Idol-söngkona vinsæl í Granada 1. nóvember 2014 13:00 Anna Hlín Söngkonan Anna Hlín Sekulic-Lewis, sem lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit 2009, hefur slegið í gegn á útvarpsstöð í Granada á Spáni. Lag hennar Everybody‘s Saying hefur náð mikilli spilun þar í borg. „Það voru Íslendingar þarna úti sem heyrðu lagið þar og létu mig vita. Mér fannst það mjög sérstakt, en á sama tíma var það draumi líkast,“ segir Anna. Hana grunar reyndar að fjölskylda mannsins hennar, sem er frá Granada, hafi komið laginu í spilun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gfywcbi4y4k">watch on YouTube</a> Lagið er í reggístíl, en Anna segist ekki vilja einkenna sig við þann stíl frekar en annan. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að flokka mig, ég er bara tónlistarkona sem gerir það sem kallar á mig hverju sinni.“ Hún býr í Noregi ásamt manni sínum og rekur þar sinn eigið tónleikastað. „Ég er líka á fullu að vinna í nýju efni og ætla að reyna að koma því í spilun hérna úti og svo er jólalag á leiðinni.“ Aðspurð hvort hún hafi fengið einhverja undarlega athygli eða vinabeiðnir á Facebook frá Granada segir hún svo ekki vera. „Íslendingarnir eru aðallega að heyra í mér vegna lagsins og segja mér hvað þeir séu stoltir yfir að heyra það þarna úti.“ Idol Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Söngkonan Anna Hlín Sekulic-Lewis, sem lenti í öðru sæti í Idol Stjörnuleit 2009, hefur slegið í gegn á útvarpsstöð í Granada á Spáni. Lag hennar Everybody‘s Saying hefur náð mikilli spilun þar í borg. „Það voru Íslendingar þarna úti sem heyrðu lagið þar og létu mig vita. Mér fannst það mjög sérstakt, en á sama tíma var það draumi líkast,“ segir Anna. Hana grunar reyndar að fjölskylda mannsins hennar, sem er frá Granada, hafi komið laginu í spilun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=gfywcbi4y4k">watch on YouTube</a> Lagið er í reggístíl, en Anna segist ekki vilja einkenna sig við þann stíl frekar en annan. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að flokka mig, ég er bara tónlistarkona sem gerir það sem kallar á mig hverju sinni.“ Hún býr í Noregi ásamt manni sínum og rekur þar sinn eigið tónleikastað. „Ég er líka á fullu að vinna í nýju efni og ætla að reyna að koma því í spilun hérna úti og svo er jólalag á leiðinni.“ Aðspurð hvort hún hafi fengið einhverja undarlega athygli eða vinabeiðnir á Facebook frá Granada segir hún svo ekki vera. „Íslendingarnir eru aðallega að heyra í mér vegna lagsins og segja mér hvað þeir séu stoltir yfir að heyra það þarna úti.“
Idol Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira