kassanum utan um verndargripinn,“ segir tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem Kira Kira. Hún hefur nú gefið út óvenjulega smáskífu með bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo sem hægt er að nálgast í Mengi og í gegnum Kirakira.bandcamp.com.Skífan Hægt er að hafa skífuna um hálsinn.„Okkur langaði að gefa eitthvað út sem heiðraði alla þá góðu strauma sem við settum í verkin okkar tvö, Call it Mystery eftir mig og Perspective eftir Eskmo. Mér finnst smáskífan mjög heiðarlegt og flott útgáfuformat, það setur gott „spott“ ljós á tónlistina og býður líka upp á útgáfuryþma sem er mjög heilbrigður. Það er eitthvað fallegt við að hella öllu sem í manni býr í eitt lag og deila því svo tafarlaust með fólki,“ segir Kristín en skífurnar eru skornar úr lerkitré úr Heiðmörk. Hún muldi svo þrjár mismunandi týpur af kristöllum í útskurðinn en hún þakkar Skógræktarfélagi Reykjavíkur sérstaklega fyrir aðstoðina. Eskmo og Kira Kira spiluðu saman á Airwaves í ár og tóku upp plötu í hljóðveri Alex Somers og Jónsa í Sigur Rós. „Við lokuðum okkur af í 15 tíma í hljóðveri þeirra í Þingholtunum en svo erum við líka með eitthvað af efni sem við tókum upp í Los Angeles í fyrrasumar og í síberískum sumarbústað í Hvalfirði,“ segir Kristín.
Tónlist Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira