Hundinum er ekkert íslenskt óviðkomandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 11:00 "Við höfum ákveðna sagnfræðiaðferð og segjum bara frá því sem er skemmtilegt,“ segir Hjörleifur sem er vinstra megin á myndinni. Mynd/Auðunn Níelsson „Við ætlum að spóla okkur gegnum 21. öldina, þessi 14 ár sem liðin eru,“ segir Hjörleifur Hjartarson, annar grallarinn í hljómsveitinni Hundur í óskilum. Hinn er Eiríkur Stephensen. Nú tefla þeir fram nýrri sýningu, Öldinni okkar, annað kvöld, 31. október, í Samkomuhúsinu á Akureyri undir stjórn Ágústu Skúladóttur og í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. „Við vorum í fyrra með sýningu sem heitir Saga þjóðar sem ætlaði aldrei að klárast því hún var svo skemmtileg. Þar var sagan frá landnámi til síðustu aldamóta undir og var svona atrenna að 21. öldinni. Efnistökin nú eru að mörgu leyti svipuð. Við höfum ákveðna sagnfræðiaðferð og segjum bara frá því sem er skemmtilegt,“ fullyrðir Hjörleifur og segir fjármálahrunið koma við sögu en ekki vera aðalatriði. „Við förum reyndar aðeins aftur fyrir aldamótin því Hundur í óskilum er 20 ára og honum er ekkert íslenskt óviðkomandi. Hann gefur sig að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna á leikhúsgestum. Við vorum alls staðar, hittum alla og tókum þátt í öllu, ekki ósvipað og Forrest Gump,“ segir Hjörleifur. Hann segir hafa hvarflað að þeim félögum að setja upp stórt sjó með leikurum og dönsurum í tilefni tvítugsafmælis Hundsins. „En við sníðum okkur stakk eftir vexti og trönum því engum öðrum fram en sjálfum okkur,“ segir hann og tekur fram að nýja verkið sé meira leikhúsverk en Saga þjóðar enda fái þeir félagar að leika lausum hala í Samkomuhúsinu. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við ætlum að spóla okkur gegnum 21. öldina, þessi 14 ár sem liðin eru,“ segir Hjörleifur Hjartarson, annar grallarinn í hljómsveitinni Hundur í óskilum. Hinn er Eiríkur Stephensen. Nú tefla þeir fram nýrri sýningu, Öldinni okkar, annað kvöld, 31. október, í Samkomuhúsinu á Akureyri undir stjórn Ágústu Skúladóttur og í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. „Við vorum í fyrra með sýningu sem heitir Saga þjóðar sem ætlaði aldrei að klárast því hún var svo skemmtileg. Þar var sagan frá landnámi til síðustu aldamóta undir og var svona atrenna að 21. öldinni. Efnistökin nú eru að mörgu leyti svipuð. Við höfum ákveðna sagnfræðiaðferð og segjum bara frá því sem er skemmtilegt,“ fullyrðir Hjörleifur og segir fjármálahrunið koma við sögu en ekki vera aðalatriði. „Við förum reyndar aðeins aftur fyrir aldamótin því Hundur í óskilum er 20 ára og honum er ekkert íslenskt óviðkomandi. Hann gefur sig að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmálamanna og spyr allra spurninganna sem brenna á leikhúsgestum. Við vorum alls staðar, hittum alla og tókum þátt í öllu, ekki ósvipað og Forrest Gump,“ segir Hjörleifur. Hann segir hafa hvarflað að þeim félögum að setja upp stórt sjó með leikurum og dönsurum í tilefni tvítugsafmælis Hundsins. „En við sníðum okkur stakk eftir vexti og trönum því engum öðrum fram en sjálfum okkur,“ segir hann og tekur fram að nýja verkið sé meira leikhúsverk en Saga þjóðar enda fái þeir félagar að leika lausum hala í Samkomuhúsinu.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira