Kraftajötunn nýtt andlit herrailms Freyr Bjarnason skrifar 29. nóvember 2014 08:00 Jötuninn er nýtt andlit ilmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Vísir/Valli „Ég held að ég sé ágætis andlit fyrir þennan ilm, sérstaklega af því að Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu og svo er ég kallaður The Mountain [Fjallið]. Það er skemmtileg tenging þar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson. Kraftajötuninn er nýtt andlit herrailmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Hingað til hefur Hafþór Júlíus verið þekktastur fyrir að murka lífið úr andstæðingum sínum í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en hefur nú vent kvæði sínu í kross. Spurður hvort ímynd hans sem kraftajötunn bíði ekki hnekki með því að vera andlit nýs ilmvatns segir hann: „Þó að maður sé að leika einhverja skepnu eða skrímsli þá er alltaf gott að koma því á framfæri að maður sé ekki þannig í raunveruleikanum. Ég vil að fólk viti að ég er ágætis náungi. Mér finnst þetta líka mjög góður ilmur, ég held að þetta sé jólagjöfin í ár.“ Herrailmurinn var fyrst settur á markað árið 2011 og þá var leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson andlit hans. „Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og hann umlykur mjög kraftmikil og karlmannleg orka. Þetta er ofboðslega orkumikill jökull,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðju Collection. „Það má því segja að það hafi hentað einkar vel að fá sterkasta mann í Evrópu til að vera andlit ilmsins hérlendis sem erlendis og ekki skemmir fyrir að hann er þekktur sem The Mountain og nú er hann orðin konungur jökulsins,“ segir hún um valið á Hafþóri. Myndataka fyrir herferðina fór fram í vikunni og gekk vonum framar. „Hann er mikill fagmaður að vinna með og algjörlega fullkomin í hlutverkið, sannur víkingur.“ Sigrún Lilja GuðjónsdóttirHefði verið geðveikt að leika í Bond Hafþór Júlíus kom til greina sem vondi karlinn í næstu James Bond-mynd, eins og greint hefur verið frá. „Það sem helst klikkaði hjá mér er að ég er nýr í þessum bransa,“ segir hann. „Ég á kannski eftir að verða eftirsóttur því það eru fáir í heiminum í þessum stærðarflokki. Stórar Hollywood-myndir eru farnar að hafa samband við mig og sýna mér áhuga. Það heldur kannski aftur af þeim að maður er ungur og hefur ekki mikla reynslu, þannig að árin vinna með mér,“ bætir hann við en tekur fram að hann hafi þegar þurft að hafna hlutverki í Hollywood-mynd vegna þess að hún passaði ekki inn í dagskrána hans. Kraftakarlinn fór út í prufur fyrir Bond og var í miklu sambandi við framleiðendurna. Hann segist ekki vera svekktur yfir því að hafa ekki hreppt hlutverkið. „Ég lít ekki á þetta þannig. Bara að þeir sýndu mér áhuga er geðveikt. Auðvitað hefði verið geðveikt að ná Bondinum, það hefði verið toppurinn á ferlinum.“ Aðspurður segist hann vilja mennta sig betur í leiklistinni, því hann vill geta gert hlutina „110 prósent“ ef hann landar hlutverki í stórri mynd. Game of Thrones Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
„Ég held að ég sé ágætis andlit fyrir þennan ilm, sérstaklega af því að Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu og svo er ég kallaður The Mountain [Fjallið]. Það er skemmtileg tenging þar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson. Kraftajötuninn er nýtt andlit herrailmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Hingað til hefur Hafþór Júlíus verið þekktastur fyrir að murka lífið úr andstæðingum sínum í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en hefur nú vent kvæði sínu í kross. Spurður hvort ímynd hans sem kraftajötunn bíði ekki hnekki með því að vera andlit nýs ilmvatns segir hann: „Þó að maður sé að leika einhverja skepnu eða skrímsli þá er alltaf gott að koma því á framfæri að maður sé ekki þannig í raunveruleikanum. Ég vil að fólk viti að ég er ágætis náungi. Mér finnst þetta líka mjög góður ilmur, ég held að þetta sé jólagjöfin í ár.“ Herrailmurinn var fyrst settur á markað árið 2011 og þá var leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson andlit hans. „Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og hann umlykur mjög kraftmikil og karlmannleg orka. Þetta er ofboðslega orkumikill jökull,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðju Collection. „Það má því segja að það hafi hentað einkar vel að fá sterkasta mann í Evrópu til að vera andlit ilmsins hérlendis sem erlendis og ekki skemmir fyrir að hann er þekktur sem The Mountain og nú er hann orðin konungur jökulsins,“ segir hún um valið á Hafþóri. Myndataka fyrir herferðina fór fram í vikunni og gekk vonum framar. „Hann er mikill fagmaður að vinna með og algjörlega fullkomin í hlutverkið, sannur víkingur.“ Sigrún Lilja GuðjónsdóttirHefði verið geðveikt að leika í Bond Hafþór Júlíus kom til greina sem vondi karlinn í næstu James Bond-mynd, eins og greint hefur verið frá. „Það sem helst klikkaði hjá mér er að ég er nýr í þessum bransa,“ segir hann. „Ég á kannski eftir að verða eftirsóttur því það eru fáir í heiminum í þessum stærðarflokki. Stórar Hollywood-myndir eru farnar að hafa samband við mig og sýna mér áhuga. Það heldur kannski aftur af þeim að maður er ungur og hefur ekki mikla reynslu, þannig að árin vinna með mér,“ bætir hann við en tekur fram að hann hafi þegar þurft að hafna hlutverki í Hollywood-mynd vegna þess að hún passaði ekki inn í dagskrána hans. Kraftakarlinn fór út í prufur fyrir Bond og var í miklu sambandi við framleiðendurna. Hann segist ekki vera svekktur yfir því að hafa ekki hreppt hlutverkið. „Ég lít ekki á þetta þannig. Bara að þeir sýndu mér áhuga er geðveikt. Auðvitað hefði verið geðveikt að ná Bondinum, það hefði verið toppurinn á ferlinum.“ Aðspurður segist hann vilja mennta sig betur í leiklistinni, því hann vill geta gert hlutina „110 prósent“ ef hann landar hlutverki í stórri mynd.
Game of Thrones Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira