Hátíðleg tónlist frá ýmsum tímum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 12:00 "Við fengum bara landsliðið,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar. „Við ætlum að taka þátt í átakssöfnun fyrir geðgjörgæsludeild Landspítalans fyrir bráðveikasta fólkið og fengum landsliðið í klassískri tónlist eins og það leggur sig til að troða upp. Þetta verður bara dásamlegt,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar, um tónleika í Kristskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16. Bach, Händel, Verdi, Sigvaldi Kaldalóns og Adaolpe Adam eiga allir sinn skerf á þessari hátíðlegu efnisskrá, að sögn Sigríðar, sem segir tónleikana verða klassíska með tangó- og djassívafi. Hún nefnir sérstaklega Veturinn úr árstíðunum fjórum eftir tangósnillinginn Piazzolla, leikinn af Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Einnig lofar hún hátíðlegri jólatónlist frá ýmsum tímum í flutningi Kristjáns Jóhannssonar. Sigríður telur líka upp söngkonuna Elsu Waage, ásamt öflugri kammersveit undir stjórn Antoniu Hevsi og strengjasveit Guðnýjar Guðmundsdóttur. Einnig Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og kórana Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Kjartan Valdimarsson, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Gunnar Kvaran, að ógleymdri Hallgerði Rúnarsdóttur. „Ég held að þetta verði flottustu tónleikar sem við höfum haldið,“ segir Sigríður. „Það er kraftaverk út af fyrir sig að fá allt þetta fólk til að leggja fram krafta sína í þágu þessa góða málefnis.“ Caritas Internatinonalis starfar innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar og er ein öflugasta hjálparstofnun heims. Starfsemin hófst í Þýskalandi árið 1897 og eru nú yfir 200 ríki sem eiga aðild að sambandinu. Caritas Ísland var stofnað árið 1989 og tekið inn í Caritas Internationalis á Rómarfundi 1991 með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Á aðventu hefur Caritas Ísland skipulagt fjölmörg verkefni hérlendis vegna þeirra sem minna mega sín og hefur staðið fyrir fjáröflun meðal annars með styrktartónleikum í Kristskirkju frá árinu 1994. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við ætlum að taka þátt í átakssöfnun fyrir geðgjörgæsludeild Landspítalans fyrir bráðveikasta fólkið og fengum landsliðið í klassískri tónlist eins og það leggur sig til að troða upp. Þetta verður bara dásamlegt,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar, um tónleika í Kristskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16. Bach, Händel, Verdi, Sigvaldi Kaldalóns og Adaolpe Adam eiga allir sinn skerf á þessari hátíðlegu efnisskrá, að sögn Sigríðar, sem segir tónleikana verða klassíska með tangó- og djassívafi. Hún nefnir sérstaklega Veturinn úr árstíðunum fjórum eftir tangósnillinginn Piazzolla, leikinn af Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Einnig lofar hún hátíðlegri jólatónlist frá ýmsum tímum í flutningi Kristjáns Jóhannssonar. Sigríður telur líka upp söngkonuna Elsu Waage, ásamt öflugri kammersveit undir stjórn Antoniu Hevsi og strengjasveit Guðnýjar Guðmundsdóttur. Einnig Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og kórana Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Kjartan Valdimarsson, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Gunnar Kvaran, að ógleymdri Hallgerði Rúnarsdóttur. „Ég held að þetta verði flottustu tónleikar sem við höfum haldið,“ segir Sigríður. „Það er kraftaverk út af fyrir sig að fá allt þetta fólk til að leggja fram krafta sína í þágu þessa góða málefnis.“ Caritas Internatinonalis starfar innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar og er ein öflugasta hjálparstofnun heims. Starfsemin hófst í Þýskalandi árið 1897 og eru nú yfir 200 ríki sem eiga aðild að sambandinu. Caritas Ísland var stofnað árið 1989 og tekið inn í Caritas Internationalis á Rómarfundi 1991 með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Á aðventu hefur Caritas Ísland skipulagt fjölmörg verkefni hérlendis vegna þeirra sem minna mega sín og hefur staðið fyrir fjáröflun meðal annars með styrktartónleikum í Kristskirkju frá árinu 1994.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira