Biðin eftir Meistaradeildarmarkinu nú 834 mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2014 06:00 Kolbeinn fagnar marki í leik með Ajax. Vísir/AFP Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru í heimsókn í París í kvöld þar sem liðið mætir Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni (beint á S2 Sport 4 kl. 19.45). Það er lítið undir í leiknum nema kannski fyrir okkar mann að komast loksins á blað í Meistaradeildinni. Íslenski landsliðsframherjinn kom inn á sem varamaður í hollensku deildinni um síðustu helgi en hefur byrjað fyrstu fjóra leiki Ajax í Meistaradeildinni. PSG og Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum og Ajax á því ekki lengur möguleika á því að komast áfram. Kolbeinn Sigþórsson á að baki 11 leiki og 834 mínútur í Meistaradeildinni en á enn eftir að koma boltanum í netið. Það væri ekki leiðinlegt fyrir hann að gera það á Parc des Princes. Manchester City er að berjast fyrir lífi sínu í E-riðli og þarf helst að vinna Bayern München á heimavelli í kvöld (beint á S2 Sport kl. 19.45) til að eiga möguleika á öðru sætinu en Bæjarar hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum. City er með 2 stig eða tveimur færri en CSKA og Roma sem mætast í Moskvu (Beint á S2 Sport kl. 17.00). Í G-riðli geta Chelsea og Schalke bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum þegar þau mætast í Þýskalandi (beint á S2 Sport3 kl. 19.45). Chelsea er með átta stig en Schalke fimm. Sporting (4 stig) tekur síðan á móti Maribor (3 stig). Porto er komið áfram í H-riðli og Shakhtar vantar bara eitt stig. til þess að senda Bate út. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Er Kolbeinn nokkuð kólnaður? Kolbeinn Sigþórsson náði ekki að skora í síðustu þremur leikjum íslenska fótboltalandsliðsins og er þetta í fyrsta sinn á landsliðsferlinum sem hann hefur spilað þrjá heila landsleiki í röð án þess að skora. Búinn að bíða í 283 mínútur eftir að ná Ríkharð Jónssyni í 2. sætinu á markalista landsliðsins. 20. nóvember 2014 06:00 Kolbeinn: Framherjar verða að halda ró sinni þó illa gangi Kolbeinn Sigþórsson lætur gagnrýnisraddir ekki setja sig úr jafnvægi. Á ýmsu hefur gengið hjá liði hans, Ajax í Hollandi, en hann segist ánægður þar þó að hann hafi verið hársbreidd frá því að yfirgefa félagið. 15. nóvember 2014 06:00 Skorar Kolbeinn á Nývangi í kvöld? Barcelona og Ajax mætast í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta og þar verður íslenskur landsliðsframherji vonandi í sviðsljósinu. 21. október 2014 06:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru í heimsókn í París í kvöld þar sem liðið mætir Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni (beint á S2 Sport 4 kl. 19.45). Það er lítið undir í leiknum nema kannski fyrir okkar mann að komast loksins á blað í Meistaradeildinni. Íslenski landsliðsframherjinn kom inn á sem varamaður í hollensku deildinni um síðustu helgi en hefur byrjað fyrstu fjóra leiki Ajax í Meistaradeildinni. PSG og Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum og Ajax á því ekki lengur möguleika á því að komast áfram. Kolbeinn Sigþórsson á að baki 11 leiki og 834 mínútur í Meistaradeildinni en á enn eftir að koma boltanum í netið. Það væri ekki leiðinlegt fyrir hann að gera það á Parc des Princes. Manchester City er að berjast fyrir lífi sínu í E-riðli og þarf helst að vinna Bayern München á heimavelli í kvöld (beint á S2 Sport kl. 19.45) til að eiga möguleika á öðru sætinu en Bæjarar hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum. City er með 2 stig eða tveimur færri en CSKA og Roma sem mætast í Moskvu (Beint á S2 Sport kl. 17.00). Í G-riðli geta Chelsea og Schalke bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum þegar þau mætast í Þýskalandi (beint á S2 Sport3 kl. 19.45). Chelsea er með átta stig en Schalke fimm. Sporting (4 stig) tekur síðan á móti Maribor (3 stig). Porto er komið áfram í H-riðli og Shakhtar vantar bara eitt stig. til þess að senda Bate út.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Er Kolbeinn nokkuð kólnaður? Kolbeinn Sigþórsson náði ekki að skora í síðustu þremur leikjum íslenska fótboltalandsliðsins og er þetta í fyrsta sinn á landsliðsferlinum sem hann hefur spilað þrjá heila landsleiki í röð án þess að skora. Búinn að bíða í 283 mínútur eftir að ná Ríkharð Jónssyni í 2. sætinu á markalista landsliðsins. 20. nóvember 2014 06:00 Kolbeinn: Framherjar verða að halda ró sinni þó illa gangi Kolbeinn Sigþórsson lætur gagnrýnisraddir ekki setja sig úr jafnvægi. Á ýmsu hefur gengið hjá liði hans, Ajax í Hollandi, en hann segist ánægður þar þó að hann hafi verið hársbreidd frá því að yfirgefa félagið. 15. nóvember 2014 06:00 Skorar Kolbeinn á Nývangi í kvöld? Barcelona og Ajax mætast í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta og þar verður íslenskur landsliðsframherji vonandi í sviðsljósinu. 21. október 2014 06:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Er Kolbeinn nokkuð kólnaður? Kolbeinn Sigþórsson náði ekki að skora í síðustu þremur leikjum íslenska fótboltalandsliðsins og er þetta í fyrsta sinn á landsliðsferlinum sem hann hefur spilað þrjá heila landsleiki í röð án þess að skora. Búinn að bíða í 283 mínútur eftir að ná Ríkharð Jónssyni í 2. sætinu á markalista landsliðsins. 20. nóvember 2014 06:00
Kolbeinn: Framherjar verða að halda ró sinni þó illa gangi Kolbeinn Sigþórsson lætur gagnrýnisraddir ekki setja sig úr jafnvægi. Á ýmsu hefur gengið hjá liði hans, Ajax í Hollandi, en hann segist ánægður þar þó að hann hafi verið hársbreidd frá því að yfirgefa félagið. 15. nóvember 2014 06:00
Skorar Kolbeinn á Nývangi í kvöld? Barcelona og Ajax mætast í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta og þar verður íslenskur landsliðsframherji vonandi í sviðsljósinu. 21. október 2014 06:00