Young Fathers hlaut Mercury 31. október 2014 12:00 Hljómsveitin Young Fathers bar sigur úr býtum á Mercury-verðlaunahátíðinni. Nordicphotos/Getty Skoska hiphop-tríóið Young Fathers, sem er frá Edinborg, hlaut hin virtu Mercury-verðlaun í fyrrakvöld en þau eru veitt flytjanda sem á bestu bresku eða írsku plötuna undanfarna tólf mánuði. Fyrsta plata Young Fathers, Dead, sló við ellefu öðrum plötum frá listamönnum á borð við Damon Albarn, Bombay Bicycle Club, Royal Blood og FKA Twigs, sem var líklegust til að vinna samkvæmt veðbönkum. „Við vildum alltaf búa til eitthvað sem er stærra en borgin okkar,“ sagði einn af Ungu feðrunum, Graham „G“ Hasting. Young Fathers hlaut í verðlaun 20 þúsund pund, eða tæpar fjórar milljónir króna. Í stuttri þakkarræðu sagði Alloysious Massaquio, einn meðlima sveitarinnar: „Takk fyrir, við elskum ykkur, við elskum ykkur öll.“ Simon Frith, formaður dómnefndar, hafði þetta að segja um sigursveitina: „Young Fathers hefur einstaka sýn á breska „urban“-tónlist. Hún er uppfull af hugmyndum, ýtin, kemur á óvart og er hrífandi,“ sagði hann. Platan Dead hafði selst næstminnst af öllum plötum sem voru tilnefndar, eða í rúmum tvö þúsund eintökum síðan hún kom út í febrúar. Á meðal annarra sigurvegara Mercury-verðlaunanna í gegnum árin eru Alt-J, The xx og PJ Harvey, sem hefur tvisvar borið sigur úr býtum. Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Skoska hiphop-tríóið Young Fathers, sem er frá Edinborg, hlaut hin virtu Mercury-verðlaun í fyrrakvöld en þau eru veitt flytjanda sem á bestu bresku eða írsku plötuna undanfarna tólf mánuði. Fyrsta plata Young Fathers, Dead, sló við ellefu öðrum plötum frá listamönnum á borð við Damon Albarn, Bombay Bicycle Club, Royal Blood og FKA Twigs, sem var líklegust til að vinna samkvæmt veðbönkum. „Við vildum alltaf búa til eitthvað sem er stærra en borgin okkar,“ sagði einn af Ungu feðrunum, Graham „G“ Hasting. Young Fathers hlaut í verðlaun 20 þúsund pund, eða tæpar fjórar milljónir króna. Í stuttri þakkarræðu sagði Alloysious Massaquio, einn meðlima sveitarinnar: „Takk fyrir, við elskum ykkur, við elskum ykkur öll.“ Simon Frith, formaður dómnefndar, hafði þetta að segja um sigursveitina: „Young Fathers hefur einstaka sýn á breska „urban“-tónlist. Hún er uppfull af hugmyndum, ýtin, kemur á óvart og er hrífandi,“ sagði hann. Platan Dead hafði selst næstminnst af öllum plötum sem voru tilnefndar, eða í rúmum tvö þúsund eintökum síðan hún kom út í febrúar. Á meðal annarra sigurvegara Mercury-verðlaunanna í gegnum árin eru Alt-J, The xx og PJ Harvey, sem hefur tvisvar borið sigur úr býtum.
Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira