Varlegra að vera fjarri Beethoven Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 10:00 „Ég á nokkur einleiksverk sem eru dálítið stór um sig og þetta fer í flokk þeirra,“ segir Atli um Idioclick. Vísir/Pjetur Þegar Atli Ingólfsson tónskáld er beðinn að útskýra verkið sem Sif Tulinius fiðluleikari frumflytur eftir hann í Salnum í kvöld byrjar hann á titli þess, Idioclick. „Click er oft notað um taktmæli sem fólk spilar flókna tónlist eftir. Idio merkir sjálf og ég hugsa mér Idioclick sem nokkurs konar taktmæli innan frá, eins og þegar hljóðfærið verður eitt með hljóðfæraleikaranum og fellur inn í sjálft sig. Þetta verk gengur svo langt að maður getur hreinlega efast um að allt sé í lagi með fiðluna og fiðluleikarann. Þannig tengist nafnið líka íslenska orðinu klikk.“ Auk Idioclick verða tvær fiðlusónötur Beethovens fluttar í Salnum í kvöld af Sif og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Atli kveðst ekki hafa viljað vera „músíklega í sama herbergi“ og þær sónötur. „Það er alveg ljóst að hjá mér er eitthvað allt, allt annað á seyði en hjá Beethoven, þannig að samanburður er ekki mögulegur,“ segir hann.“ Atli segist hafa vitað frá upphafi inn í hvaða dagskrá hann væri að semja. „Einhver hefði valið að reyna að vera í stíl við hin verkin í dagskránni en mér fannst varlegra að vera nógu fjarri þeim.“ Atli á nokkur einleiksverk sem eru dálítið stór um sig og hann segir þetta fara í flokk þeirra. „Þetta eru verk sem reyna sálrænt og tæknilega á flytjendurna,“ segir hann, en hvað um áheyrendur. Reynir líka á þá? „Ekki ef þeir bara upplifa það sem berst þeim. En vissulega getur verið erfitt að horfa á leikrit og hafa áhyggjur af andlegri heilsu persónu á sviðinu.“Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og Árni Heimir Ingólfsson verður með spjall í upphafi þeirra. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þegar Atli Ingólfsson tónskáld er beðinn að útskýra verkið sem Sif Tulinius fiðluleikari frumflytur eftir hann í Salnum í kvöld byrjar hann á titli þess, Idioclick. „Click er oft notað um taktmæli sem fólk spilar flókna tónlist eftir. Idio merkir sjálf og ég hugsa mér Idioclick sem nokkurs konar taktmæli innan frá, eins og þegar hljóðfærið verður eitt með hljóðfæraleikaranum og fellur inn í sjálft sig. Þetta verk gengur svo langt að maður getur hreinlega efast um að allt sé í lagi með fiðluna og fiðluleikarann. Þannig tengist nafnið líka íslenska orðinu klikk.“ Auk Idioclick verða tvær fiðlusónötur Beethovens fluttar í Salnum í kvöld af Sif og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Atli kveðst ekki hafa viljað vera „músíklega í sama herbergi“ og þær sónötur. „Það er alveg ljóst að hjá mér er eitthvað allt, allt annað á seyði en hjá Beethoven, þannig að samanburður er ekki mögulegur,“ segir hann.“ Atli segist hafa vitað frá upphafi inn í hvaða dagskrá hann væri að semja. „Einhver hefði valið að reyna að vera í stíl við hin verkin í dagskránni en mér fannst varlegra að vera nógu fjarri þeim.“ Atli á nokkur einleiksverk sem eru dálítið stór um sig og hann segir þetta fara í flokk þeirra. „Þetta eru verk sem reyna sálrænt og tæknilega á flytjendurna,“ segir hann, en hvað um áheyrendur. Reynir líka á þá? „Ekki ef þeir bara upplifa það sem berst þeim. En vissulega getur verið erfitt að horfa á leikrit og hafa áhyggjur af andlegri heilsu persónu á sviðinu.“Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og Árni Heimir Ingólfsson verður með spjall í upphafi þeirra.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira