Skemmtileg tónlist og hæfir öllum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 13:30 "Við ákváðum að hætta að spila bara niðri í bæ og fara í úthverfin,“ segir Anna Hugadóttir, ein úr hópnum. Mynd/Ólafur Kr Ólafsson Efnisskrá tónleikanna Barokk í Breiðholtinu, sem verða í Fella- og Hólakirkju annað kvöld klukkan 20, er ítölsk og þýsk að uppruna. „Þetta er aðgengileg tónlist eftir Corelli, Vivaldi, Buxtehude og Telemann auk þess sem við flytjum líka tónsmíð eftir eina úr hópnum, Kristínu Lárusdóttur,“ segir Anna Hugadóttir, ein tíu kvenna í kammerhópnum ReykjavíkBarokk. Tónleikarnir eru haldnir á degi heilagrar Sesselju, verndara tónlistarinnar, og Anna segir þá upptaktinn að stærra og meira verkefni. „Við höfum á stefnuskránni að fara með barokktónlistina á staði sem hún hefur ekki fengið að hljóma á hingað til. Það skiptir okkur miklu máli að sem flestir fái að heyra þessa músík. Hún spannar allan tilfinningaskalann, er skemmtileg og hæfir öllum. Það eru bara svo fáir sem hafa tækifæri til að hlýða á hana spilaða á upprunahljóðfæri með girnisstrengjum og öllu. Því ætlum við að fara í skólana, á elliheimilin og í félagsmiðstöðvarnar og erum að búa til prógramm fyrir vorið.“ Hópurinn hefur aðsetur í Fella- og Hólakirkju og Anna segir hann hrifinn af Breiðholtinu, enda sé mikil gróska þar. „Við ákváðum að hætta að spila bara niðri í bæ og fara í úthverfin,“ segir hún. „Þessi tónlist á heima alls staðar.“ Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk var stofnaður fyrir tveimur árum af sex konum og hefur komið fram á Sumartónleikum í Skálholti, Listahátíð í Reykjavík og Barokksmiðju Hólastiftis. Hann skipa nú Guðný Einarsdóttir, semballeikari og organisti, Judith Pamela Tobin, semballeikari og organisti, Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona, Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari, Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari, Íris Dögg Gísladóttir fiðluleikari, Anna Hugadóttir víóluleikari og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, Kristín Lárusdóttir á barokkþverflautu traverso og Magnea Árnadóttir á viola da gamba. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Efnisskrá tónleikanna Barokk í Breiðholtinu, sem verða í Fella- og Hólakirkju annað kvöld klukkan 20, er ítölsk og þýsk að uppruna. „Þetta er aðgengileg tónlist eftir Corelli, Vivaldi, Buxtehude og Telemann auk þess sem við flytjum líka tónsmíð eftir eina úr hópnum, Kristínu Lárusdóttur,“ segir Anna Hugadóttir, ein tíu kvenna í kammerhópnum ReykjavíkBarokk. Tónleikarnir eru haldnir á degi heilagrar Sesselju, verndara tónlistarinnar, og Anna segir þá upptaktinn að stærra og meira verkefni. „Við höfum á stefnuskránni að fara með barokktónlistina á staði sem hún hefur ekki fengið að hljóma á hingað til. Það skiptir okkur miklu máli að sem flestir fái að heyra þessa músík. Hún spannar allan tilfinningaskalann, er skemmtileg og hæfir öllum. Það eru bara svo fáir sem hafa tækifæri til að hlýða á hana spilaða á upprunahljóðfæri með girnisstrengjum og öllu. Því ætlum við að fara í skólana, á elliheimilin og í félagsmiðstöðvarnar og erum að búa til prógramm fyrir vorið.“ Hópurinn hefur aðsetur í Fella- og Hólakirkju og Anna segir hann hrifinn af Breiðholtinu, enda sé mikil gróska þar. „Við ákváðum að hætta að spila bara niðri í bæ og fara í úthverfin,“ segir hún. „Þessi tónlist á heima alls staðar.“ Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk var stofnaður fyrir tveimur árum af sex konum og hefur komið fram á Sumartónleikum í Skálholti, Listahátíð í Reykjavík og Barokksmiðju Hólastiftis. Hann skipa nú Guðný Einarsdóttir, semballeikari og organisti, Judith Pamela Tobin, semballeikari og organisti, Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona, Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari, Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari, Íris Dögg Gísladóttir fiðluleikari, Anna Hugadóttir víóluleikari og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, Kristín Lárusdóttir á barokkþverflautu traverso og Magnea Árnadóttir á viola da gamba.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira