Tónlistin það mikilvægasta í lífi mínu Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. nóvember 2014 10:11 "Þetta hefur verið erfitt en áhugavert ár,“ segir Chris Czechowicz um fyrsta árið sitt á Fróni. fréttablaðið/vilhelm „Við sem innflytjendur reynum að samlagast. Það er að læra tungumálið og hefðirnar en manni líður auðvitað stundum eins og aðkomumanni og finnur kannski fyrir einhverjum fordómum,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Czechowicz. „Það er mjög frjósamur jarðvegur fyrir tónlistarmann í þessu samfélagi enda langar mig ekki að skrifa lög um lunda og jökla.“ Chris fagnar bráðum eins árs dvöl í Reykjavík en hann flutti frá heimafylki sínu, New Jersey, til að geta lifað og hrærst í íslensku tónlistarsenunni. Chris treður upp í Mengi í kvöld með nýstofnaðri hljómsveit sinni (Sea). Ásamt þeim koma fram Soffía Björg Band og EinarIndra. „Við erum undir miklum áhrifum af franskri tónlist eins og Serge Gainsbourg og Jacques Brel, ásamt Joy Division,“ segir Chris, sem hefur einnig skrifað um íslenska tónlist fyrir tímaritið Reykjavík Grapevine og vefsíðuna Rok Musik. „Eitt sem ég hef lært er að listasamfélagið hér er mjög nátengt innbyrðis, allar vita um allt og alla sem er bæði gott og vont. Það kom mér líka á óvart hversu ótrúlega hjálpsamt fólk hér getur verið. Þótt að maður sé til dæmis blankur þá er samt hægt að þoka sér áfram. Ég er gríðarlega þakklátur fólki eins og Steinunni dj. flugvél & geimskip, Árna Grétari Futuregrapher og Högna Egilssyni,“ segir Chris, sem hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár. „Ég hef átt erfitt ár á margan hátt en ég er eiginlega að sanna það fyrir sjálfum mér og fjölskyldu minni að það sé hægt að búa hér og að ég geti látið verða af því. Ég glími við þessi vandamál en á sama tíma heldur tónlistin mér á lífi, hún er það mikilvægasta í lífi mínu. Markmið mitt er í raun einfaldlega það að vera góður og hjálpsamur maður, ásamt því að gefa út tónlist á sama kalíber og hljómsveitir eins og Kimono, Muck og Sigur Rós. Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við sem innflytjendur reynum að samlagast. Það er að læra tungumálið og hefðirnar en manni líður auðvitað stundum eins og aðkomumanni og finnur kannski fyrir einhverjum fordómum,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Czechowicz. „Það er mjög frjósamur jarðvegur fyrir tónlistarmann í þessu samfélagi enda langar mig ekki að skrifa lög um lunda og jökla.“ Chris fagnar bráðum eins árs dvöl í Reykjavík en hann flutti frá heimafylki sínu, New Jersey, til að geta lifað og hrærst í íslensku tónlistarsenunni. Chris treður upp í Mengi í kvöld með nýstofnaðri hljómsveit sinni (Sea). Ásamt þeim koma fram Soffía Björg Band og EinarIndra. „Við erum undir miklum áhrifum af franskri tónlist eins og Serge Gainsbourg og Jacques Brel, ásamt Joy Division,“ segir Chris, sem hefur einnig skrifað um íslenska tónlist fyrir tímaritið Reykjavík Grapevine og vefsíðuna Rok Musik. „Eitt sem ég hef lært er að listasamfélagið hér er mjög nátengt innbyrðis, allar vita um allt og alla sem er bæði gott og vont. Það kom mér líka á óvart hversu ótrúlega hjálpsamt fólk hér getur verið. Þótt að maður sé til dæmis blankur þá er samt hægt að þoka sér áfram. Ég er gríðarlega þakklátur fólki eins og Steinunni dj. flugvél & geimskip, Árna Grétari Futuregrapher og Högna Egilssyni,“ segir Chris, sem hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár. „Ég hef átt erfitt ár á margan hátt en ég er eiginlega að sanna það fyrir sjálfum mér og fjölskyldu minni að það sé hægt að búa hér og að ég geti látið verða af því. Ég glími við þessi vandamál en á sama tíma heldur tónlistin mér á lífi, hún er það mikilvægasta í lífi mínu. Markmið mitt er í raun einfaldlega það að vera góður og hjálpsamur maður, ásamt því að gefa út tónlist á sama kalíber og hljómsveitir eins og Kimono, Muck og Sigur Rós.
Tónlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira