Kæfandi kærleikur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. desember 2014 00:00 Einn mjög virkur í athugasemdum vakti athygli mína í síðustu viku þegar hann lýsti vanþóknun sinni á öðrum með því að kalla hann „ógeðslegan negra“ í athugasemdakerfi eins vefmiðilsins. Þessi örlagafáviti tjáir sig um fréttir og greinar víðsvegar um netið og virðist ófær um að bjóða upp á nokkuð annað en mannhatur og viðbjóð hvert sem hann fer.Þegar ég sé svona rugguhesta á netrúntinum mínum get ég aldrei stillt mig um að smella á prófílinn þeirra og skoða myndirnar. Finn sæluhrollinn hríslast um mig þegar ég sé hvað þeir eiga ófríðar eiginkonur og ógeðsleg hús. En ef nákvæmlega sami maður hefði skrifað eitthvað nógu fallegt til þess að vekja athygli mína myndi ég eflaust skoða sömu myndir og dást að því hvað allt þetta fólk væri nú krúttlegt. Kannski eru börn þessa manns búin að reyna árangurslaust og ítrekað að fá hann til þess að hætta að láta eins og fífl. Fela power-snúruna að tölvunni hans og svona. En gamli deyr ekki ráðalaus og nú klórar konan hans sér í höfðinu yfir því hvað varð eiginlega um snúruna af hraðsuðukatlinum. Gamli skítadreifarinn búinn að hella aðeins í sig og kominn aftur á netið. Getum við mögulega hjálpað til? Má ekki gera ráð fyrir því að í flestum tilvikum sé um að ræða einmana menn sem líður illa? Kannski búnir að missa vini og vinnu vegna hegðunar sinnar, sem er ekki ólíklegt að svipi til þeirrar sem þeir sýna á internetinu. Hvað með að kæfa þá með kærleik? Senda þeim vinabeiðnir, sem ég er handviss um að þeir samþykkja, og verða bestu vinir þeirra í öllum heiminum – á Facebook? Við þurfum ekki einu sinni að heimsækja þá. Skrifa bara reglulega kveðjur á vegginn þeirra, tagga þá í skemmtilegum keðjustatusum og heyra í þeim af og til á spjallinu. „Sæll vinur, hvað er títt?“ Ég er handviss um að þeir myndu mýkjast á nóinu. Í kjölfarið yrði netið að betri stað. Ég þori að vísu ekki að gera þetta sjálfur en ég var að vona að þið hin væruð til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Einn mjög virkur í athugasemdum vakti athygli mína í síðustu viku þegar hann lýsti vanþóknun sinni á öðrum með því að kalla hann „ógeðslegan negra“ í athugasemdakerfi eins vefmiðilsins. Þessi örlagafáviti tjáir sig um fréttir og greinar víðsvegar um netið og virðist ófær um að bjóða upp á nokkuð annað en mannhatur og viðbjóð hvert sem hann fer.Þegar ég sé svona rugguhesta á netrúntinum mínum get ég aldrei stillt mig um að smella á prófílinn þeirra og skoða myndirnar. Finn sæluhrollinn hríslast um mig þegar ég sé hvað þeir eiga ófríðar eiginkonur og ógeðsleg hús. En ef nákvæmlega sami maður hefði skrifað eitthvað nógu fallegt til þess að vekja athygli mína myndi ég eflaust skoða sömu myndir og dást að því hvað allt þetta fólk væri nú krúttlegt. Kannski eru börn þessa manns búin að reyna árangurslaust og ítrekað að fá hann til þess að hætta að láta eins og fífl. Fela power-snúruna að tölvunni hans og svona. En gamli deyr ekki ráðalaus og nú klórar konan hans sér í höfðinu yfir því hvað varð eiginlega um snúruna af hraðsuðukatlinum. Gamli skítadreifarinn búinn að hella aðeins í sig og kominn aftur á netið. Getum við mögulega hjálpað til? Má ekki gera ráð fyrir því að í flestum tilvikum sé um að ræða einmana menn sem líður illa? Kannski búnir að missa vini og vinnu vegna hegðunar sinnar, sem er ekki ólíklegt að svipi til þeirrar sem þeir sýna á internetinu. Hvað með að kæfa þá með kærleik? Senda þeim vinabeiðnir, sem ég er handviss um að þeir samþykkja, og verða bestu vinir þeirra í öllum heiminum – á Facebook? Við þurfum ekki einu sinni að heimsækja þá. Skrifa bara reglulega kveðjur á vegginn þeirra, tagga þá í skemmtilegum keðjustatusum og heyra í þeim af og til á spjallinu. „Sæll vinur, hvað er títt?“ Ég er handviss um að þeir myndu mýkjast á nóinu. Í kjölfarið yrði netið að betri stað. Ég þori að vísu ekki að gera þetta sjálfur en ég var að vona að þið hin væruð til.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun