Fjallagarpur með glæsilegan feril Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 10:00 Jóhann Smári. „Ég er í gönguhóp sem heitir Fjallagarpar og -gyðjur og stundar, eins og nafnið gefur til kynna, fjallgöngur.” Mynd: Jóhann Smári Karlsson „Þetta eru bæði myndir af landslagi og eins af fjallagörpum og -gyðjum,“ segir Jóhann Smári Karlsson sem opnar í dag ljósmyndasýninguna Á fjöllum í Galleríi Fold. „Ég er í gönguhóp sem heitir Fjallagarpar og -gyðjur og stundar, eins og nafnið gefur til kynna, fjallgöngur. Undanfarin fjögur ár hef ég verið að taka þessar myndir í þeim göngum.“ Kreditlisti Jóhanns Smára er glæsilegur, hann var til dæmis valinn ljósmyndari ársins af danska ljósmyndablaðinu Zoom – Danmarks Professionalle Fotomagasin árið 2009, hvernig kom það til? „Þetta var Grand Prix-keppni sem tók heilt ár með átta minni keppnum sem ég vann tvær eða þrjár af og vann þannig heildarkeppnina,“ útskýrir Jóhann Smári. Jóhann Smári fylgdist vel með búsáhaldabyltingunni sem fór fram veturinn 2008 og hafa ljósmyndir sem hann tók á því tímabili verið sýndar á einkasýningu hans, sem bar heitið Revolution, á yfir tíu stöðum á Ítalíu. Auk þess var honum boðið að halda einkasýningu í Róm fyrir ári í boði Rómaborgar. „Ítalskur maður sem hafði fundið myndirnar mínar á netinu hafði samband við mig og sagðist hafa áhuga á að sýna þær,“ segir Jóhann Smári. „Ég sendi honum úrval af myndum og það varð úr að haldnar voru sýningar víða um Ítalíu. Þessi maður sem uppgötvaði mig hét Emiliano Bartolucci, sem hafði starfað í borgarstjórn Rómar, dó fyrir rúmu ári og þá hafði sonur hans samband við mig og bauð mér að koma og opna sýningu honum til heiðurs. Þannig að ég fór til Rómar með konunni minni og hélt þessa sýningu.“ Ævintýrunum var ekki þar með lokið því í sumar var mynd Jóhanns Firewood – Eldiviður birt á heilum skýjakljúf við Time Square, í hjarta Manhattan, í New York. „Alþjóðlegu listamannasamtökin See.me sem hafa höfuðstöðvar í New York héldu ljósmyndakeppni þar sem ég vann í flokki landslagsmynda og í framhaldi af því fengu nokkrir verðlaunahafanna myndir sínar sýndar á sjónvarpsskjáum sem komið var fyrir utan á háum turni. Yfirleitt voru margar mismunandi myndir á skjáunum en við vorum nokkrir útvaldir sem fengum myndirnar okkar birtar á öllum skjáunum í einu. Þetta voru einhverjir 200 fermetrar sem myndin tók á þessum turni, það var ansi tilkomumikil sjón.“ Jóhann Smári er lærður húsamálari og hefur starfað sem slíkur framundir þetta en sér nú fram á að geta látið þann draum sinn rætast að starfa sem ljósmyndari í fullu starfi. „Ég er alltaf að fá meira og meira að gera sem ljósmyndari og er núna kominn í upplýsinga- og fjölmiðlafræði í Tækniskólanum, sem er eiginlega grunnnám fyrir ljósmyndun,“ segir hann. „Ég er loksins farinn að gera það sem mig langar mest til.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
„Þetta eru bæði myndir af landslagi og eins af fjallagörpum og -gyðjum,“ segir Jóhann Smári Karlsson sem opnar í dag ljósmyndasýninguna Á fjöllum í Galleríi Fold. „Ég er í gönguhóp sem heitir Fjallagarpar og -gyðjur og stundar, eins og nafnið gefur til kynna, fjallgöngur. Undanfarin fjögur ár hef ég verið að taka þessar myndir í þeim göngum.“ Kreditlisti Jóhanns Smára er glæsilegur, hann var til dæmis valinn ljósmyndari ársins af danska ljósmyndablaðinu Zoom – Danmarks Professionalle Fotomagasin árið 2009, hvernig kom það til? „Þetta var Grand Prix-keppni sem tók heilt ár með átta minni keppnum sem ég vann tvær eða þrjár af og vann þannig heildarkeppnina,“ útskýrir Jóhann Smári. Jóhann Smári fylgdist vel með búsáhaldabyltingunni sem fór fram veturinn 2008 og hafa ljósmyndir sem hann tók á því tímabili verið sýndar á einkasýningu hans, sem bar heitið Revolution, á yfir tíu stöðum á Ítalíu. Auk þess var honum boðið að halda einkasýningu í Róm fyrir ári í boði Rómaborgar. „Ítalskur maður sem hafði fundið myndirnar mínar á netinu hafði samband við mig og sagðist hafa áhuga á að sýna þær,“ segir Jóhann Smári. „Ég sendi honum úrval af myndum og það varð úr að haldnar voru sýningar víða um Ítalíu. Þessi maður sem uppgötvaði mig hét Emiliano Bartolucci, sem hafði starfað í borgarstjórn Rómar, dó fyrir rúmu ári og þá hafði sonur hans samband við mig og bauð mér að koma og opna sýningu honum til heiðurs. Þannig að ég fór til Rómar með konunni minni og hélt þessa sýningu.“ Ævintýrunum var ekki þar með lokið því í sumar var mynd Jóhanns Firewood – Eldiviður birt á heilum skýjakljúf við Time Square, í hjarta Manhattan, í New York. „Alþjóðlegu listamannasamtökin See.me sem hafa höfuðstöðvar í New York héldu ljósmyndakeppni þar sem ég vann í flokki landslagsmynda og í framhaldi af því fengu nokkrir verðlaunahafanna myndir sínar sýndar á sjónvarpsskjáum sem komið var fyrir utan á háum turni. Yfirleitt voru margar mismunandi myndir á skjáunum en við vorum nokkrir útvaldir sem fengum myndirnar okkar birtar á öllum skjáunum í einu. Þetta voru einhverjir 200 fermetrar sem myndin tók á þessum turni, það var ansi tilkomumikil sjón.“ Jóhann Smári er lærður húsamálari og hefur starfað sem slíkur framundir þetta en sér nú fram á að geta látið þann draum sinn rætast að starfa sem ljósmyndari í fullu starfi. „Ég er alltaf að fá meira og meira að gera sem ljósmyndari og er núna kominn í upplýsinga- og fjölmiðlafræði í Tækniskólanum, sem er eiginlega grunnnám fyrir ljósmyndun,“ segir hann. „Ég er loksins farinn að gera það sem mig langar mest til.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira