Bleika baráttan Viktoría Hermannsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Þegar ég komst að því að ég ætti von á dóttur fyrir tæpum fimm árum var ég strax mjög ákveðin um nokkra hluti. Stúlkan skyldi ekki alin upp í bleikum prinsessuheimi og Hello Kitty kæmi aldrei inn á heimili mitt – ekki í neinni mynd. Það fer nefnilega fátt meira í taugarnar á mér en þegar litlar stelpur eru kallaðar prinsessur og klæddar upp í stíl við viðurnefnið. Ég fékk grænar bólur þegar ég sá litlar stelpur klæddar í bleikt frá toppi til táar og mæður sem gerðu sitt besta til þess að það myndi alveg örugglega enginn halda að litla stelpan þeirra væri strákur. Ég vildi ekki að barnið væri alið upp í þeirri trú að hennar hlutverk í lífinu væri að vera undirgefin prinsessa sem skipti mestu máli að vera falleg. Fyrstu mánuðina gekk þetta nú bara nokkuð vel. Ég hef að sjálfsögðu ekkert á móti bleiku en bleikt í of miklu magni og hvað þá á ungbarni er bara of mikið. Barnið var bara klætt í alla þá liti regnbogans sem hentuðu hverju sinni. Þegar barnið fór í leikskóla fór fljótlega að halla undan fæti. Framan af var blár uppáhaldsliturinn en ég man þegar ég var einhvern tímann að ræða þetta í góðra kvenna hópi þá sagði móðir eldri stelpu við mig að þetta væri töpuð barátta. Ég trúði því nú aldeilis ekki en þurfti fljótlega að kyngja stoltinu. Barnið kom heim af leikskólanum einn daginn og sagði mér að bleikt væri uppáhaldsliturinn og hún vildi bara vera í kjól. Áhrif samfélagsins höfðu skákað femíníska fyrirmyndaruppeldinu. Ég ætla auðvitað ekki að vera mamman sem bannar barninu að vera í því sem það vill klæðast. Þetta hefur því aldeilis komið í bakið á mér. Þegar dóttirin hélt upp á fjögurra ára afmælið sitt núna um daginn var Frozen þema og afmælisgestirnir nánast allir í prinsessukjólum. Það meira segja gekk svo langt að það voru Hello Kitty-servíettur á borðum. Baráttan algjörlega töpuð og ég dreg þann lærdóm af þessu að það á aldrei að segja aldrei. En þetta er allt í lagi því hún veit að prinsessur eru líka klárir snillingar sem geta allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Þegar ég komst að því að ég ætti von á dóttur fyrir tæpum fimm árum var ég strax mjög ákveðin um nokkra hluti. Stúlkan skyldi ekki alin upp í bleikum prinsessuheimi og Hello Kitty kæmi aldrei inn á heimili mitt – ekki í neinni mynd. Það fer nefnilega fátt meira í taugarnar á mér en þegar litlar stelpur eru kallaðar prinsessur og klæddar upp í stíl við viðurnefnið. Ég fékk grænar bólur þegar ég sá litlar stelpur klæddar í bleikt frá toppi til táar og mæður sem gerðu sitt besta til þess að það myndi alveg örugglega enginn halda að litla stelpan þeirra væri strákur. Ég vildi ekki að barnið væri alið upp í þeirri trú að hennar hlutverk í lífinu væri að vera undirgefin prinsessa sem skipti mestu máli að vera falleg. Fyrstu mánuðina gekk þetta nú bara nokkuð vel. Ég hef að sjálfsögðu ekkert á móti bleiku en bleikt í of miklu magni og hvað þá á ungbarni er bara of mikið. Barnið var bara klætt í alla þá liti regnbogans sem hentuðu hverju sinni. Þegar barnið fór í leikskóla fór fljótlega að halla undan fæti. Framan af var blár uppáhaldsliturinn en ég man þegar ég var einhvern tímann að ræða þetta í góðra kvenna hópi þá sagði móðir eldri stelpu við mig að þetta væri töpuð barátta. Ég trúði því nú aldeilis ekki en þurfti fljótlega að kyngja stoltinu. Barnið kom heim af leikskólanum einn daginn og sagði mér að bleikt væri uppáhaldsliturinn og hún vildi bara vera í kjól. Áhrif samfélagsins höfðu skákað femíníska fyrirmyndaruppeldinu. Ég ætla auðvitað ekki að vera mamman sem bannar barninu að vera í því sem það vill klæðast. Þetta hefur því aldeilis komið í bakið á mér. Þegar dóttirin hélt upp á fjögurra ára afmælið sitt núna um daginn var Frozen þema og afmælisgestirnir nánast allir í prinsessukjólum. Það meira segja gekk svo langt að það voru Hello Kitty-servíettur á borðum. Baráttan algjörlega töpuð og ég dreg þann lærdóm af þessu að það á aldrei að segja aldrei. En þetta er allt í lagi því hún veit að prinsessur eru líka klárir snillingar sem geta allt.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun