Skín í rauðar skotthúfur 1. nóvember 2014 13:00 Skín í rauðar skotthúfur skuggalangan daginn, jólasveinar sækja að sjást um allan bæinn. Ljúf í geði leika sér lítil börn í desember, inn í frið og ró, útí frost og snjó því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Uppi á lofti, inni í skáp eru jólapakkar, titra öll af tilhlökkun tindilfættir krakkar. Komi jólakötturinn kemst hann ekki í bæinn inn, inn í frið og ró, inn úr frosti og snjó, því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Stjörnur tindra stillt og rótt, stafa geislum björtum. Norðurljósin loga skær leika á himni svörtum. Jólahátíð höldum vér hýr og glöð í desember þó að feyki snjór þá í friði og ró við höldum heilög jólin heilög blessuð jólin.Eftir Friðrik Guðna Þórleifsson Jólalög Mest lesið Þannig voru jólin 1959 Jól Hátíð fer að höndum ein Jól Borða með góðri samvisku Jól Jól Jól Það heyrast jólabjöllur Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Hart deilt um gisið jólatré Jól Tími kærleikans Jól Smákökur úr íslensku súkkulaði Jólin Grýla vill fá krakka í pokann Jól
Skín í rauðar skotthúfur skuggalangan daginn, jólasveinar sækja að sjást um allan bæinn. Ljúf í geði leika sér lítil börn í desember, inn í frið og ró, útí frost og snjó því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Uppi á lofti, inni í skáp eru jólapakkar, titra öll af tilhlökkun tindilfættir krakkar. Komi jólakötturinn kemst hann ekki í bæinn inn, inn í frið og ró, inn úr frosti og snjó, því að brátt koma björtu jólin, bráðum koma jólin. Stjörnur tindra stillt og rótt, stafa geislum björtum. Norðurljósin loga skær leika á himni svörtum. Jólahátíð höldum vér hýr og glöð í desember þó að feyki snjór þá í friði og ró við höldum heilög jólin heilög blessuð jólin.Eftir Friðrik Guðna Þórleifsson
Jólalög Mest lesið Þannig voru jólin 1959 Jól Hátíð fer að höndum ein Jól Borða með góðri samvisku Jól Jól Jól Það heyrast jólabjöllur Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Hart deilt um gisið jólatré Jól Tími kærleikans Jól Smákökur úr íslensku súkkulaði Jólin Grýla vill fá krakka í pokann Jól