Loftslagsfé varið í kolakynt verkefni Guðsteinn Bjarnason og AP skrifa 2. desember 2014 07:00 Fiskimenn kvarta. Mikilvægir stofnar rækju, kræklings og fisks hafa minnkað eftir tilkomu verksmiðjunnar í Cirebon, sem sést í bakgrunni myndarinnar. Fréttablaðið/AP Baráttan gegn loftslagsbreytingum tekur á sig margvíslegar myndir. Ein af þeim undarlegri virðist vera meðferð japanskra stjórnvalda á fé, sem þau höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að nota til að vinna gegn hlýnun jarðar. Féð notuðu stjórnvöld til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Og skráðu það hjá Sameinuðu þjóðunum sem fjármögnun vegna loftslagsmála. Japanar segja þessar þrjár verksmiðjur reyndar ekki brenna jafn miklu af kolum og aðrar kolakyntar verksmiðjur. Tæknin sé orðin það fullkomin. Þær losa engu að síður helmingi meira af koltvísýringi en sambærilegar verksmiðjur, sem knúnar eru með gasi. Þá hafa íbúar í nágrenni einnar af þessum verksmiðjum, sem er í Cirebon í Indónesíu, kvartað undan því að mikilvægir stofnar af rækjum, fiski og kræklingi hafi minnkað. Japanar segjast sjálfir ekki sjá neitt athugavert við þetta háttalag, enda séu engar reglur til sem banni þeim að skrá verkefni af þessu tagi sem loftslagsverkefni hjá Sameinuðu þjóðunum. „Sum lönd hafa ekki efni á að nota annað en kol,“ sagði Takako Ito, talskona japanska utanríkisráðuneytisins. „Við viljum útvega þessum löndum bestu leiðirnar til þess að draga úr útblæstri koltvísýrings.“ Christiana Figueres, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Japana hins vegar ekki með nokkru móti geta réttlætt þetta framferði sitt. „Kol ein og sér eiga ekki heima í orkubúskap framtíðarinnar,“ segir hún. „Með tímanum ættum við að fara að sjá mjög skýra tilhneigingu til þess að fjárfesta í hreinni, endurnýjanlegri orku.“ Árið 2009 hétu velmegunarlöndin því að vera árið 2020 farin að útvega 100 milljarða dala árlega til þess að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum í fátækari löndum heims. Þessi fjárhæð samsvarar rúmlega 1.200 milljörðum króna. Jafnframt samþykktu þau að verja 30 milljörðum dala árlega næstu þrjú árin. Japanar samþykktu að útvega um helming fjárins. Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum tekur á sig margvíslegar myndir. Ein af þeim undarlegri virðist vera meðferð japanskra stjórnvalda á fé, sem þau höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að nota til að vinna gegn hlýnun jarðar. Féð notuðu stjórnvöld til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Og skráðu það hjá Sameinuðu þjóðunum sem fjármögnun vegna loftslagsmála. Japanar segja þessar þrjár verksmiðjur reyndar ekki brenna jafn miklu af kolum og aðrar kolakyntar verksmiðjur. Tæknin sé orðin það fullkomin. Þær losa engu að síður helmingi meira af koltvísýringi en sambærilegar verksmiðjur, sem knúnar eru með gasi. Þá hafa íbúar í nágrenni einnar af þessum verksmiðjum, sem er í Cirebon í Indónesíu, kvartað undan því að mikilvægir stofnar af rækjum, fiski og kræklingi hafi minnkað. Japanar segjast sjálfir ekki sjá neitt athugavert við þetta háttalag, enda séu engar reglur til sem banni þeim að skrá verkefni af þessu tagi sem loftslagsverkefni hjá Sameinuðu þjóðunum. „Sum lönd hafa ekki efni á að nota annað en kol,“ sagði Takako Ito, talskona japanska utanríkisráðuneytisins. „Við viljum útvega þessum löndum bestu leiðirnar til þess að draga úr útblæstri koltvísýrings.“ Christiana Figueres, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Japana hins vegar ekki með nokkru móti geta réttlætt þetta framferði sitt. „Kol ein og sér eiga ekki heima í orkubúskap framtíðarinnar,“ segir hún. „Með tímanum ættum við að fara að sjá mjög skýra tilhneigingu til þess að fjárfesta í hreinni, endurnýjanlegri orku.“ Árið 2009 hétu velmegunarlöndin því að vera árið 2020 farin að útvega 100 milljarða dala árlega til þess að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum í fátækari löndum heims. Þessi fjárhæð samsvarar rúmlega 1.200 milljörðum króna. Jafnframt samþykktu þau að verja 30 milljörðum dala árlega næstu þrjú árin. Japanar samþykktu að útvega um helming fjárins.
Loftslagsmál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira