Setjum efnið í leikrænan búning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 10:15 "Okkar draumur var alltaf að halda tónleika með lögum Karls Ottós sem er svo mikið afbragðs tónskáld,“ segir Jón Svavar sem hér er lengst til vinstri. „Þetta verður eiginlega tónleikhús. Við setjum efnið í leikrænan búning undir stjórn Friðgeirs Einarssonar og böðum okkur bæði í vatni og reyk. Lögin hans Karls Ottós eru samt aðalatriðið,“ segir Jón Svavar Jósefsson barítón um skemmtun í Iðnó á morgun, sunnudag, klukkan 16. Þar er verið að fagna útgáfu geisladisksins Gekk ég aleinn með sönglögum Karls Ottós Runólfssonar og auk Jóns Svavars sjá Hildigunnur Einarsdóttir messósópran og tónlistarhópurinn Kúbus um flutning þeirra. Á fimmtudagsmorgun var reyndar sellóleikarinn handleggsbrotinn og píanistinn með flensu en síðdegis sama dag var Jón Svavar bjartsýnn. „Það hoppaði annar sellisti inn og píanistinn er allur að koma til svo við ætlum að kýla á þetta.“ Tónlistarhópurinn Kúbus var stofnaður á síðasta ári. Í þeim hópi er Guðrún Dalía píanóleikari en hún og Jón Svavar hafa átt áralangt samstarf að hans sögn. „Okkar draumur var alltaf að halda tónleika með lögum Karls Ottós sem er svo mikið afbragðs tónskáld. Það varð úr að Kúbus ásamt mér og Hildigunni ákváðum að halda tónleika og fengum Hjört Jóhannsson píanóleikara úr Hjaltalín til að útsetja fyrir okkur 16 lög. Svo keyrðum við á Karolina Fund, söfnuðum 8.000 evrum og erum komin með disk í hendur.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta verður eiginlega tónleikhús. Við setjum efnið í leikrænan búning undir stjórn Friðgeirs Einarssonar og böðum okkur bæði í vatni og reyk. Lögin hans Karls Ottós eru samt aðalatriðið,“ segir Jón Svavar Jósefsson barítón um skemmtun í Iðnó á morgun, sunnudag, klukkan 16. Þar er verið að fagna útgáfu geisladisksins Gekk ég aleinn með sönglögum Karls Ottós Runólfssonar og auk Jóns Svavars sjá Hildigunnur Einarsdóttir messósópran og tónlistarhópurinn Kúbus um flutning þeirra. Á fimmtudagsmorgun var reyndar sellóleikarinn handleggsbrotinn og píanistinn með flensu en síðdegis sama dag var Jón Svavar bjartsýnn. „Það hoppaði annar sellisti inn og píanistinn er allur að koma til svo við ætlum að kýla á þetta.“ Tónlistarhópurinn Kúbus var stofnaður á síðasta ári. Í þeim hópi er Guðrún Dalía píanóleikari en hún og Jón Svavar hafa átt áralangt samstarf að hans sögn. „Okkar draumur var alltaf að halda tónleika með lögum Karls Ottós sem er svo mikið afbragðs tónskáld. Það varð úr að Kúbus ásamt mér og Hildigunni ákváðum að halda tónleika og fengum Hjört Jóhannsson píanóleikara úr Hjaltalín til að útsetja fyrir okkur 16 lög. Svo keyrðum við á Karolina Fund, söfnuðum 8.000 evrum og erum komin með disk í hendur.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira