Uppruni jólasiðanna 1. nóvember 2014 00:01 Jólasveinn kemur til byggða. Vísir/Stefán Árni Björnsson þjóðháttafræðingur er manna fróðastur á Íslandi um jól og jólhald fyrr á tímum. Nokkrar bækur hafa komið út eftir hann um þetta efni og ber fyrst að nefna bókina „Jól á Íslandi" sem út kom árið 1963 hjá Ísafoldarprentsmiðju og var kandidatsritgerð Árna til lokaprófs í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands tveimur árum fyrr. „Í jólaskapi" sem kom út hjá Bjöllunni 20 árum síðar er bók sem Árni vann með Hring Jóhannssyni myndlistarmanni þar sem ljóð og sögur tengd jólum eru hnýtt saman með fróðleikstexta Árna og myndum Hrings. Árið 1993 kom út hjá Máli og Menningu „Saga daganna, hátíðir og merkisdagar á Íslandi". Á bókarkápu segir: „Í hátíðahaldi hverrar þjóðar koma saman saga hennar, atvinnulíf og náttúruaðstæður. Þessi umfjöllun um merkisdaga á Íslandi verður því jafnframt einskonar könnun íslenskrar þjóðarsálar fyrr og nú." Fleiri bækur Árna um jólin og þá einkum jólasveinana íslensku hafa einnig komið út.Ef flett er í Sögu daganna að kaflanum um jólin, þá er upphaf hans á þessa leið:Jól Jól hefjast nú aðfarakvöld 25. desember. Þau eiga sér á norðurslóðum ævaforna sögu tengda vetrarsólhvörfum. Nafnið er norrænt, og er einnig til í fornensku. Frummmerking þess er óljós. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær jól voru haldin í heiðnum sið, sennilega með fullu tungli í skammdeginu. Ekki vita menn heldur hvernig þau voru haldin, nema að þau voru "drukkin" með matar- og ölveislum. Buðu íslenskir höfðingjar oft fjölmenni til jóladrykkju. Norræn jól féllu síðar saman við kristna hátíð. Svipuð kristnun heiðinna hátíða um þetta leyti hafði áður átt sér stað suður við Miðjarðarhaf, og var þá ýmist minnst fæðingar krists eða skírnar. Á 4. og 5. öld komst sú venja víðast á að minnast fæðingarinnar 25. desember en skírnarninnar og tilbeiðslu vitringanna 6. janúar, og má þangað rekja jóladagana 13 á Íslandi. Helgi aðfangadagskvölds á rót sína í vöku sem almenn var kvöldið fyrir katólskar stórhátíðir enda var oft talið að sólarhringurinn byrjaði á miðjum aftni klukkan sex. Fasta fyrir jól var einnig lögboðin, stundum miðuð við Andrésmessu 30. nóvember, en oftast fjórða sunnudag fyrir jól. Þaðan eru sprottnir aðventusiðir síðari tíma.Mikil þjóðtrú tengist jólum og jólaföstu í miðju íslensku skammdegi. Grýla er þekkt sem flagð frá 13. öld og er á 17.-18. öld barnaæta tengd jólunum. Fyrst fréttist af jólasveinum á 17. öld sem afkvæmi Grýlu og miklu illþýði. Þeir taka nokkuð að mildast á 19. öld, koma þá ýmist af fjöllum eða af hafi, eru oftast 9 eða 13. Spurnir eru af rúmlega sjötíu jólasveinanöfnum. Seint á 19. öld tekur eðli jólasveina og útlit að blandast dönskum jólanissum annarsvegar en evrópskum og amerískum jólakarli hinsvegar. Um 1930 verður sú aðlögun að jólasveinarnir koma fram í rauðum alþjóðaklæðnaði og verða gjafmildir, en halda íslenskum sérnöfnum og fjölda. Um miðja 20. öld fóru jólasveinarnir að gefa börnum í skóinn að norðurevrópskum sið. Til jólahaldisns var oft slátrað kind á fyrri öldum og höfð kjötsúpa á aðfangadagskvöld. Hangiket var einnig fastur jólamatur, en rjúpur upphaflega fátækrafæði. Vegna korneklu voru grautar og brauðmeti þó mesta nýnæmið eins og við önnur hátíðabrigði á fyrri öldum, þar á meðal laufabrauðið sem áður virðist útbreitt um allt land en einkum norðan og norðaustan eftir miðja 19.öld. Snemma á 20 öld hefst kökugerð í stórum stíl til jóla og yfirgnæfði sjálfan jólamatinn, en hefur nú látið undan síga fyrir fjölbreyttara veislufæði. Jólatré breiddust upphaflega út frá mótmælendum í Þýskalandi. Einstaka grenitré tók að berast til Íslands á síðara hluta 19. aldar en slík jólatré urðu ekki algeng fyrr en um síðari heimsstyrjöld. Þangað til var hérlendis oftast notast við heimasmíðuð tré. Jólagjafir tíðkuðust ekki hérlendis fyrr en seint á 19. öld, og voru sumargjafir öldum saman almennari. Hinsvegar fékk vinnufólk og heimilsmenn sitthvað klæðakyns fyrir jólin sem einskonar launauppbót. Tengdar því eru sagnir um jólaköttinn, sem á sér ættingja í nautslíki við Eystrasalt og annan af geitarkyni í Noregi."Siðum þeim er tilheyra jólahaldi og orðið hafa til í áranna rás lýsir Árni á þessa leið:Jólafasta „Þótt jólin sjálf hefjist jólaaftan eða aðfangadagskvöld hefur undirbúningur þeirra að fornu og nýju staðið miklu lengur, og hátíðin sett mark sitt á vikurnar 3 - 4 á undan, þegar fastað var í katólskum sið og ekki étið kjöt. Ekki liggja í augum uppi bein náttúruleg frumtilefni þess að draga við sig kjötmeti á þessum árstíma. Á það má samt benda að haustslátrun var víðast lokið fyrir nokkru. Þá höfðu menn belgt sig upp af allskyns nýjum sláturmat, svo að tímabært var að hvíla meltingarfærin og spara kjötbirgðir áður en vetrarveislur hófust. Um þetta leyti stóð fengitími sauðfjár einnig mjög víða yfir, en skiljanlega vildu hjarðþjóðir ekki slátra úr bústofninum frá sláturtíð fram að sauðburði nema brýna nauðsyn bæri til. Desemberfasta er í kristnum sið hugsuð sem undirbúningstími fyrir fæðingarhátíð Frelsarans. Hún heitir á latínu adventus sem merkir 'tilkoma'. Af því er smíðað tökuorðið aðventa og var frá miðri 14. öld notað jöfnum höndum við jólaföstu sem jafnan stendur í elstu lagahandritum og kemur einnig fyrir í norskum fornlögum en vék þar að mestu fyrir aðventu.Aðventukransar Aðventukransar þeir sem margir útbúa til heimilisskrauts á jólaföstu er tiltölulega ungt fyrirbæri. Suður í Evrópu er að vísu gamall siður að skreyta híbýli sín með sígrænum greinum við hátíðleg tækifæri. Almennt fóru aðventukransar þó ekki að sjást á Íslandi fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld og þá fyrst sem skraut í einstaka búðargluggum eða á veitingahúsum. Þeir breiddumst mjög hægt út og urðu ekki umtalsverð söluvara fyrr en milli 1960-70. Samtímis því færðist í vöxt að fólk byggi til sína eigin aðventukransa.Jólasveinar Elsta jólasveinsmynd sem fundist hefur í íslensku riti er á forsíðu jólablaðs Æskunnar árið 1901. Þar eru greinilega litlu dönsku jólanissarnir á ferð. Árið 1906 er mynd í jólablaði Unga Íslands af síðskeggjuðum öldungi í skósíðum kufli með jólatré um öxl og gjafapoka á baki. Þetta er greinilega miðevrópski jólasveinninn en í blaðinu er hann einungis nefndur "gamli maðurinn hérna á myndinni".Upp úr síðustu aldamótum taka jólasveinar á Íslandi smám saman að fá æ meiri svip af þessum útlendu körlum bæði hvað snertir útlit, klæðaburð og innræti. Ímynd góða jólasveinsins með gjafirnar náði fljótt nokkurri fótfestu. ... Smám saman verða jólasveinar smáskrítnir vinir barna fremur en fjendur, færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja sögur. Munu verslanir ekki síst hafa stuðlað að þessari þróun með því að nota jólasveina í búðargluggum og seinna blaðaauglýsingum að erlendri fyrirmynd. Afstöðubreyting þessi hefst miklu fyrr í kaupstöðum en sveitum. Kringum 1930 virðist verða einskonar þjóðarsátt um jólasveinana. Þá tók Ríkistúvarpið til starfa og strax um jólin 1931 kom íslenskur jólasveinn í heimsókn í barnatíma þess í útvarpssal. Sá siður hefur haldist æ síðan og leikarar valið sér eitthvert hinna hefbundnu jólasveinanafna, hvort sem þeir komu fram í útvarpi eða á annarri jólatrésskemmtun. Þessi jólasveinn var hinsvegar hvorki hrekkjóttur né ógnvekjandi heldur einfaldur og góðhjartaður fjallabúi sem undraðist borgarlífið og tæknina. Hann gerði að gamni sínu við börnin, sagði frá og söng um ævi sína og bræðra sinna eða hann rakti grátbrosleg ævintýri sín á leið til byggða. Hann var í gervi hins alþjóðlega jólakarls og gaf börnum að skilnaði ávexti eða annað góðgæti. Eftir 1950 tóku rauðklæddir jólasveinar að sjást í stærri verslunum og enn síðar að hafa í frammi tilburði á götum úti eða húsaþökum. Á nokkrum heimilum var einnig tekið upp á því að láta einhvern í gervi jólasveins koma með gjafir á aðfangadagskvöld en það hefur aldrei orðið mjög vinsælt á Íslandi. Efalaust má einkum þakka það skáldunum og Útvarpinu að íslenskir jólasveinar héldu bæði fjölda sínum og sérnöfnum þótt þeir tækju upp búning og viðmót útlendra jólagaura. Þjóðminjasafn Íslands tók hinsvegar upp þann sið árið 1988 að skipuleggja heimsóknir jólasveina í safnið síðust þrettán daga fyrir jól. Eru þeir þá í gömlum íslenskum klæðum og hafa orðið afar vinsælir meðal yngstu kynslóðar sem þykja þessir jólasveinar mun sannferðugri en rauðklæddir kóla-sveinar.Að gefa í skóinn Siðurinn (að gefa í skóinn innsk.) varð hinsvegar mjög hamslaus á Íslandi fyrst eftir 1950. Sumir byrjuðu strax í upphafi jólaföstu eða 1. desember, og stundum komu stórar fjárfúlgur í skóinn. Olli slíkt bæði metingi og sárindum þegar börn báru sig saman í skóla, og leiðindum fyrir alla uppalendur. Ekki var gert neitt skipulagt átak til að hamla gegn þessum ófögnuði. Fóstrur og ömmur leituðu þó ráða hjá þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins, og af hennar hálfu var fjallað um málið í Ríkisútvarpinu. Árangurinn varð sá að upp úr 1970 tókst smám saman að innræta þá eðilegu meginreglu að ekkert kæmi í skóinn fyrr en fyrsti jólasveinninn kemur til byggða 13 eða 9 nóttum fyrir jól, og ekki væri annað en smáræði í skónum.Laufabrauð Laufabrauð er eitt af sérkennum jólahalds á Íslandi. Víða í Evrópu voru og eru til skrautlegar hátíðakökur en þær eru langtum matarmeiri en laufabrauðið. ... Sérstaða laufabrauðs felst einkum í því hversu næfurþunnt það á að vera. Upphafleg orsök þeirrar þynnku er langsennilegast sá skortur á korni sem löngum hrjáði Íslendinga, ekki síst á einokunartímanum á 17. og 18. öld. Með því að skera hráefnið sem mest við nögl var unnt að gefa fleiri munnum að smakka lostætið og útskurðurinn gerði kökurnar enn girnilegri.Jólatré Jólatréð hefur í heila öld verið eitt helsta tákn jólanna um heim allan. Það er þó tiltöluelga nýtt af nálinni í núverandi mynd. ... Til Íslands virðast allrafyrstu jólatré hafa borist kringum miðja 19. öld. Árið 1862 nefnir Jón Árnason sögu um reynitré og brunnu ljós á greinum þess alla jólanótt sem slokknuðu ekki hversu mjög sem vindur blés. ... Árið 1952 fékk Reykjavík í fyrsta sinn stórt jólatré að gjöf frá Ósló. Var það sett upp á Austurvelli, og hefur sú venja haldist síðan. Í fyrstu var jafnan kveikt á trénu síðasta sunnudag fyrir jól, en sú dagsetning færðist framar eftir því sem almennur jólaundirbúningur hófst fyrr. Síðan hafa margar erlendar borgir sent vinabæjum sínum á Íslandi jólatré. ... Fyrstu auglýsingar um innflutt jólatré birtust þegar árið 1896 en þau tóku samt ekki að seljast í stórum stíl fyr ren eftir 1940.Jólagjafir Jólagjafir í nútímaskilningi eru ekki nema rúmlega hundrað ára gamall siður meðal almennings á Íslandi þótt gjafir á jólum þekktust frá fornu fari hjá kóngafólki og öðrum höfðingjum erlendis og hérlendis eins og þegar má sjá í Egils sögu og fleiri fornritum. ... Eigi síðar en snemma á 19. öld var orðinn almennur siður að gefa hverju barni kerti á jólunum og jafnvel öllu heimilisfólkinu. ... Önnur tegund jólagjafa var á þá lund að hinir betur stæðu sendu snauðum nágrönnum einvherja matarögn fyrir jólin. Þessi siður mun eiga sér ævafornar rætur sem kirkjan hélt áfram að rækta. ... Eftir miðja 19. öld fer að örla á jólagjöfum í nútímastíl enda varð þá meira um sölubúðir en áður eftir að fullt verlsunarfrelsi komst á árið 1855. ... Langt fram á 20. öld var algengt að kaupmenn auglýstu sérstaka jólabasara og buðu afslátt á ýmsum vörum. Þetta fellur niður á stríðsárunum seinni en um leið fjölgar jólagjöfum um allan helming. Þessa breytingu virðist mega rekja til hinnar margrómuðu lífskjarabyltingar verkalýðsins á þessum árum. Eitt af fyrstu viðbrögðum verkafólks þegar lífskjör bötnuðu var að sjá til þess að börn þeirra fengju jóalagjafir ekki síður en hinna sem betur máttu. Þá reyndist ekki lengur sama þörf fyrir basara með niðursettu verði. ... Íslendingar hafa jafnan afhent jólagjafir sínar á aðfangadagskvöld rétt eins og menn fengu áður jólaskó og kerti á því sama kvöldi.Jólakort Fyrstu jólakortin komu á markað á Íslandi kringum 1890 og voru dönsk eða þýsk. Nokkru eftir aldamót var byrjað að gefa út íslensk jóla- og nýárskort. ... Um jólin1932 byrjaði Ríkisútvarpið að senda jóla- og nýárskveðjur og voru þær í fyrstu einkum til sjómanna á hafi úti. Danska útvarpið hafði tekið þennan sið upp fimm árum áður en fór seinna að senda kveðjur til Færeyja og Grænlands. Jólakveðjur íslenska útvarpsins fóru hinsvegar fram úr öllu því sem þekkt var í nálægum löndum. Einkum jukust þær á stríðsárunum þegar fólk sem flykkst hafði úr sveitum í atvinnu á höfuðborgarsvæðinu tók að senda kveðjur heim til sín. Þótti mörgum sem heima sat gott að heyra nafn sitt og heimilisfang hljóma á öldum ljósvakans. Á síðari árum hefur það síðan farið mjög í vöxt að fyrirtæki og stofnanir sendi viðskiptavinum um land allt jólakveðjur sem eru í reynd einskonar auglýsing. Tilvitnanir Saga daganna e. Árna Björnsson Útg. Mál og menning 1993 Bls. 314, 332, 334, 347, 351, 352, 353, 357, 359 362, 364, 365, 366, 367 og 372. Efni þetta er birt með leyfi höfundar. Einu sinni var... Jól Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Jólanóttin Jól Töskur og óvenjulegar klukkur Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól
Árni Björnsson þjóðháttafræðingur er manna fróðastur á Íslandi um jól og jólhald fyrr á tímum. Nokkrar bækur hafa komið út eftir hann um þetta efni og ber fyrst að nefna bókina „Jól á Íslandi" sem út kom árið 1963 hjá Ísafoldarprentsmiðju og var kandidatsritgerð Árna til lokaprófs í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands tveimur árum fyrr. „Í jólaskapi" sem kom út hjá Bjöllunni 20 árum síðar er bók sem Árni vann með Hring Jóhannssyni myndlistarmanni þar sem ljóð og sögur tengd jólum eru hnýtt saman með fróðleikstexta Árna og myndum Hrings. Árið 1993 kom út hjá Máli og Menningu „Saga daganna, hátíðir og merkisdagar á Íslandi". Á bókarkápu segir: „Í hátíðahaldi hverrar þjóðar koma saman saga hennar, atvinnulíf og náttúruaðstæður. Þessi umfjöllun um merkisdaga á Íslandi verður því jafnframt einskonar könnun íslenskrar þjóðarsálar fyrr og nú." Fleiri bækur Árna um jólin og þá einkum jólasveinana íslensku hafa einnig komið út.Ef flett er í Sögu daganna að kaflanum um jólin, þá er upphaf hans á þessa leið:Jól Jól hefjast nú aðfarakvöld 25. desember. Þau eiga sér á norðurslóðum ævaforna sögu tengda vetrarsólhvörfum. Nafnið er norrænt, og er einnig til í fornensku. Frummmerking þess er óljós. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær jól voru haldin í heiðnum sið, sennilega með fullu tungli í skammdeginu. Ekki vita menn heldur hvernig þau voru haldin, nema að þau voru "drukkin" með matar- og ölveislum. Buðu íslenskir höfðingjar oft fjölmenni til jóladrykkju. Norræn jól féllu síðar saman við kristna hátíð. Svipuð kristnun heiðinna hátíða um þetta leyti hafði áður átt sér stað suður við Miðjarðarhaf, og var þá ýmist minnst fæðingar krists eða skírnar. Á 4. og 5. öld komst sú venja víðast á að minnast fæðingarinnar 25. desember en skírnarninnar og tilbeiðslu vitringanna 6. janúar, og má þangað rekja jóladagana 13 á Íslandi. Helgi aðfangadagskvölds á rót sína í vöku sem almenn var kvöldið fyrir katólskar stórhátíðir enda var oft talið að sólarhringurinn byrjaði á miðjum aftni klukkan sex. Fasta fyrir jól var einnig lögboðin, stundum miðuð við Andrésmessu 30. nóvember, en oftast fjórða sunnudag fyrir jól. Þaðan eru sprottnir aðventusiðir síðari tíma.Mikil þjóðtrú tengist jólum og jólaföstu í miðju íslensku skammdegi. Grýla er þekkt sem flagð frá 13. öld og er á 17.-18. öld barnaæta tengd jólunum. Fyrst fréttist af jólasveinum á 17. öld sem afkvæmi Grýlu og miklu illþýði. Þeir taka nokkuð að mildast á 19. öld, koma þá ýmist af fjöllum eða af hafi, eru oftast 9 eða 13. Spurnir eru af rúmlega sjötíu jólasveinanöfnum. Seint á 19. öld tekur eðli jólasveina og útlit að blandast dönskum jólanissum annarsvegar en evrópskum og amerískum jólakarli hinsvegar. Um 1930 verður sú aðlögun að jólasveinarnir koma fram í rauðum alþjóðaklæðnaði og verða gjafmildir, en halda íslenskum sérnöfnum og fjölda. Um miðja 20. öld fóru jólasveinarnir að gefa börnum í skóinn að norðurevrópskum sið. Til jólahaldisns var oft slátrað kind á fyrri öldum og höfð kjötsúpa á aðfangadagskvöld. Hangiket var einnig fastur jólamatur, en rjúpur upphaflega fátækrafæði. Vegna korneklu voru grautar og brauðmeti þó mesta nýnæmið eins og við önnur hátíðabrigði á fyrri öldum, þar á meðal laufabrauðið sem áður virðist útbreitt um allt land en einkum norðan og norðaustan eftir miðja 19.öld. Snemma á 20 öld hefst kökugerð í stórum stíl til jóla og yfirgnæfði sjálfan jólamatinn, en hefur nú látið undan síga fyrir fjölbreyttara veislufæði. Jólatré breiddust upphaflega út frá mótmælendum í Þýskalandi. Einstaka grenitré tók að berast til Íslands á síðara hluta 19. aldar en slík jólatré urðu ekki algeng fyrr en um síðari heimsstyrjöld. Þangað til var hérlendis oftast notast við heimasmíðuð tré. Jólagjafir tíðkuðust ekki hérlendis fyrr en seint á 19. öld, og voru sumargjafir öldum saman almennari. Hinsvegar fékk vinnufólk og heimilsmenn sitthvað klæðakyns fyrir jólin sem einskonar launauppbót. Tengdar því eru sagnir um jólaköttinn, sem á sér ættingja í nautslíki við Eystrasalt og annan af geitarkyni í Noregi."Siðum þeim er tilheyra jólahaldi og orðið hafa til í áranna rás lýsir Árni á þessa leið:Jólafasta „Þótt jólin sjálf hefjist jólaaftan eða aðfangadagskvöld hefur undirbúningur þeirra að fornu og nýju staðið miklu lengur, og hátíðin sett mark sitt á vikurnar 3 - 4 á undan, þegar fastað var í katólskum sið og ekki étið kjöt. Ekki liggja í augum uppi bein náttúruleg frumtilefni þess að draga við sig kjötmeti á þessum árstíma. Á það má samt benda að haustslátrun var víðast lokið fyrir nokkru. Þá höfðu menn belgt sig upp af allskyns nýjum sláturmat, svo að tímabært var að hvíla meltingarfærin og spara kjötbirgðir áður en vetrarveislur hófust. Um þetta leyti stóð fengitími sauðfjár einnig mjög víða yfir, en skiljanlega vildu hjarðþjóðir ekki slátra úr bústofninum frá sláturtíð fram að sauðburði nema brýna nauðsyn bæri til. Desemberfasta er í kristnum sið hugsuð sem undirbúningstími fyrir fæðingarhátíð Frelsarans. Hún heitir á latínu adventus sem merkir 'tilkoma'. Af því er smíðað tökuorðið aðventa og var frá miðri 14. öld notað jöfnum höndum við jólaföstu sem jafnan stendur í elstu lagahandritum og kemur einnig fyrir í norskum fornlögum en vék þar að mestu fyrir aðventu.Aðventukransar Aðventukransar þeir sem margir útbúa til heimilisskrauts á jólaföstu er tiltölulega ungt fyrirbæri. Suður í Evrópu er að vísu gamall siður að skreyta híbýli sín með sígrænum greinum við hátíðleg tækifæri. Almennt fóru aðventukransar þó ekki að sjást á Íslandi fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld og þá fyrst sem skraut í einstaka búðargluggum eða á veitingahúsum. Þeir breiddumst mjög hægt út og urðu ekki umtalsverð söluvara fyrr en milli 1960-70. Samtímis því færðist í vöxt að fólk byggi til sína eigin aðventukransa.Jólasveinar Elsta jólasveinsmynd sem fundist hefur í íslensku riti er á forsíðu jólablaðs Æskunnar árið 1901. Þar eru greinilega litlu dönsku jólanissarnir á ferð. Árið 1906 er mynd í jólablaði Unga Íslands af síðskeggjuðum öldungi í skósíðum kufli með jólatré um öxl og gjafapoka á baki. Þetta er greinilega miðevrópski jólasveinninn en í blaðinu er hann einungis nefndur "gamli maðurinn hérna á myndinni".Upp úr síðustu aldamótum taka jólasveinar á Íslandi smám saman að fá æ meiri svip af þessum útlendu körlum bæði hvað snertir útlit, klæðaburð og innræti. Ímynd góða jólasveinsins með gjafirnar náði fljótt nokkurri fótfestu. ... Smám saman verða jólasveinar smáskrítnir vinir barna fremur en fjendur, færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja sögur. Munu verslanir ekki síst hafa stuðlað að þessari þróun með því að nota jólasveina í búðargluggum og seinna blaðaauglýsingum að erlendri fyrirmynd. Afstöðubreyting þessi hefst miklu fyrr í kaupstöðum en sveitum. Kringum 1930 virðist verða einskonar þjóðarsátt um jólasveinana. Þá tók Ríkistúvarpið til starfa og strax um jólin 1931 kom íslenskur jólasveinn í heimsókn í barnatíma þess í útvarpssal. Sá siður hefur haldist æ síðan og leikarar valið sér eitthvert hinna hefbundnu jólasveinanafna, hvort sem þeir komu fram í útvarpi eða á annarri jólatrésskemmtun. Þessi jólasveinn var hinsvegar hvorki hrekkjóttur né ógnvekjandi heldur einfaldur og góðhjartaður fjallabúi sem undraðist borgarlífið og tæknina. Hann gerði að gamni sínu við börnin, sagði frá og söng um ævi sína og bræðra sinna eða hann rakti grátbrosleg ævintýri sín á leið til byggða. Hann var í gervi hins alþjóðlega jólakarls og gaf börnum að skilnaði ávexti eða annað góðgæti. Eftir 1950 tóku rauðklæddir jólasveinar að sjást í stærri verslunum og enn síðar að hafa í frammi tilburði á götum úti eða húsaþökum. Á nokkrum heimilum var einnig tekið upp á því að láta einhvern í gervi jólasveins koma með gjafir á aðfangadagskvöld en það hefur aldrei orðið mjög vinsælt á Íslandi. Efalaust má einkum þakka það skáldunum og Útvarpinu að íslenskir jólasveinar héldu bæði fjölda sínum og sérnöfnum þótt þeir tækju upp búning og viðmót útlendra jólagaura. Þjóðminjasafn Íslands tók hinsvegar upp þann sið árið 1988 að skipuleggja heimsóknir jólasveina í safnið síðust þrettán daga fyrir jól. Eru þeir þá í gömlum íslenskum klæðum og hafa orðið afar vinsælir meðal yngstu kynslóðar sem þykja þessir jólasveinar mun sannferðugri en rauðklæddir kóla-sveinar.Að gefa í skóinn Siðurinn (að gefa í skóinn innsk.) varð hinsvegar mjög hamslaus á Íslandi fyrst eftir 1950. Sumir byrjuðu strax í upphafi jólaföstu eða 1. desember, og stundum komu stórar fjárfúlgur í skóinn. Olli slíkt bæði metingi og sárindum þegar börn báru sig saman í skóla, og leiðindum fyrir alla uppalendur. Ekki var gert neitt skipulagt átak til að hamla gegn þessum ófögnuði. Fóstrur og ömmur leituðu þó ráða hjá þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins, og af hennar hálfu var fjallað um málið í Ríkisútvarpinu. Árangurinn varð sá að upp úr 1970 tókst smám saman að innræta þá eðilegu meginreglu að ekkert kæmi í skóinn fyrr en fyrsti jólasveinninn kemur til byggða 13 eða 9 nóttum fyrir jól, og ekki væri annað en smáræði í skónum.Laufabrauð Laufabrauð er eitt af sérkennum jólahalds á Íslandi. Víða í Evrópu voru og eru til skrautlegar hátíðakökur en þær eru langtum matarmeiri en laufabrauðið. ... Sérstaða laufabrauðs felst einkum í því hversu næfurþunnt það á að vera. Upphafleg orsök þeirrar þynnku er langsennilegast sá skortur á korni sem löngum hrjáði Íslendinga, ekki síst á einokunartímanum á 17. og 18. öld. Með því að skera hráefnið sem mest við nögl var unnt að gefa fleiri munnum að smakka lostætið og útskurðurinn gerði kökurnar enn girnilegri.Jólatré Jólatréð hefur í heila öld verið eitt helsta tákn jólanna um heim allan. Það er þó tiltöluelga nýtt af nálinni í núverandi mynd. ... Til Íslands virðast allrafyrstu jólatré hafa borist kringum miðja 19. öld. Árið 1862 nefnir Jón Árnason sögu um reynitré og brunnu ljós á greinum þess alla jólanótt sem slokknuðu ekki hversu mjög sem vindur blés. ... Árið 1952 fékk Reykjavík í fyrsta sinn stórt jólatré að gjöf frá Ósló. Var það sett upp á Austurvelli, og hefur sú venja haldist síðan. Í fyrstu var jafnan kveikt á trénu síðasta sunnudag fyrir jól, en sú dagsetning færðist framar eftir því sem almennur jólaundirbúningur hófst fyrr. Síðan hafa margar erlendar borgir sent vinabæjum sínum á Íslandi jólatré. ... Fyrstu auglýsingar um innflutt jólatré birtust þegar árið 1896 en þau tóku samt ekki að seljast í stórum stíl fyr ren eftir 1940.Jólagjafir Jólagjafir í nútímaskilningi eru ekki nema rúmlega hundrað ára gamall siður meðal almennings á Íslandi þótt gjafir á jólum þekktust frá fornu fari hjá kóngafólki og öðrum höfðingjum erlendis og hérlendis eins og þegar má sjá í Egils sögu og fleiri fornritum. ... Eigi síðar en snemma á 19. öld var orðinn almennur siður að gefa hverju barni kerti á jólunum og jafnvel öllu heimilisfólkinu. ... Önnur tegund jólagjafa var á þá lund að hinir betur stæðu sendu snauðum nágrönnum einvherja matarögn fyrir jólin. Þessi siður mun eiga sér ævafornar rætur sem kirkjan hélt áfram að rækta. ... Eftir miðja 19. öld fer að örla á jólagjöfum í nútímastíl enda varð þá meira um sölubúðir en áður eftir að fullt verlsunarfrelsi komst á árið 1855. ... Langt fram á 20. öld var algengt að kaupmenn auglýstu sérstaka jólabasara og buðu afslátt á ýmsum vörum. Þetta fellur niður á stríðsárunum seinni en um leið fjölgar jólagjöfum um allan helming. Þessa breytingu virðist mega rekja til hinnar margrómuðu lífskjarabyltingar verkalýðsins á þessum árum. Eitt af fyrstu viðbrögðum verkafólks þegar lífskjör bötnuðu var að sjá til þess að börn þeirra fengju jóalagjafir ekki síður en hinna sem betur máttu. Þá reyndist ekki lengur sama þörf fyrir basara með niðursettu verði. ... Íslendingar hafa jafnan afhent jólagjafir sínar á aðfangadagskvöld rétt eins og menn fengu áður jólaskó og kerti á því sama kvöldi.Jólakort Fyrstu jólakortin komu á markað á Íslandi kringum 1890 og voru dönsk eða þýsk. Nokkru eftir aldamót var byrjað að gefa út íslensk jóla- og nýárskort. ... Um jólin1932 byrjaði Ríkisútvarpið að senda jóla- og nýárskveðjur og voru þær í fyrstu einkum til sjómanna á hafi úti. Danska útvarpið hafði tekið þennan sið upp fimm árum áður en fór seinna að senda kveðjur til Færeyja og Grænlands. Jólakveðjur íslenska útvarpsins fóru hinsvegar fram úr öllu því sem þekkt var í nálægum löndum. Einkum jukust þær á stríðsárunum þegar fólk sem flykkst hafði úr sveitum í atvinnu á höfuðborgarsvæðinu tók að senda kveðjur heim til sín. Þótti mörgum sem heima sat gott að heyra nafn sitt og heimilisfang hljóma á öldum ljósvakans. Á síðari árum hefur það síðan farið mjög í vöxt að fyrirtæki og stofnanir sendi viðskiptavinum um land allt jólakveðjur sem eru í reynd einskonar auglýsing. Tilvitnanir Saga daganna e. Árna Björnsson Útg. Mál og menning 1993 Bls. 314, 332, 334, 347, 351, 352, 353, 357, 359 362, 364, 365, 366, 367 og 372. Efni þetta er birt með leyfi höfundar.
Einu sinni var... Jól Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Jólanóttin Jól Töskur og óvenjulegar klukkur Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól