Hlutverk íslensku klaustranna fjölbreytt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 10:00 Hér er Steinunn með snældusnúð frá Þingeyrum í Húnavatnssýslu, þar var eitt af fyrstu klaustrum á Íslandi. Vísir/GVA „Ég ætla að segja frá hvernig klausturlifnaður fluttist til Íslands og hvernig hann varð hluti af íslenskri menningu og sögu. Hugmynd margra er sú að klaustrin hafi verið fámenn á Íslandi og hafi einkum sinnt bókagerð en þegar rýnt er í skjöl kemur í ljós að þau gegndu mun fjölbreyttara hlutverki því þau voru miðstöð samfélagsþjónustu hér eins og annars staðar í Evrópu. Bókagerðin var einkum tekjulind hjá þeim,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur. Í fyrirlestri á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í dag fjallar hún um fyrstu niðurstöður rannsóknar sem hún hóf fyrir hálfu öðru ári á öllu sem viðkemur klausturlifnaði á Íslandi á miðöldum. Þar hefur hún leitað í skjölum, örnefnum, munnmælum og efnislegum leifum klaustranna á víðavangi. Hún segir áhuga sinn á þessu efni hafa vaknað með rannsókninni á Skriðuklaustri sem hún stóð fyrir í áratug. Klaustrin voru í alfaraleið. Fátækir gátu fengið þar skjól og mat, margir fluttu í þau í ellinni og létu jarðir sínar renna til þeirra, að sögn Steinunnar. „Þótt reglufólkið, nunnur og munkar, væri ekki margt voru miklu fleiri. Þegar klaustrinu í Viðey var lokað 1538 voru 30 fátæklingar þar í fæði. Umsvifin í klaustrunum voru mikil, þeim fylgdu jarðeignir og yfir 100 nautgripir voru á flestum klausturjörðum.“ En voru nunnurnar og munkarnir Íslendingar? „Já, nema einn og einn einstaklingur sem kom erlendis frá. Einu sinni voru átta nýjar nunnur vígðar á Reynistað í Skagafirði og bættust við þær sem voru fyrir.“ Steinunn flytur fyrirlestur sinn klukkan 16.30 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég ætla að segja frá hvernig klausturlifnaður fluttist til Íslands og hvernig hann varð hluti af íslenskri menningu og sögu. Hugmynd margra er sú að klaustrin hafi verið fámenn á Íslandi og hafi einkum sinnt bókagerð en þegar rýnt er í skjöl kemur í ljós að þau gegndu mun fjölbreyttara hlutverki því þau voru miðstöð samfélagsþjónustu hér eins og annars staðar í Evrópu. Bókagerðin var einkum tekjulind hjá þeim,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur. Í fyrirlestri á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í dag fjallar hún um fyrstu niðurstöður rannsóknar sem hún hóf fyrir hálfu öðru ári á öllu sem viðkemur klausturlifnaði á Íslandi á miðöldum. Þar hefur hún leitað í skjölum, örnefnum, munnmælum og efnislegum leifum klaustranna á víðavangi. Hún segir áhuga sinn á þessu efni hafa vaknað með rannsókninni á Skriðuklaustri sem hún stóð fyrir í áratug. Klaustrin voru í alfaraleið. Fátækir gátu fengið þar skjól og mat, margir fluttu í þau í ellinni og létu jarðir sínar renna til þeirra, að sögn Steinunnar. „Þótt reglufólkið, nunnur og munkar, væri ekki margt voru miklu fleiri. Þegar klaustrinu í Viðey var lokað 1538 voru 30 fátæklingar þar í fæði. Umsvifin í klaustrunum voru mikil, þeim fylgdu jarðeignir og yfir 100 nautgripir voru á flestum klausturjörðum.“ En voru nunnurnar og munkarnir Íslendingar? „Já, nema einn og einn einstaklingur sem kom erlendis frá. Einu sinni voru átta nýjar nunnur vígðar á Reynistað í Skagafirði og bættust við þær sem voru fyrir.“ Steinunn flytur fyrirlestur sinn klukkan 16.30 í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira