Kærastinn gerði ekki eins og pabbi Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 11. desember 2014 11:00 Elfa hefur nú skapað sér sínar eigin jólahefðir ásamt Einari og börnum þeirra. Ernir Elfa Björk Hreggviðsdóttir grunnskólakennari var alin upp við sterkar jólahefðir og var desember barnæsku hennar uppfullur af gleði og glensi. „Pabbi er algjör jólakarl og þegar við systkinin vorum lítil klifraði hann upp í alla ljósastaura í götunni og lét seríur á þá, við vorum alltaf með hátt í þriggja metra tré og hann lék jólasvein úti um allar trissur. Þegar ég svo bjó úti í Þýskalandi með Einari, kærastanum mínum, grenjaði ég allan desember af því að hann gerði aldrei neitt „rétt“. Einar fékk svo alveg nóg af mér þegar við vorum að skreyta jólatréð á Þorláksmessu. Þá var ég loksins orðin sátt við að vera í Þýskalandi á jólunum en þarna byrjaði ég bara að snökta og kjökra þegar við vorum að setja seríuna á tréð. Þá segir Einar, uppgefinn: „Hvað nú?“ en þetta var búið að vera mjög stressandi mánuður fyrir hann af því ég var vælandi yfir öllu. Þá svaraði ég grenjandi: „Pabbi, setur ekki ljósin svona á tréð,“ og ég var ekki að grínast. Einar skipaði mér að gera þetta sjálf og fór inn í herbergi. Síðan þá hef ég alltaf sett seríuna á tréð – eins og pabbi gerir það,“ segir Elfa og skellihlær.Jólasveinar á flugvelli Önnur jól Elfu og Einars í Þýskalandi kom fjölskylda Elfu í heimsókn til þeirra. „Ég fór og sótti þau á flugvöllinn í Frankfurt en þurfti að bíða heillengi eftir þeim. Þegar allir nema þau voru komnir úr vélinni komu loksins mamma og systir mín en ekkert bólaði á pabba og bróður mínum. Mamma sagði að þeir hefðu aðeins skroppið á klósettið en svo heyri ég allt í einu glymja um allan flugvöllinn „HÓ HÓ HÓ“. Þá voru þeir pabbi og bróðir minn að koma í gegnum hliðið, uppáklæddir sem jólasveinar og meira að segja búnir að mála sig í framan. Jólabarnið ég roðnaði aðeins þarna og skammaðist mín pínu fyrir pabba. Þetta var nú samt rétt fyrir jólin og allir voru í jólaskapi og fannst þetta fyndið. Hann tók þetta alla leið þarna og alls ekki í fyrsta skipti, eða það síðasta, enda þekktur fyrir alls kyns kjánaskap.“Home Alone og jólakveðjurnar Elfa segist hafa lært það fyrstu jólin í Þýskalandi að það er ekki gott að vera of fastheldinn á hefðir. Nú eiga þau Einar tvö börn og eru flutt heim og halda sín eigin fjölskyldujól. „Það er mikilvægt að skapa sér sínar eigin hefðir. Við höfum tekið ýmislegt frá báðum fjölskyldum og blandað saman. Í minni fjölskyldu var til dæmis öllum gjöfum pakkað inn á Þorláksmessu og hlustað á kveðjurnar í útvarpinu, það geri ég líka núna. Svo var alltaf horft á kvikmyndina Home Alone hjá Einari á Þorláksmessu sem við gerum núna með börnunum okkar,“ segir Elfa og bætir því við að jólagenið erfist greinilega þar sem Viktor Bjarki, fimm ára sonur þeirra, sé löngu farinn að telja dagana til jóla. Jól Mest lesið Margar gerðir af jóladiskum - verð frá 413 kr. 30% afsláttur. Jólin Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar Jólin Innri friður Jólin Sönn jól eru góðar tilfinningar Jólin Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Fögur er foldin Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Einn svartur kjóll – þrjú tilefni Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin
Elfa Björk Hreggviðsdóttir grunnskólakennari var alin upp við sterkar jólahefðir og var desember barnæsku hennar uppfullur af gleði og glensi. „Pabbi er algjör jólakarl og þegar við systkinin vorum lítil klifraði hann upp í alla ljósastaura í götunni og lét seríur á þá, við vorum alltaf með hátt í þriggja metra tré og hann lék jólasvein úti um allar trissur. Þegar ég svo bjó úti í Þýskalandi með Einari, kærastanum mínum, grenjaði ég allan desember af því að hann gerði aldrei neitt „rétt“. Einar fékk svo alveg nóg af mér þegar við vorum að skreyta jólatréð á Þorláksmessu. Þá var ég loksins orðin sátt við að vera í Þýskalandi á jólunum en þarna byrjaði ég bara að snökta og kjökra þegar við vorum að setja seríuna á tréð. Þá segir Einar, uppgefinn: „Hvað nú?“ en þetta var búið að vera mjög stressandi mánuður fyrir hann af því ég var vælandi yfir öllu. Þá svaraði ég grenjandi: „Pabbi, setur ekki ljósin svona á tréð,“ og ég var ekki að grínast. Einar skipaði mér að gera þetta sjálf og fór inn í herbergi. Síðan þá hef ég alltaf sett seríuna á tréð – eins og pabbi gerir það,“ segir Elfa og skellihlær.Jólasveinar á flugvelli Önnur jól Elfu og Einars í Þýskalandi kom fjölskylda Elfu í heimsókn til þeirra. „Ég fór og sótti þau á flugvöllinn í Frankfurt en þurfti að bíða heillengi eftir þeim. Þegar allir nema þau voru komnir úr vélinni komu loksins mamma og systir mín en ekkert bólaði á pabba og bróður mínum. Mamma sagði að þeir hefðu aðeins skroppið á klósettið en svo heyri ég allt í einu glymja um allan flugvöllinn „HÓ HÓ HÓ“. Þá voru þeir pabbi og bróðir minn að koma í gegnum hliðið, uppáklæddir sem jólasveinar og meira að segja búnir að mála sig í framan. Jólabarnið ég roðnaði aðeins þarna og skammaðist mín pínu fyrir pabba. Þetta var nú samt rétt fyrir jólin og allir voru í jólaskapi og fannst þetta fyndið. Hann tók þetta alla leið þarna og alls ekki í fyrsta skipti, eða það síðasta, enda þekktur fyrir alls kyns kjánaskap.“Home Alone og jólakveðjurnar Elfa segist hafa lært það fyrstu jólin í Þýskalandi að það er ekki gott að vera of fastheldinn á hefðir. Nú eiga þau Einar tvö börn og eru flutt heim og halda sín eigin fjölskyldujól. „Það er mikilvægt að skapa sér sínar eigin hefðir. Við höfum tekið ýmislegt frá báðum fjölskyldum og blandað saman. Í minni fjölskyldu var til dæmis öllum gjöfum pakkað inn á Þorláksmessu og hlustað á kveðjurnar í útvarpinu, það geri ég líka núna. Svo var alltaf horft á kvikmyndina Home Alone hjá Einari á Þorláksmessu sem við gerum núna með börnunum okkar,“ segir Elfa og bætir því við að jólagenið erfist greinilega þar sem Viktor Bjarki, fimm ára sonur þeirra, sé löngu farinn að telja dagana til jóla.
Jól Mest lesið Margar gerðir af jóladiskum - verð frá 413 kr. 30% afsláttur. Jólin Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar Jólin Innri friður Jólin Sönn jól eru góðar tilfinningar Jólin Jólagjafir undir 1000 kr. Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Fögur er foldin Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Einn svartur kjóll – þrjú tilefni Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin