Vildu bregðast við samfélagsumræðunni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. desember 2014 14:00 MP5 „Við vildum athuga hvort við gætum ekki fundið vinnuaðferð til þess að tala um eitthvað sem brennur á okkur og samfélaginu akkúrat núna,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Vísir/GVA „Við erum hérna í geimstöð í framtíðinni þegar fremstu þjóðir heims eru búnar að safna saman rjómanum af vísindasamfélaginu og senda út í geim til að vinna að lausnum á helstu vandamálum jarðarinnar,“ segir Tryggvi Gunnarsson, annar höfunda og leikara leiksýningarinnar MP5 sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói á morgun, beðinn að segja í stuttu máli frá verkinu. „Við látum það hins vegar liggja á milli hluta í hvaða ástandi jörðin er enda er það ekki það sem verkið fjallar um.“ Hvað fjallar það þá um? „Verkið fjallar um hvaða áhrif það hefur að vopnvæðast í litlu, afmörkuðu og friðsömu samfélagi,“ segir Tryggvi. „Og eins og nafnið gefur til kynna þá erum við beinlínis að fjalla um byssumálið svokallaða sem allir ættu að kannast við úr fréttum.“ Þannig að þið hafið bara verið að vinna þetta síðustu vikurnar? „Við hérna í Sóma þjóðar, sem að þessu sinni eru aðallega ég og Hilmir Jensson, vildum skoða hversu hratt leikhúsið gæti brugðist við því sem er í samfélagsumræðunni. Leikhúsið er yfirleitt svolítið svifaseint að bregðast við svona málum. Það þarf að sækja um styrki og svo er valið úr umsóknum og það tekur oft alveg heilt ár. Svo tekur annað ár að setja upp sýninguna og þá ertu orðinn tveimur árum of seinn eins og endurspeglaðist best í því þegar leikhúsin fóru að fást við hrunið, það tók alveg tvö, þrjú ár. Mindgroup setti reyndar upp eina sýningu í Borgarleikhúsinu beint ofan í hrun en annars var leikhúsið svolítið seint. Við vildum athuga hvort við gætum ekki fundið vinnuaðferð til þess að tala um eitthvað sem brennur á okkur og samfélaginu akkúrat núna. Þannig að við fórum bara út á gólf, engin ritskoðun, og gerðum það sem okkur finnst ofboðslega skemmtilegt og er akkúrat það sem við vildum sjá í leikhúsi þannig að við ákváðum að skrifa, æfa og gera allt samtímis og segja já við öllum hugmyndum. Þannig enduðum við úti í geimi í framtíðinni og ákváðum að vera ekkert að setja neitt í undirtexta heldur bara fjalla beint um málefnið.“ Tryggvi segir þá Hilmi leggja miklu áherslu á það að nota húmor til að koma skilaboðunum áleiðis. „Enda er allt þetta byssumál náttúrulega bara eins og einhver South Park-þáttur,“ segir hann. „Við höfðum smá áhyggjur af því að við værum orðnir of seinir þegar sagt var frá því að ákveðið hefði verið að skila byssunum, en svo lásum við betur og sáum að þau skil áttu að fara fram „við tækifæri“ og svo segir lögreglan að hún þurfi þessar byssur út af ISIS. Þá varð okkur ljóst að þetta mál væri engan veginn búið og sýningin ennþá relevant.“ Frumsýningin fer fram í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan 20 og einungis verða tvær sýningar í viðbót, þann 12. og 15. desember. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Við erum hérna í geimstöð í framtíðinni þegar fremstu þjóðir heims eru búnar að safna saman rjómanum af vísindasamfélaginu og senda út í geim til að vinna að lausnum á helstu vandamálum jarðarinnar,“ segir Tryggvi Gunnarsson, annar höfunda og leikara leiksýningarinnar MP5 sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói á morgun, beðinn að segja í stuttu máli frá verkinu. „Við látum það hins vegar liggja á milli hluta í hvaða ástandi jörðin er enda er það ekki það sem verkið fjallar um.“ Hvað fjallar það þá um? „Verkið fjallar um hvaða áhrif það hefur að vopnvæðast í litlu, afmörkuðu og friðsömu samfélagi,“ segir Tryggvi. „Og eins og nafnið gefur til kynna þá erum við beinlínis að fjalla um byssumálið svokallaða sem allir ættu að kannast við úr fréttum.“ Þannig að þið hafið bara verið að vinna þetta síðustu vikurnar? „Við hérna í Sóma þjóðar, sem að þessu sinni eru aðallega ég og Hilmir Jensson, vildum skoða hversu hratt leikhúsið gæti brugðist við því sem er í samfélagsumræðunni. Leikhúsið er yfirleitt svolítið svifaseint að bregðast við svona málum. Það þarf að sækja um styrki og svo er valið úr umsóknum og það tekur oft alveg heilt ár. Svo tekur annað ár að setja upp sýninguna og þá ertu orðinn tveimur árum of seinn eins og endurspeglaðist best í því þegar leikhúsin fóru að fást við hrunið, það tók alveg tvö, þrjú ár. Mindgroup setti reyndar upp eina sýningu í Borgarleikhúsinu beint ofan í hrun en annars var leikhúsið svolítið seint. Við vildum athuga hvort við gætum ekki fundið vinnuaðferð til þess að tala um eitthvað sem brennur á okkur og samfélaginu akkúrat núna. Þannig að við fórum bara út á gólf, engin ritskoðun, og gerðum það sem okkur finnst ofboðslega skemmtilegt og er akkúrat það sem við vildum sjá í leikhúsi þannig að við ákváðum að skrifa, æfa og gera allt samtímis og segja já við öllum hugmyndum. Þannig enduðum við úti í geimi í framtíðinni og ákváðum að vera ekkert að setja neitt í undirtexta heldur bara fjalla beint um málefnið.“ Tryggvi segir þá Hilmi leggja miklu áherslu á það að nota húmor til að koma skilaboðunum áleiðis. „Enda er allt þetta byssumál náttúrulega bara eins og einhver South Park-þáttur,“ segir hann. „Við höfðum smá áhyggjur af því að við værum orðnir of seinir þegar sagt var frá því að ákveðið hefði verið að skila byssunum, en svo lásum við betur og sáum að þau skil áttu að fara fram „við tækifæri“ og svo segir lögreglan að hún þurfi þessar byssur út af ISIS. Þá varð okkur ljóst að þetta mál væri engan veginn búið og sýningin ennþá relevant.“ Frumsýningin fer fram í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan 20 og einungis verða tvær sýningar í viðbót, þann 12. og 15. desember.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira