Plötusnúður á uppleið spilar á Sónar-hátíðinni Þórður Ingi Jónsson skrifar 4. desember 2014 08:30 Hemsworth framleiðir takta fyrir hina nýju bylgju rappara. nordicphotos/getty Kanadíski plötusnúðurinn og taktsmiðurinn Ryan Hemsworth mun koma fram á tónleikahátíðinni Sónar Festival í Hörpu 14. febrúar. Hemsworth er rísandi stjarna í heimi raftónlistarinnar en hann hefur framleitt lög fyrir fjölda rappara svo sem Deniro Farrar, Sole og The Underachievers ásamt því að endurhljóðblanda lög frá ýmsum frægum tónlistarmönnum. Þá framleiðir hann sína eigin takta og er talinn vera í fremstu röð framsækinnar klúbba- og raftónlistar í heiminum. Hemsworth framleiðir oft takta fyrir rappara sem eru hluti af hinni nýju bylgju óhefðbundinna og öðruvísi rappara. Ekki er reyndar búið að tilkynna um komu Hemsworth af hálfu Sónar Festival en fram kemur á plakatinu fyrir komandi Evróputúr Hemsworth að hann muni stoppa í Reykjavík og spila á hátíðinni 14. febrúar. Aðstandendur Sónar staðfesta þetta í samtali við Fréttablaðið en Hemsworth verður tilkynntur formlega í dag. Þá verður einnig tilkynnt nafn í tónlistarheiminum sem er að sögn aðstandenda Sónar gríðarstórt. Mun það eflaust verða raftónlistaráhugamönnum á landinu til mikillar gleði. Sónar Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Kanadíski plötusnúðurinn og taktsmiðurinn Ryan Hemsworth mun koma fram á tónleikahátíðinni Sónar Festival í Hörpu 14. febrúar. Hemsworth er rísandi stjarna í heimi raftónlistarinnar en hann hefur framleitt lög fyrir fjölda rappara svo sem Deniro Farrar, Sole og The Underachievers ásamt því að endurhljóðblanda lög frá ýmsum frægum tónlistarmönnum. Þá framleiðir hann sína eigin takta og er talinn vera í fremstu röð framsækinnar klúbba- og raftónlistar í heiminum. Hemsworth framleiðir oft takta fyrir rappara sem eru hluti af hinni nýju bylgju óhefðbundinna og öðruvísi rappara. Ekki er reyndar búið að tilkynna um komu Hemsworth af hálfu Sónar Festival en fram kemur á plakatinu fyrir komandi Evróputúr Hemsworth að hann muni stoppa í Reykjavík og spila á hátíðinni 14. febrúar. Aðstandendur Sónar staðfesta þetta í samtali við Fréttablaðið en Hemsworth verður tilkynntur formlega í dag. Þá verður einnig tilkynnt nafn í tónlistarheiminum sem er að sögn aðstandenda Sónar gríðarstórt. Mun það eflaust verða raftónlistaráhugamönnum á landinu til mikillar gleði.
Sónar Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira