Semur íslenska tónlist á Spáni Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 12:00 Ásamt því að vera á fullu í tónlist, er Máni að ljúka námi í menntaskóla mynd/Pepa Valero Máni Orrason er sautján ára íslenskur tónlistarmaður búsettur á Spáni. Hann gaf nýlega út smáskífuna „Fed All My Days“ sem verður á plötunni hans „Repeating Patterns“ en hún kemur út næsta vor. Lagið var tekið upp að hluta til hér heima í Stúdíói Sýrlandi og að hluta til á Spáni. Máni flutti tveggja ára gamall til Spánar fyrst, en níu ára kom hann aftur heim. „Ég bjó þá á sveitabæ nálægt Vík í Mýrdal og þó ég hafi aðeins búið þar í fjögur ár þá hafði þessi tími þarna mikil áhrif á mig tónlistarlega séð. Ég var líka mikið í hestum á þessum tíma og mikið úti í náttúrunni svo það gaf mér innblástur líka,“ segir hann. Fjölskylda Mána er mikið í tónlist og hann segist hafa verið kominn með hljóðfæri í hendurnar aðeins eins árs gamall. Í dag er Máni á lokaári í menntaskóla ásamt því að vinna á fullu í tónlistinni. „Ég er að fara að taka upp myndband við smáskífulagið og spila meira, meðal annars á tónleikum á Íslandi í desember. Markmiðið er auðvitað að standa sig á öllum sviðum og þetta er að ganga vel upp svona,“ segir Máni. Tónlist Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Máni Orrason er sautján ára íslenskur tónlistarmaður búsettur á Spáni. Hann gaf nýlega út smáskífuna „Fed All My Days“ sem verður á plötunni hans „Repeating Patterns“ en hún kemur út næsta vor. Lagið var tekið upp að hluta til hér heima í Stúdíói Sýrlandi og að hluta til á Spáni. Máni flutti tveggja ára gamall til Spánar fyrst, en níu ára kom hann aftur heim. „Ég bjó þá á sveitabæ nálægt Vík í Mýrdal og þó ég hafi aðeins búið þar í fjögur ár þá hafði þessi tími þarna mikil áhrif á mig tónlistarlega séð. Ég var líka mikið í hestum á þessum tíma og mikið úti í náttúrunni svo það gaf mér innblástur líka,“ segir hann. Fjölskylda Mána er mikið í tónlist og hann segist hafa verið kominn með hljóðfæri í hendurnar aðeins eins árs gamall. Í dag er Máni á lokaári í menntaskóla ásamt því að vinna á fullu í tónlistinni. „Ég er að fara að taka upp myndband við smáskífulagið og spila meira, meðal annars á tónleikum á Íslandi í desember. Markmiðið er auðvitað að standa sig á öllum sviðum og þetta er að ganga vel upp svona,“ segir Máni.
Tónlist Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira