Biðin eftir breytingaskeiðinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 09:00 Sagt er að móðurhjartað stækki með hverju barni, en gleymum ekki að samviskubitið stækkar í sömu hlutföllum. Sjálfsásökunarsvipan sem maður heldur á í hægri verður vígalegri. Bónuspokinn er í vinstri. Sem þriggja samviskubita móðir varð mér því létt þegar ég horfði á viðtal um daginn við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur um breytingarskeið kvenna. Hún sagði að fyrir breytingarskeiðið séu konur líffræðilega hannaðar til að hugsa látlaust um þarfir annarra. Þegar þær fara af barneignaaldri hættir umönnunarþörfin að stjórna lífi þeirra og þær læra að beina sjónum að sjálfum sér. Þannig að ekki nóg með að ég geti hér með hætt að mæta á meðvirknisfundi þar sem þetta hefur allt saman líffræðilegar skýringar heldur sé ég fram á að losna við blessað samviskubitið í kringum fimmtugt. Ég mun geta unnið af mér rassgatið án þess að vera með móral og jafnvel skipt um starfsferil enda von um góð tuttugu ár í viðbót á vinnumarkaði. Ég mun mæta úthvíld á morgnana og ekki með neitt hor í fötunum. Ég mun ekki bara kaupa vítamín heldur líka taka þau og vera svakalega hraust. Ég mun loksins hafa tíma til að hlusta á hugleiðsludiskinn sem bíður mín í tækinu og verða helkjörnuð. Ég mun ekki fá kvíðahnút í magann þegar eitthvert barnanna byrjar að hnerra og ekki eyða kvöldunum í örvæntingarfullri leit að bleikri flík fyrir bleikan dag á leikskólanum. Ég verð stórkostlegur starfskraftur! Nei, nei, ég verð enn stórkostlegri starfskraftur! En staðreyndin er þó sú að langtímaatvinnuleysi er einna mest meðal kvenna yfir miðjum aldri og því greinilegt að samfélagið er ekki búið að meðtaka skilaboðin um hvað þær eru fáránlega til í slaginn. Það vill svo til að það eru nokkrar magnaðar konur á þessum aldri í kringum mig að leita sér að vinnu þessa dagana. Uppfullar af vilja til að gefa sig starfinu á vald verða þær vitni af því trekk í trekk að í stað þeirra eru ráðin unglömb sem eru oftar en ekki þjökuð af umönnunarþarfarsamviskubiti. Þá segi ég bara við þær að bugast eigi. Okkar kæra Vigdís Finnbogadóttir var einmitt fimmtug þegar hún var kosin forseti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Sagt er að móðurhjartað stækki með hverju barni, en gleymum ekki að samviskubitið stækkar í sömu hlutföllum. Sjálfsásökunarsvipan sem maður heldur á í hægri verður vígalegri. Bónuspokinn er í vinstri. Sem þriggja samviskubita móðir varð mér því létt þegar ég horfði á viðtal um daginn við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur um breytingarskeið kvenna. Hún sagði að fyrir breytingarskeiðið séu konur líffræðilega hannaðar til að hugsa látlaust um þarfir annarra. Þegar þær fara af barneignaaldri hættir umönnunarþörfin að stjórna lífi þeirra og þær læra að beina sjónum að sjálfum sér. Þannig að ekki nóg með að ég geti hér með hætt að mæta á meðvirknisfundi þar sem þetta hefur allt saman líffræðilegar skýringar heldur sé ég fram á að losna við blessað samviskubitið í kringum fimmtugt. Ég mun geta unnið af mér rassgatið án þess að vera með móral og jafnvel skipt um starfsferil enda von um góð tuttugu ár í viðbót á vinnumarkaði. Ég mun mæta úthvíld á morgnana og ekki með neitt hor í fötunum. Ég mun ekki bara kaupa vítamín heldur líka taka þau og vera svakalega hraust. Ég mun loksins hafa tíma til að hlusta á hugleiðsludiskinn sem bíður mín í tækinu og verða helkjörnuð. Ég mun ekki fá kvíðahnút í magann þegar eitthvert barnanna byrjar að hnerra og ekki eyða kvöldunum í örvæntingarfullri leit að bleikri flík fyrir bleikan dag á leikskólanum. Ég verð stórkostlegur starfskraftur! Nei, nei, ég verð enn stórkostlegri starfskraftur! En staðreyndin er þó sú að langtímaatvinnuleysi er einna mest meðal kvenna yfir miðjum aldri og því greinilegt að samfélagið er ekki búið að meðtaka skilaboðin um hvað þær eru fáránlega til í slaginn. Það vill svo til að það eru nokkrar magnaðar konur á þessum aldri í kringum mig að leita sér að vinnu þessa dagana. Uppfullar af vilja til að gefa sig starfinu á vald verða þær vitni af því trekk í trekk að í stað þeirra eru ráðin unglömb sem eru oftar en ekki þjökuð af umönnunarþarfarsamviskubiti. Þá segi ég bara við þær að bugast eigi. Okkar kæra Vigdís Finnbogadóttir var einmitt fimmtug þegar hún var kosin forseti.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun