Málfundur um kynblint hlutverkaval 10. nóvember 2014 10:30 Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóri og Emily Carding leikkona vinna nú að uppsetningu á Ríkharði III fyrir eina konu. Mynd úr einkasafni Leikhópurinn Brite Theater vinnur nú að aðlögun á Ríkharði III fyrir eina konu í vinnustofu sinni í Tjarnarbíói. Af því tilefni efnir hópurinn til málfundar um kynblint hlutverkaval á bar Tjarnarbíós í dag klukkan 18. Þar mun Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóri fjalla um viðtökur við konum í karlhlutverkum í sýningu Brite Theatre á verkinu Shakespeare in Hell, sem sýnt hefur verið víða á Englandi, og vakningu um kynblint hlutverkaval í Bretlandi í dag. Síðan ræðir Emily Carding leikkona um reynslu sína af því að leika klassísk karlhlutverk. Auk þess er von á góðum gestum sem taka munu til máls. Að sögn þeirra stallsystra er um þessar mundir mikið rætt í Bretlandi um mikilvægi þess að skoða hlutverk út frá hinu kyninu, sem einhvers konar söguendurritun, og opna fyrir möguleikann á því að konur geti leikið rullur sem upphaflega voru ætlaðar karlmönnum. Sögulega er meira um hlutverk fyrir karlmenn í leikhúsi en konur eru nú í miklum meirihluta leiklistarfólks og er því ójafnvægi milli þess hverjir skapa listina og hverja hún túlkar. Nýverið hefur myndast hreyfing innan Bretlands þar sem konur snúa sér að því að leika týpísk karlhlutverk og karlar takast á við kvenhlutverk af meiri alvöru en tíðkast hefur undanfarna áratugi. Þetta er hluti af stærri hreyfingu þar sem fólk er að átta sig á að jafnræði er ekki komið á innan listarinnar. Leikhúsið er því sett í sviðsljósið í þessari umræðu. Á fimmtudagskvöldið klukkan sjö munu þær Emily og Kolbrún Björt svo sýna verkið Ríkharður III, verk í vinnslu í Tjarnarbíói. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Leikhópurinn Brite Theater vinnur nú að aðlögun á Ríkharði III fyrir eina konu í vinnustofu sinni í Tjarnarbíói. Af því tilefni efnir hópurinn til málfundar um kynblint hlutverkaval á bar Tjarnarbíós í dag klukkan 18. Þar mun Kolbrún Björt Sigfúsdóttir leikstjóri fjalla um viðtökur við konum í karlhlutverkum í sýningu Brite Theatre á verkinu Shakespeare in Hell, sem sýnt hefur verið víða á Englandi, og vakningu um kynblint hlutverkaval í Bretlandi í dag. Síðan ræðir Emily Carding leikkona um reynslu sína af því að leika klassísk karlhlutverk. Auk þess er von á góðum gestum sem taka munu til máls. Að sögn þeirra stallsystra er um þessar mundir mikið rætt í Bretlandi um mikilvægi þess að skoða hlutverk út frá hinu kyninu, sem einhvers konar söguendurritun, og opna fyrir möguleikann á því að konur geti leikið rullur sem upphaflega voru ætlaðar karlmönnum. Sögulega er meira um hlutverk fyrir karlmenn í leikhúsi en konur eru nú í miklum meirihluta leiklistarfólks og er því ójafnvægi milli þess hverjir skapa listina og hverja hún túlkar. Nýverið hefur myndast hreyfing innan Bretlands þar sem konur snúa sér að því að leika týpísk karlhlutverk og karlar takast á við kvenhlutverk af meiri alvöru en tíðkast hefur undanfarna áratugi. Þetta er hluti af stærri hreyfingu þar sem fólk er að átta sig á að jafnræði er ekki komið á innan listarinnar. Leikhúsið er því sett í sviðsljósið í þessari umræðu. Á fimmtudagskvöldið klukkan sjö munu þær Emily og Kolbrún Björt svo sýna verkið Ríkharður III, verk í vinnslu í Tjarnarbíói.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira