Fjallagarpur með glæsilegan feril Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 10:00 Jóhann Smári. „Ég er í gönguhóp sem heitir Fjallagarpar og -gyðjur og stundar, eins og nafnið gefur til kynna, fjallgöngur.” Mynd: Jóhann Smári Karlsson „Þetta eru bæði myndir af landslagi og eins af fjallagörpum og -gyðjum,“ segir Jóhann Smári Karlsson sem opnar í dag ljósmyndasýninguna Á fjöllum í Galleríi Fold. „Ég er í gönguhóp sem heitir Fjallagarpar og -gyðjur og stundar, eins og nafnið gefur til kynna, fjallgöngur. Undanfarin fjögur ár hef ég verið að taka þessar myndir í þeim göngum.“ Kreditlisti Jóhanns Smára er glæsilegur, hann var til dæmis valinn ljósmyndari ársins af danska ljósmyndablaðinu Zoom – Danmarks Professionalle Fotomagasin árið 2009, hvernig kom það til? „Þetta var Grand Prix-keppni sem tók heilt ár með átta minni keppnum sem ég vann tvær eða þrjár af og vann þannig heildarkeppnina,“ útskýrir Jóhann Smári. Jóhann Smári fylgdist vel með búsáhaldabyltingunni sem fór fram veturinn 2008 og hafa ljósmyndir sem hann tók á því tímabili verið sýndar á einkasýningu hans, sem bar heitið Revolution, á yfir tíu stöðum á Ítalíu. Auk þess var honum boðið að halda einkasýningu í Róm fyrir ári í boði Rómaborgar. „Ítalskur maður sem hafði fundið myndirnar mínar á netinu hafði samband við mig og sagðist hafa áhuga á að sýna þær,“ segir Jóhann Smári. „Ég sendi honum úrval af myndum og það varð úr að haldnar voru sýningar víða um Ítalíu. Þessi maður sem uppgötvaði mig hét Emiliano Bartolucci, sem hafði starfað í borgarstjórn Rómar, dó fyrir rúmu ári og þá hafði sonur hans samband við mig og bauð mér að koma og opna sýningu honum til heiðurs. Þannig að ég fór til Rómar með konunni minni og hélt þessa sýningu.“ Ævintýrunum var ekki þar með lokið því í sumar var mynd Jóhanns Firewood – Eldiviður birt á heilum skýjakljúf við Time Square, í hjarta Manhattan, í New York. „Alþjóðlegu listamannasamtökin See.me sem hafa höfuðstöðvar í New York héldu ljósmyndakeppni þar sem ég vann í flokki landslagsmynda og í framhaldi af því fengu nokkrir verðlaunahafanna myndir sínar sýndar á sjónvarpsskjáum sem komið var fyrir utan á háum turni. Yfirleitt voru margar mismunandi myndir á skjáunum en við vorum nokkrir útvaldir sem fengum myndirnar okkar birtar á öllum skjáunum í einu. Þetta voru einhverjir 200 fermetrar sem myndin tók á þessum turni, það var ansi tilkomumikil sjón.“ Jóhann Smári er lærður húsamálari og hefur starfað sem slíkur framundir þetta en sér nú fram á að geta látið þann draum sinn rætast að starfa sem ljósmyndari í fullu starfi. „Ég er alltaf að fá meira og meira að gera sem ljósmyndari og er núna kominn í upplýsinga- og fjölmiðlafræði í Tækniskólanum, sem er eiginlega grunnnám fyrir ljósmyndun,“ segir hann. „Ég er loksins farinn að gera það sem mig langar mest til.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru bæði myndir af landslagi og eins af fjallagörpum og -gyðjum,“ segir Jóhann Smári Karlsson sem opnar í dag ljósmyndasýninguna Á fjöllum í Galleríi Fold. „Ég er í gönguhóp sem heitir Fjallagarpar og -gyðjur og stundar, eins og nafnið gefur til kynna, fjallgöngur. Undanfarin fjögur ár hef ég verið að taka þessar myndir í þeim göngum.“ Kreditlisti Jóhanns Smára er glæsilegur, hann var til dæmis valinn ljósmyndari ársins af danska ljósmyndablaðinu Zoom – Danmarks Professionalle Fotomagasin árið 2009, hvernig kom það til? „Þetta var Grand Prix-keppni sem tók heilt ár með átta minni keppnum sem ég vann tvær eða þrjár af og vann þannig heildarkeppnina,“ útskýrir Jóhann Smári. Jóhann Smári fylgdist vel með búsáhaldabyltingunni sem fór fram veturinn 2008 og hafa ljósmyndir sem hann tók á því tímabili verið sýndar á einkasýningu hans, sem bar heitið Revolution, á yfir tíu stöðum á Ítalíu. Auk þess var honum boðið að halda einkasýningu í Róm fyrir ári í boði Rómaborgar. „Ítalskur maður sem hafði fundið myndirnar mínar á netinu hafði samband við mig og sagðist hafa áhuga á að sýna þær,“ segir Jóhann Smári. „Ég sendi honum úrval af myndum og það varð úr að haldnar voru sýningar víða um Ítalíu. Þessi maður sem uppgötvaði mig hét Emiliano Bartolucci, sem hafði starfað í borgarstjórn Rómar, dó fyrir rúmu ári og þá hafði sonur hans samband við mig og bauð mér að koma og opna sýningu honum til heiðurs. Þannig að ég fór til Rómar með konunni minni og hélt þessa sýningu.“ Ævintýrunum var ekki þar með lokið því í sumar var mynd Jóhanns Firewood – Eldiviður birt á heilum skýjakljúf við Time Square, í hjarta Manhattan, í New York. „Alþjóðlegu listamannasamtökin See.me sem hafa höfuðstöðvar í New York héldu ljósmyndakeppni þar sem ég vann í flokki landslagsmynda og í framhaldi af því fengu nokkrir verðlaunahafanna myndir sínar sýndar á sjónvarpsskjáum sem komið var fyrir utan á háum turni. Yfirleitt voru margar mismunandi myndir á skjáunum en við vorum nokkrir útvaldir sem fengum myndirnar okkar birtar á öllum skjáunum í einu. Þetta voru einhverjir 200 fermetrar sem myndin tók á þessum turni, það var ansi tilkomumikil sjón.“ Jóhann Smári er lærður húsamálari og hefur starfað sem slíkur framundir þetta en sér nú fram á að geta látið þann draum sinn rætast að starfa sem ljósmyndari í fullu starfi. „Ég er alltaf að fá meira og meira að gera sem ljósmyndari og er núna kominn í upplýsinga- og fjölmiðlafræði í Tækniskólanum, sem er eiginlega grunnnám fyrir ljósmyndun,“ segir hann. „Ég er loksins farinn að gera það sem mig langar mest til.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira