Tveggja heima verk, ólíkt öðrum konsertum sem samdir hafa verið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 13:30 "Ég held þetta sé alveg heiðarlegt stykki og hlakka mikið til,“ segir Sveinn og Einar kveðst hafa hitt á fallega æð í honum þegar hann stakk upp á að hann skrifaði klarínettukonsert. Fréttablaðið/Vilhelm Þeir eru staddir í Hörpunni, Sveinn Lúðvík Björnsson tónskáld og Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Mikið stendur til. Einar er að fara að spila nýjan konsert eftir Svein með sinfóníunni. Sveinn hefur ekki fylgst með æfingum en kveðst engar áhyggjur hafa. „Ég veit þetta verður allt í fína,“ segir hann. „Held þetta sé alveg heiðarlegt stykki og hlakka mikið til.“ Þegar ég bið þá félaga að lýsa aðeins verkinu verður Einar fyrst fyrir svörum: „Sveinn Lúðvík skrifar mjög persónulega músík, bara frá hjartanu. Þetta er tveggja heima verk, mjög dularfullt, ólíkt öðrum konsertum sem samdir hafa verið. Þegar ég byrjaði að æfa hann fannst mér ég kominn inn í annars manns draum og varð nánast feiminn. En svo gerði ég þennan draum að mínum og fann leið til að koma honum til skila.“ „Ég treysti Einari fullkomlega,“ segir Sveinn Lúðvík. „Hef líka alltaf verið heppinn með flytjendur að mínum verkum, þeir hafa haft áhuga fyrir að gera vel og taka áhættuna með mér.“ Hann segir Caput-hópinn hafa haldið honum uppteknum, líka Kammersveit Reykjavíkur og ýmsa sólóista. „Þetta nýja verk er fyrir stærri hljómsveit en ég hef skrifað fyrir áður – sveitin fær reyndar engin ósköp að gera – það eru helst einhverjar árásir á grey einleikarann!“ Þeir Einar hlæja báðir. „Já, ég sagði áðan að þetta væri eins og draumur en auðvitað er það meira eins og martröð hvernig hljómsveitin fer með mig,“ segir klarínettuleikarinn. Sveinn Lúðvík hefur alla tíð haft dapra sjón en segir það engin áhrif hafa á tónlistarstörf sín. „Það er ópraktískt að vera sjónskertur en kemur tónlistinni ekkert við. Ég get skrifað hana með stækkunarforriti í tölvunni.“ Upphaflega lærði hann söng og píanóleik, aðalhljóðfærið varð samt gítar en hann var alveg að fara að svissa yfir í lútu þegar hann ákvað að snúa sér að tónsmíðanámi hjá Atla Heimi Sveinssyni. Atli Heimir hefur kallað hann „ljóðskáldið í hópi tónskálda“ vegna hnitmiðaðra vinnubragða. Einar kveðst hafa kynnst Sveini Lúðvík fyrir nokkrum árum. „Þá var hann í þeim hugleiðingum að skrifa óperu og ég átti kannski að fá þar eitthvert lítið sönghlutverk. Þetta var mikið drama og mjög spennandi en af ýmsum ástæðum...“ „valt það útaf borðinu,“ botnar Sveinn Lúðvík. Einar segist þá hafa spurt Svein Lúðvík í hálfkæringi af hverju hann skrifaði ekki klarínettukonsert. „Ég hitti svona á fallega æð í honum. Nú er komið að frumflutningnum þannig að ég fæ sönghlutverkið gegnum klarínettið!“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þeir eru staddir í Hörpunni, Sveinn Lúðvík Björnsson tónskáld og Einar Jóhannesson klarínettuleikari. Mikið stendur til. Einar er að fara að spila nýjan konsert eftir Svein með sinfóníunni. Sveinn hefur ekki fylgst með æfingum en kveðst engar áhyggjur hafa. „Ég veit þetta verður allt í fína,“ segir hann. „Held þetta sé alveg heiðarlegt stykki og hlakka mikið til.“ Þegar ég bið þá félaga að lýsa aðeins verkinu verður Einar fyrst fyrir svörum: „Sveinn Lúðvík skrifar mjög persónulega músík, bara frá hjartanu. Þetta er tveggja heima verk, mjög dularfullt, ólíkt öðrum konsertum sem samdir hafa verið. Þegar ég byrjaði að æfa hann fannst mér ég kominn inn í annars manns draum og varð nánast feiminn. En svo gerði ég þennan draum að mínum og fann leið til að koma honum til skila.“ „Ég treysti Einari fullkomlega,“ segir Sveinn Lúðvík. „Hef líka alltaf verið heppinn með flytjendur að mínum verkum, þeir hafa haft áhuga fyrir að gera vel og taka áhættuna með mér.“ Hann segir Caput-hópinn hafa haldið honum uppteknum, líka Kammersveit Reykjavíkur og ýmsa sólóista. „Þetta nýja verk er fyrir stærri hljómsveit en ég hef skrifað fyrir áður – sveitin fær reyndar engin ósköp að gera – það eru helst einhverjar árásir á grey einleikarann!“ Þeir Einar hlæja báðir. „Já, ég sagði áðan að þetta væri eins og draumur en auðvitað er það meira eins og martröð hvernig hljómsveitin fer með mig,“ segir klarínettuleikarinn. Sveinn Lúðvík hefur alla tíð haft dapra sjón en segir það engin áhrif hafa á tónlistarstörf sín. „Það er ópraktískt að vera sjónskertur en kemur tónlistinni ekkert við. Ég get skrifað hana með stækkunarforriti í tölvunni.“ Upphaflega lærði hann söng og píanóleik, aðalhljóðfærið varð samt gítar en hann var alveg að fara að svissa yfir í lútu þegar hann ákvað að snúa sér að tónsmíðanámi hjá Atla Heimi Sveinssyni. Atli Heimir hefur kallað hann „ljóðskáldið í hópi tónskálda“ vegna hnitmiðaðra vinnubragða. Einar kveðst hafa kynnst Sveini Lúðvík fyrir nokkrum árum. „Þá var hann í þeim hugleiðingum að skrifa óperu og ég átti kannski að fá þar eitthvert lítið sönghlutverk. Þetta var mikið drama og mjög spennandi en af ýmsum ástæðum...“ „valt það útaf borðinu,“ botnar Sveinn Lúðvík. Einar segist þá hafa spurt Svein Lúðvík í hálfkæringi af hverju hann skrifaði ekki klarínettukonsert. „Ég hitti svona á fallega æð í honum. Nú er komið að frumflutningnum þannig að ég fæ sönghlutverkið gegnum klarínettið!“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira