Bassbarítónar flytja karlmannleg sönglög Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2014 14:00 Jóhann Smári Sævarsson, Davíð Ólafsson, Bergþór Pálsson, Viðar Gunnarsson og Kristinn Sigmundsson voru reffilegir á æfingu fyrir tónleikana. vísir/ernir Af tilefni útgáfu bókanna Bassbar munu einir fremstu bassbarítónar Íslands standa saman á sviði annað kvöld í Salnum og flytja sönglög sem sérstaklega eru útfærð fyrir þeirra raddir. „Bassbarítónar eru neðri raddir karlmanna og ég ákvað að gefa út bækur fyrir þessa rödd vegna vöntunar á slíku,“ segir Jón Kristinn Cortez, tónlistarkennari og útgefandi bókanna tveggja, en hann er langt kominn með þriðju og fjórðu bókina í flokknum. „Fyrir mörgum árum bað einn af þessum bassbarítónum mig um að lækka fyrir sig lag og tautaði um leið að það séu aldrei skrifuð lög fyrir hans líka. Þegar tónskáld skrifa lög hafa þau ákveðna raddgerð í huga og það vill verða þannig að bassbarítónar ná ekki nógu hátt til að syngja lögin.“ Í framhaldi af þessu samtali einsetti Jón Kristinn sér að leita uppi þau lög sem eru til fyrir röddina og bæta við fleiri lögum sem hann hefur lækkað um einn tón eða einn og hálfan. Lögin eru samtals þrjátíu og tvö og hefur Jón Kristinn fengið fríðan flokk til að flytja lög úr bókinni fyrir sig á útgáfutónleikum.Jón Kristinn Cortez„Þessir góðu söngvarar hafa aldrei staðið allir fimm saman á sviði og verður gaman að fylgjast með þeim flytja þessi karlmannlegu sönglög íslenskra tónskálda,“ segir Jón Kristinn, en segir fólk þurfa að meta það sjálft hvort bassbarítónar séu ímynd karlmennskunnar. „Inn á milli er viðkvæmni sem sýnir mjúku hliðina líka,“ bætir hann við hlæjandi. Það eru ekki margir sem gefa út tónbækur á Íslandi en nýlega var þó stofnað Samband íslenskra tónbókaútefenda, og er útgáfa Jóns Kristins hluti af því. Jón Kristinn hefur þó lengi verið í bransanum og hóf útgáfu í kringum 1970 en af illri nauðsyn. „Kennararnir í tónskólanum voru með mjög misgóða handskrift og maður eyddi oft dágóðum tíma í að ráða í skriftina. Það varð til þess að ég fór að leita ýmissa ráða til að skrifa greinilega en það er ekki fyrr en tölvutæknin kom til sögunnar að skurkur verður í þessu.“ Meðal vinsælla laga sem samin eru fyrir bassbarítóna eru Sverrir konungur og Nótt en Jón Kristinn segist ekki ætla að bera þau á borð á tónleikunum. „Ég reyni frekar að leyfa fólki að heyra í lögunum sem eru ekki eins mikið sungin til þess að vekja athygli á þeim. Enda alveg þess virði að syngja og hlusta á.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Af tilefni útgáfu bókanna Bassbar munu einir fremstu bassbarítónar Íslands standa saman á sviði annað kvöld í Salnum og flytja sönglög sem sérstaklega eru útfærð fyrir þeirra raddir. „Bassbarítónar eru neðri raddir karlmanna og ég ákvað að gefa út bækur fyrir þessa rödd vegna vöntunar á slíku,“ segir Jón Kristinn Cortez, tónlistarkennari og útgefandi bókanna tveggja, en hann er langt kominn með þriðju og fjórðu bókina í flokknum. „Fyrir mörgum árum bað einn af þessum bassbarítónum mig um að lækka fyrir sig lag og tautaði um leið að það séu aldrei skrifuð lög fyrir hans líka. Þegar tónskáld skrifa lög hafa þau ákveðna raddgerð í huga og það vill verða þannig að bassbarítónar ná ekki nógu hátt til að syngja lögin.“ Í framhaldi af þessu samtali einsetti Jón Kristinn sér að leita uppi þau lög sem eru til fyrir röddina og bæta við fleiri lögum sem hann hefur lækkað um einn tón eða einn og hálfan. Lögin eru samtals þrjátíu og tvö og hefur Jón Kristinn fengið fríðan flokk til að flytja lög úr bókinni fyrir sig á útgáfutónleikum.Jón Kristinn Cortez„Þessir góðu söngvarar hafa aldrei staðið allir fimm saman á sviði og verður gaman að fylgjast með þeim flytja þessi karlmannlegu sönglög íslenskra tónskálda,“ segir Jón Kristinn, en segir fólk þurfa að meta það sjálft hvort bassbarítónar séu ímynd karlmennskunnar. „Inn á milli er viðkvæmni sem sýnir mjúku hliðina líka,“ bætir hann við hlæjandi. Það eru ekki margir sem gefa út tónbækur á Íslandi en nýlega var þó stofnað Samband íslenskra tónbókaútefenda, og er útgáfa Jóns Kristins hluti af því. Jón Kristinn hefur þó lengi verið í bransanum og hóf útgáfu í kringum 1970 en af illri nauðsyn. „Kennararnir í tónskólanum voru með mjög misgóða handskrift og maður eyddi oft dágóðum tíma í að ráða í skriftina. Það varð til þess að ég fór að leita ýmissa ráða til að skrifa greinilega en það er ekki fyrr en tölvutæknin kom til sögunnar að skurkur verður í þessu.“ Meðal vinsælla laga sem samin eru fyrir bassbarítóna eru Sverrir konungur og Nótt en Jón Kristinn segist ekki ætla að bera þau á borð á tónleikunum. „Ég reyni frekar að leyfa fólki að heyra í lögunum sem eru ekki eins mikið sungin til þess að vekja athygli á þeim. Enda alveg þess virði að syngja og hlusta á.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira