Fagnar þremur stórum áföngum Freyr Bjarnason skrifar 12. nóvember 2014 11:30 Djasstónlistarmaðurinn heldur tónleika í Björtuloftum í kvöld. Mynd/Ólafur már Svavarsson Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson efnir til tónleika í kvöld í tilefni þriggja stóráfanga í lífi sínu og ferli. Hann fagnar útgáfu nótnabókar, tíu ára útgáfuafmæli fyrstu plötu sinnar og fertugsafmæli sínu sem verður í lok ársins. „Nótnabókin er með öllum þeim djasslögum sem ég hef samið og hafa komið út á diskum sem ég hef gefið út undir mínu nafni og líka því sem ég hef gefið út í samstarfsverkefnum,“ segir Andrés Þór, aðspurður. „Lögin spanna öll þessi tíu ár, eða frá því að fyrsta djassplatan sem ég var hluti af kom út. Ég bjóst við að þetta yrðu þrjátíu og eitthvað lög en á endanum sá ég að þetta voru 45 lög.“ Fyrsta djassplata sem Andrés spilaði inn á var með hollensku og íslensku djasstríói, Wijnen and Winter and Thor, en hann var þá nýfluttur heim frá Hollandi þegar hún kom út. Næsta platan sem kom á eftir var fyrsta sólóplatan hans, Nýr dagur, og síðan þá hefur Andrés reynt að vera duglegur að búa til nýja tónlist. Djassarinn, sem er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í ár, verður fertugur 27. desember. „Ég er jólabarn og afmælið fellur alltaf svolítið í skuggann af jólunum,“ segir hann. „Þannig að ég ákvað að halda upp á það núna. Svo verður örugglega veisla fyrir vini og ættingja í desember.“ Á tónleikunum, sem verða í Björtuloftum í Hörpu, verða leikin vel valin lög úr nýju nótnabókinni. Ásamt Andrési koma fram Agnar Már Magnússon á píanó, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er kr. 1.500 en 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást á Harpa.is og Midi.is. Tónlist Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson efnir til tónleika í kvöld í tilefni þriggja stóráfanga í lífi sínu og ferli. Hann fagnar útgáfu nótnabókar, tíu ára útgáfuafmæli fyrstu plötu sinnar og fertugsafmæli sínu sem verður í lok ársins. „Nótnabókin er með öllum þeim djasslögum sem ég hef samið og hafa komið út á diskum sem ég hef gefið út undir mínu nafni og líka því sem ég hef gefið út í samstarfsverkefnum,“ segir Andrés Þór, aðspurður. „Lögin spanna öll þessi tíu ár, eða frá því að fyrsta djassplatan sem ég var hluti af kom út. Ég bjóst við að þetta yrðu þrjátíu og eitthvað lög en á endanum sá ég að þetta voru 45 lög.“ Fyrsta djassplata sem Andrés spilaði inn á var með hollensku og íslensku djasstríói, Wijnen and Winter and Thor, en hann var þá nýfluttur heim frá Hollandi þegar hún kom út. Næsta platan sem kom á eftir var fyrsta sólóplatan hans, Nýr dagur, og síðan þá hefur Andrés reynt að vera duglegur að búa til nýja tónlist. Djassarinn, sem er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í ár, verður fertugur 27. desember. „Ég er jólabarn og afmælið fellur alltaf svolítið í skuggann af jólunum,“ segir hann. „Þannig að ég ákvað að halda upp á það núna. Svo verður örugglega veisla fyrir vini og ættingja í desember.“ Á tónleikunum, sem verða í Björtuloftum í Hörpu, verða leikin vel valin lög úr nýju nótnabókinni. Ásamt Andrési koma fram Agnar Már Magnússon á píanó, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er kr. 1.500 en 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást á Harpa.is og Midi.is.
Tónlist Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira