Hátíð þegar allir fimm koma saman Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. október 2014 11:30 Secret Swing Society. Sveitin varð til þegar allir félagar hennar stunduðu tónlistarnám í Amsterdam. Mynd úr einkasafni Secret Swing Society er band sem við stofnuðum í Amsterdam árið 2010 þegar við vorum allir þar í námi,“ segir Andri Ólafsson, kontrabassaleikari hljómsveitarinnar Secret Swing Society sem heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld. „Bandið er skipað þremur Íslendingum, einum Frakka og einum Litháa. Tveir okkar búa ennþá í Amsterdam en við hinir erum fluttir til okkar heimalanda þannig að það er hátíð þegar við hittumst allir fimm til að spila saman.“ Auk Andra er hljómsveitin skipuð þeim Grími Helgasyni klarinettleikara, Guillaume Heurtebize gítarleikara, Dominykas Vysniauskas trompetleikara og Kristjáni Tryggva Martinssyni, sem leikur á píanó og harmónikku. Þeir leika og syngja gamaldags sveiflutónlist, frumsamda og ættaða frá höfundum og flytjendum á borð við Duke Ellington, Gershwin-bræðrum, Louis Armstrong, The Mills Brothers, Louis Prima, Django Reinhardt og Fats Waller. Secret Swing Society hefur spilað mikið úti á götum, mörkuðum og síkjum Amsterdam en einnig hefur hún ferðast til fleiri borga í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen og á austurströnd Bandaríkjanna, ýmist til að spila á djasshátíðum, tónleikum eða úti á götum. Hafa þeir ekkert reynt að spila á götum úti á Íslandi? „Okkur finnst reyndar skemmtilegast að spila á götum úti og höfum gert það tvisvar í Reykjavík,“ segir Andri. „Það gekk alveg ágætlega en það var rigning og ekkert rífandi stemning. Ef við værum meira á Íslandi myndum við samt örugglega nota hvert tækifæri til þess að gleðja landann með spilamennsku úti á götum, verst bara hvað veðrið býður sjaldan upp á það.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Secret Swing Society er band sem við stofnuðum í Amsterdam árið 2010 þegar við vorum allir þar í námi,“ segir Andri Ólafsson, kontrabassaleikari hljómsveitarinnar Secret Swing Society sem heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði annað kvöld. „Bandið er skipað þremur Íslendingum, einum Frakka og einum Litháa. Tveir okkar búa ennþá í Amsterdam en við hinir erum fluttir til okkar heimalanda þannig að það er hátíð þegar við hittumst allir fimm til að spila saman.“ Auk Andra er hljómsveitin skipuð þeim Grími Helgasyni klarinettleikara, Guillaume Heurtebize gítarleikara, Dominykas Vysniauskas trompetleikara og Kristjáni Tryggva Martinssyni, sem leikur á píanó og harmónikku. Þeir leika og syngja gamaldags sveiflutónlist, frumsamda og ættaða frá höfundum og flytjendum á borð við Duke Ellington, Gershwin-bræðrum, Louis Armstrong, The Mills Brothers, Louis Prima, Django Reinhardt og Fats Waller. Secret Swing Society hefur spilað mikið úti á götum, mörkuðum og síkjum Amsterdam en einnig hefur hún ferðast til fleiri borga í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen og á austurströnd Bandaríkjanna, ýmist til að spila á djasshátíðum, tónleikum eða úti á götum. Hafa þeir ekkert reynt að spila á götum úti á Íslandi? „Okkur finnst reyndar skemmtilegast að spila á götum úti og höfum gert það tvisvar í Reykjavík,“ segir Andri. „Það gekk alveg ágætlega en það var rigning og ekkert rífandi stemning. Ef við værum meira á Íslandi myndum við samt örugglega nota hvert tækifæri til þess að gleðja landann með spilamennsku úti á götum, verst bara hvað veðrið býður sjaldan upp á það.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira