Frumflytja sjö ný íslensk tónverk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 12:00 Hanna Dóra Sturludóttir: „Ég hef aldrei sungið verk eftir Jónas fyrr og það hefur verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu.“ Vísir/GVA „Þetta er nýtt verk við hinn gamla texta um píslargöngu Krists og Maríu við krossinn,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir um nýtt tónverk eftir Jónas Tómasson, Via Crucis / Stabat Mater fyrir söngrödd og þrjú klarínett sem hún frumflytur í Dómkirkjunni annað kvöld. „Ég hef aldrei sungið verk eftir Jónas fyrr og það hefur verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu,“ bætir Hanna Dóra við. „Verkið er kaflaskipt, skiptist á klarinettuleikur og söngur og mér finnst það mjög áhrifaríkt. Ég hef sungið Stabat Mater eftir Pergolesi og fleiri þannig að ég þekki textann ágætlega og legg mig alla fram um að túlka hann og koma til skila við þessa nýju tónlist.“ Ásamt Hönnu Dóru er það Chalumeaux-tríóið sem flytur verkið en það er skipað klarinettuleikurunum Ármanni Helgasyni, Kjartani Óskarssyni og Sigurði Snorrasyni. Hanna Dóra syngur um þessar mundir í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Carlo eftir Verdi en allra síðasta sýning verður á laugardagskvöldið. „Þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri, því þetta hefur gengið svo vel og fengið svo góðar viðtökur,“ segir hún. Auk fyrrnefnds tónverks eftir Jónas Tómasson verða á tónleikunum annað kvöld frumflutt sex ný íslensk tónverk eftir nýútskrifuð tónskáld úr Listaháskóla Íslands. Þau voru beðin um að semja stutt kórverk fyrir Dómkórinn við texta sem nokkrir prestar höfðu valið. Tónskáldin eru þau Árni Bergur Zoëga, Ásbjörg Jónsdóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Georg K. Hilmarsson, Soffía Björg Óðinsdóttir og Örn Ýmir Arason. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Tónleikarnir eru lokaviðburðurinn á Tónlistardögum Dómkirkjunnar 2014 og þeir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er nýtt verk við hinn gamla texta um píslargöngu Krists og Maríu við krossinn,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir um nýtt tónverk eftir Jónas Tómasson, Via Crucis / Stabat Mater fyrir söngrödd og þrjú klarínett sem hún frumflytur í Dómkirkjunni annað kvöld. „Ég hef aldrei sungið verk eftir Jónas fyrr og það hefur verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu,“ bætir Hanna Dóra við. „Verkið er kaflaskipt, skiptist á klarinettuleikur og söngur og mér finnst það mjög áhrifaríkt. Ég hef sungið Stabat Mater eftir Pergolesi og fleiri þannig að ég þekki textann ágætlega og legg mig alla fram um að túlka hann og koma til skila við þessa nýju tónlist.“ Ásamt Hönnu Dóru er það Chalumeaux-tríóið sem flytur verkið en það er skipað klarinettuleikurunum Ármanni Helgasyni, Kjartani Óskarssyni og Sigurði Snorrasyni. Hanna Dóra syngur um þessar mundir í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Carlo eftir Verdi en allra síðasta sýning verður á laugardagskvöldið. „Þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri, því þetta hefur gengið svo vel og fengið svo góðar viðtökur,“ segir hún. Auk fyrrnefnds tónverks eftir Jónas Tómasson verða á tónleikunum annað kvöld frumflutt sex ný íslensk tónverk eftir nýútskrifuð tónskáld úr Listaháskóla Íslands. Þau voru beðin um að semja stutt kórverk fyrir Dómkórinn við texta sem nokkrir prestar höfðu valið. Tónskáldin eru þau Árni Bergur Zoëga, Ásbjörg Jónsdóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Georg K. Hilmarsson, Soffía Björg Óðinsdóttir og Örn Ýmir Arason. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Tónleikarnir eru lokaviðburðurinn á Tónlistardögum Dómkirkjunnar 2014 og þeir hefjast klukkan 20 annað kvöld.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira