Lofa allsherjar danstónlistarveislu Þórður Ingi Jónsson skrifar 25. nóvember 2014 12:00 Claptone mætir með gullgrímuna. Mynd/Henning Schulze „Þetta er í raun og veru útgáfuteiti hjá nýju plötuútgáfunni YouAreWe frá London, sem samanstendur af tónlistarmönnum frá einhverjum stærstu danstónlistarútgáfum heimsins, Hot Creations og Get Physical,“ segja Kristinn Bjarnason, Ragnar Thor Hilmarsson og Vihjálmur Sanne, sem standa fyrir allsherjar danstónlistarveislu í Hafnarhúsinu 13. desember. Þekktasta nafnið á tónleikunum er þýski tónlistarmaðurinn Claptone, sem hefur gert það gott síðan hann steig fram á sjónarsviðið fyrir nokkru, en lagið hans No Eyes hefur til að mynda fengið mikla spilun í útvarpinu. „Hann er þekktur fyrir að mæta með gyllta grímu, pípuhatt og hvíta hanska á tónleika,“ segja strákarnir. Einnig koma fram hinir skosku Wildcats, sem reka YouAreWe ásamt hinum íslensku DJ Ghozt, Sísí Ey og KSF sem hafa endurhljóðblandað fjöldann allan af verkum tónlistarmanna, svo sem James Blake. Þá munu raftónlistarnördar gleðjast yfir því að Funktion One-hljóðkerfið verður notað í teitinu. „Það á að tjalda öllu til, þú finnur ekki betra klúbbakerfi heldur en þetta,“ segja Kristinn og Ragnar. Einnig bjóða þeir upp á sérstakan Instagram-leik á Fésbókarsíðu viðburðarins þar sem hægt verður að vinna miða. Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er í raun og veru útgáfuteiti hjá nýju plötuútgáfunni YouAreWe frá London, sem samanstendur af tónlistarmönnum frá einhverjum stærstu danstónlistarútgáfum heimsins, Hot Creations og Get Physical,“ segja Kristinn Bjarnason, Ragnar Thor Hilmarsson og Vihjálmur Sanne, sem standa fyrir allsherjar danstónlistarveislu í Hafnarhúsinu 13. desember. Þekktasta nafnið á tónleikunum er þýski tónlistarmaðurinn Claptone, sem hefur gert það gott síðan hann steig fram á sjónarsviðið fyrir nokkru, en lagið hans No Eyes hefur til að mynda fengið mikla spilun í útvarpinu. „Hann er þekktur fyrir að mæta með gyllta grímu, pípuhatt og hvíta hanska á tónleika,“ segja strákarnir. Einnig koma fram hinir skosku Wildcats, sem reka YouAreWe ásamt hinum íslensku DJ Ghozt, Sísí Ey og KSF sem hafa endurhljóðblandað fjöldann allan af verkum tónlistarmanna, svo sem James Blake. Þá munu raftónlistarnördar gleðjast yfir því að Funktion One-hljóðkerfið verður notað í teitinu. „Það á að tjalda öllu til, þú finnur ekki betra klúbbakerfi heldur en þetta,“ segja Kristinn og Ragnar. Einnig bjóða þeir upp á sérstakan Instagram-leik á Fésbókarsíðu viðburðarins þar sem hægt verður að vinna miða.
Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira