Kraftajötunn nýtt andlit herrailms Freyr Bjarnason skrifar 29. nóvember 2014 08:00 Jötuninn er nýtt andlit ilmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Vísir/Valli „Ég held að ég sé ágætis andlit fyrir þennan ilm, sérstaklega af því að Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu og svo er ég kallaður The Mountain [Fjallið]. Það er skemmtileg tenging þar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson. Kraftajötuninn er nýtt andlit herrailmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Hingað til hefur Hafþór Júlíus verið þekktastur fyrir að murka lífið úr andstæðingum sínum í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en hefur nú vent kvæði sínu í kross. Spurður hvort ímynd hans sem kraftajötunn bíði ekki hnekki með því að vera andlit nýs ilmvatns segir hann: „Þó að maður sé að leika einhverja skepnu eða skrímsli þá er alltaf gott að koma því á framfæri að maður sé ekki þannig í raunveruleikanum. Ég vil að fólk viti að ég er ágætis náungi. Mér finnst þetta líka mjög góður ilmur, ég held að þetta sé jólagjöfin í ár.“ Herrailmurinn var fyrst settur á markað árið 2011 og þá var leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson andlit hans. „Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og hann umlykur mjög kraftmikil og karlmannleg orka. Þetta er ofboðslega orkumikill jökull,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðju Collection. „Það má því segja að það hafi hentað einkar vel að fá sterkasta mann í Evrópu til að vera andlit ilmsins hérlendis sem erlendis og ekki skemmir fyrir að hann er þekktur sem The Mountain og nú er hann orðin konungur jökulsins,“ segir hún um valið á Hafþóri. Myndataka fyrir herferðina fór fram í vikunni og gekk vonum framar. „Hann er mikill fagmaður að vinna með og algjörlega fullkomin í hlutverkið, sannur víkingur.“ Sigrún Lilja GuðjónsdóttirHefði verið geðveikt að leika í Bond Hafþór Júlíus kom til greina sem vondi karlinn í næstu James Bond-mynd, eins og greint hefur verið frá. „Það sem helst klikkaði hjá mér er að ég er nýr í þessum bransa,“ segir hann. „Ég á kannski eftir að verða eftirsóttur því það eru fáir í heiminum í þessum stærðarflokki. Stórar Hollywood-myndir eru farnar að hafa samband við mig og sýna mér áhuga. Það heldur kannski aftur af þeim að maður er ungur og hefur ekki mikla reynslu, þannig að árin vinna með mér,“ bætir hann við en tekur fram að hann hafi þegar þurft að hafna hlutverki í Hollywood-mynd vegna þess að hún passaði ekki inn í dagskrána hans. Kraftakarlinn fór út í prufur fyrir Bond og var í miklu sambandi við framleiðendurna. Hann segist ekki vera svekktur yfir því að hafa ekki hreppt hlutverkið. „Ég lít ekki á þetta þannig. Bara að þeir sýndu mér áhuga er geðveikt. Auðvitað hefði verið geðveikt að ná Bondinum, það hefði verið toppurinn á ferlinum.“ Aðspurður segist hann vilja mennta sig betur í leiklistinni, því hann vill geta gert hlutina „110 prósent“ ef hann landar hlutverki í stórri mynd. Game of Thrones Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
„Ég held að ég sé ágætis andlit fyrir þennan ilm, sérstaklega af því að Vatnajökull er stærsti jökull í Evrópu og svo er ég kallaður The Mountain [Fjallið]. Það er skemmtileg tenging þar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson. Kraftajötuninn er nýtt andlit herrailmvatnsins Vatnajökuls úr smiðju Gyðju Collection. Hingað til hefur Hafþór Júlíus verið þekktastur fyrir að murka lífið úr andstæðingum sínum í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en hefur nú vent kvæði sínu í kross. Spurður hvort ímynd hans sem kraftajötunn bíði ekki hnekki með því að vera andlit nýs ilmvatns segir hann: „Þó að maður sé að leika einhverja skepnu eða skrímsli þá er alltaf gott að koma því á framfæri að maður sé ekki þannig í raunveruleikanum. Ég vil að fólk viti að ég er ágætis náungi. Mér finnst þetta líka mjög góður ilmur, ég held að þetta sé jólagjöfin í ár.“ Herrailmurinn var fyrst settur á markað árið 2011 og þá var leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson andlit hans. „Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og hann umlykur mjög kraftmikil og karlmannleg orka. Þetta er ofboðslega orkumikill jökull,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðju Collection. „Það má því segja að það hafi hentað einkar vel að fá sterkasta mann í Evrópu til að vera andlit ilmsins hérlendis sem erlendis og ekki skemmir fyrir að hann er þekktur sem The Mountain og nú er hann orðin konungur jökulsins,“ segir hún um valið á Hafþóri. Myndataka fyrir herferðina fór fram í vikunni og gekk vonum framar. „Hann er mikill fagmaður að vinna með og algjörlega fullkomin í hlutverkið, sannur víkingur.“ Sigrún Lilja GuðjónsdóttirHefði verið geðveikt að leika í Bond Hafþór Júlíus kom til greina sem vondi karlinn í næstu James Bond-mynd, eins og greint hefur verið frá. „Það sem helst klikkaði hjá mér er að ég er nýr í þessum bransa,“ segir hann. „Ég á kannski eftir að verða eftirsóttur því það eru fáir í heiminum í þessum stærðarflokki. Stórar Hollywood-myndir eru farnar að hafa samband við mig og sýna mér áhuga. Það heldur kannski aftur af þeim að maður er ungur og hefur ekki mikla reynslu, þannig að árin vinna með mér,“ bætir hann við en tekur fram að hann hafi þegar þurft að hafna hlutverki í Hollywood-mynd vegna þess að hún passaði ekki inn í dagskrána hans. Kraftakarlinn fór út í prufur fyrir Bond og var í miklu sambandi við framleiðendurna. Hann segist ekki vera svekktur yfir því að hafa ekki hreppt hlutverkið. „Ég lít ekki á þetta þannig. Bara að þeir sýndu mér áhuga er geðveikt. Auðvitað hefði verið geðveikt að ná Bondinum, það hefði verið toppurinn á ferlinum.“ Aðspurður segist hann vilja mennta sig betur í leiklistinni, því hann vill geta gert hlutina „110 prósent“ ef hann landar hlutverki í stórri mynd.
Game of Thrones Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira