Bráðhollt og bragðgott rauðrófusalat 7. nóvember 2014 14:00 heilsugengið réttur Í síðasta þætti af Heilsugenginu var Halldóra Sigurdórsdóttir heimsótt, en hún var sárþjáð af vefjagigt og öðrum kvillum. Halldóra tók málin í sínar hendur og með því að breyta um mataræði og hugsunarhátt tók líf hennar stakkaskiptum. Solla Eiríks bjó til fyrir hana þetta bráðholla og bragðgóða rauðrófusalat. 3 rauðrófur, afhýddar og skornar í bita 1 msk. fennelfræ 1 tsk. sjávarsaltflögur 1 msk. kókosolía + 1 msk. vatn 2-3 grænkálsblöð, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 2 dl brokkólíblóm, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 1 lárpera 50 g valhnetur, þurrristaðar um 10 jarðarber, skorin í fernt ólífuolía, balsam-edik, sjávarsaltflögur til að skvetta yfir Afhýðið rauðrófurnar, skerið í bita, stráið yfir salti og fennelfræjum ásamt vatni og kókosolíu og bakið í ofni við 175°C í um 30 mín. Setjið í skál ásamt öllu hinu sem eftir er. Blandið saman og skvettið ólífuolíu og balsam-ediki yfir og nokkrum sjávarsaltflögum. Heilsa Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið
Í síðasta þætti af Heilsugenginu var Halldóra Sigurdórsdóttir heimsótt, en hún var sárþjáð af vefjagigt og öðrum kvillum. Halldóra tók málin í sínar hendur og með því að breyta um mataræði og hugsunarhátt tók líf hennar stakkaskiptum. Solla Eiríks bjó til fyrir hana þetta bráðholla og bragðgóða rauðrófusalat. 3 rauðrófur, afhýddar og skornar í bita 1 msk. fennelfræ 1 tsk. sjávarsaltflögur 1 msk. kókosolía + 1 msk. vatn 2-3 grænkálsblöð, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 2 dl brokkólíblóm, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 1 lárpera 50 g valhnetur, þurrristaðar um 10 jarðarber, skorin í fernt ólífuolía, balsam-edik, sjávarsaltflögur til að skvetta yfir Afhýðið rauðrófurnar, skerið í bita, stráið yfir salti og fennelfræjum ásamt vatni og kókosolíu og bakið í ofni við 175°C í um 30 mín. Setjið í skál ásamt öllu hinu sem eftir er. Blandið saman og skvettið ólífuolíu og balsam-ediki yfir og nokkrum sjávarsaltflögum.
Heilsa Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið