Sjálfsmorðssveitin er stjörnum prýdd 4. desember 2014 16:30 Jared Leto er á meðal leikara í Suicide Squad. Vísir/Getty Jared Leto, Will Smith, Tom Hardy, Margot Robbie, Jai Courtney og fyrirsætan Cara Delevingne leika í nýrri mynd Warner Bros., Suicide Squad. Hún er byggð á myndasögu DC og fjallar um hóp ofurhetjuillmenna sem stjórnvöld veita tækifæri til að bæta ráð sitt. Vandamálið er að tækifærið mun líklega verða til þess að þau munu öll deyja. Orðrómur um leikarana í myndinni hefur lengi verið í gangi en frumsýning er fyrirhuguð 5. ágúst 2016. Leikstjóri verður David Ayer sem hefur leikstýrt Fury og End of Watch. „Við hlökkum til að sjá þetta frábæra leikaralið undir leiðsögn Davids Ayer, sýna hvað það þýðir að vera illmenni og hvað það þýðir að vera hetja,“ sagði Greg Silverman, forseti Warner Bros. Að sögn innanbúðarmanna er Jesse Eisenberg í viðræðum um að leika Lex Luthor í myndinni, að því er Variety greindi frá. Hann mun leika sama hlutverk í Batman versus Superman: Dawn of Justice. Suicide Squad verður fyrsta mynd Jareds Leto síðan hann vann Óskarinn fyrir hlutverk sitt í Dallas Buyers Club. Smith og Robbie (úr The Wolf of Wall Street) sjást næst í myndinni Focus, en Hardy er aftur á móti þessa dagana að leika í The Revenant á móti Leonardo DiCaprio. Hún er væntanleg í bíó eftir ár. Enska fyrirsætan Delevingne sést næst á hvíta tjaldinu í myndinni Pan sem fjallar um ævintýri Péturs Pan. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Jared Leto, Will Smith, Tom Hardy, Margot Robbie, Jai Courtney og fyrirsætan Cara Delevingne leika í nýrri mynd Warner Bros., Suicide Squad. Hún er byggð á myndasögu DC og fjallar um hóp ofurhetjuillmenna sem stjórnvöld veita tækifæri til að bæta ráð sitt. Vandamálið er að tækifærið mun líklega verða til þess að þau munu öll deyja. Orðrómur um leikarana í myndinni hefur lengi verið í gangi en frumsýning er fyrirhuguð 5. ágúst 2016. Leikstjóri verður David Ayer sem hefur leikstýrt Fury og End of Watch. „Við hlökkum til að sjá þetta frábæra leikaralið undir leiðsögn Davids Ayer, sýna hvað það þýðir að vera illmenni og hvað það þýðir að vera hetja,“ sagði Greg Silverman, forseti Warner Bros. Að sögn innanbúðarmanna er Jesse Eisenberg í viðræðum um að leika Lex Luthor í myndinni, að því er Variety greindi frá. Hann mun leika sama hlutverk í Batman versus Superman: Dawn of Justice. Suicide Squad verður fyrsta mynd Jareds Leto síðan hann vann Óskarinn fyrir hlutverk sitt í Dallas Buyers Club. Smith og Robbie (úr The Wolf of Wall Street) sjást næst í myndinni Focus, en Hardy er aftur á móti þessa dagana að leika í The Revenant á móti Leonardo DiCaprio. Hún er væntanleg í bíó eftir ár. Enska fyrirsætan Delevingne sést næst á hvíta tjaldinu í myndinni Pan sem fjallar um ævintýri Péturs Pan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira