Framsókn hrapar Sigurjón M. Egilsson skrifar 25. október 2014 07:00 Hugsanlega hafa framsóknarmenn ekki náð að koma skilaboðum áleiðis um allt það jákvæða sem gert hefur verið að undanförnu, voru viðbrögð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, þegar hún var innt eftir viðbrögðum við nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, en samkvæmt könnuninni hefur flokkurinn misst tvo af hverjum þremur þingmönnum sínum og um leið tvo af hverjum þremur kjósendum. Allt þetta hefur gerst á aðeins hálfu öðru ári. Er þetta rétt hjá Sigrúnu? Framsóknarflokkurinn hefur fengið sín tækifæri. Síðustu daga hafa verið fluttar margar fréttir af gerðum, hugsunum og ákvörðunum forystufólks Framsóknarflokksins. Í hugann kemur flutningur Fiskistofu, hvalabeinin, gámahúsin og áburðarverksmiðjan svo eitthvað sé nefnt. Ekki vantar athyglina sem flokksmenn hafa fengið. „Mér finnst ótrúlega margt hafa gerst og merki sjást um bættan þjóðarhag á mörgum sviðum. Hér er lítið atvinnuleysi og ekki verið meiri kaupmáttaraukning lengi, jafnvel kannski ekki í sögunni,“ sagði Sigrún líka í samtalinu við Fréttablaðið. Ef við gefum okkur að þessi greining sé öll rétt þá er ljóst að tveir af hverjum þremur sem kusu Framsóknarflokkinn í kosningunum í fyrra þakka honum aldeilis ekki það sem vel hefur verið gert. Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur fjármálaráðherra, fær viðurkenningu fyrir efnahagsárangurinn með haftakrónunni. En alls ekki Framsóknarflokkurinn. Það er grafalvarlegt mál, fyrir flokk forsætisráðherra, hvernig fylgið hefur hrunið af flokknum. Kjörfylgi Framsóknarflokksins varð minnst, allavega á seinni tímum, í kosningunum 2007, þegar flokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða og aðeins sjö þingmenn. Það voru kosningarnar eftir að Halldór Ásgrímsson hafði um tíma gegnt embætti forsætisráðherra. Nú mælist flokkurinn með aðeins 8,7 prósent og fengi einungis sex þingmenn. Engum dylst hversu alvarlegt þetta er, nema kannski þingflokksformanninum, sem sagði við Fréttablaðið: „Við höfum ákveðið að dvelja ekki við skoðanakannanir.“ Þessi orð eru léttvægari en orð er á gerandi. Ekki nokkur manneskja trúir því að það fólk, sem ber ábyrgð á Framsóknarflokknum, geti ákveðið að dvelja ekki við skoðanakannanir. Við bætist, eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag, að einungis rétt um þriðjungur kjósenda styður ríkisstjórnina. Og ekki bara það, meira en tíundi hver sem segist enn ætla að kjósa Framsókn styður ekki ríkisstjórn Framsóknarflokksins. Óðum styttist í opinberun skuldaleiðréttinganna. Fari svo, sem suma grunar, að niðurstaðan þar verði undir væntingum mun enn fjara undan Framsóknarflokknum, elsta flokki landsins sem verður aldargamall eftir rétt rúm tvö ár. Nei, Sigrún Magnúsdóttir og annað forystufólk Framsóknarflokksins. Þið hafið fengið tækifæri til að segja skoðanir ykkar, hugsanir, fyrirætlanir og allt sem þið teljið eiga erindi við kjósendur. Hafi ekki tekist að koma sjónarmiðunum á framfæri er aðeins við Framsóknarflokkinn að sakast. Þingmaður flokksins vill blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju. Það þarf trúlegast annað og meira en verksmiðju til að snúa við fylgisþróun Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Hugsanlega hafa framsóknarmenn ekki náð að koma skilaboðum áleiðis um allt það jákvæða sem gert hefur verið að undanförnu, voru viðbrögð Sigrúnar Magnúsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, þegar hún var innt eftir viðbrögðum við nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, en samkvæmt könnuninni hefur flokkurinn misst tvo af hverjum þremur þingmönnum sínum og um leið tvo af hverjum þremur kjósendum. Allt þetta hefur gerst á aðeins hálfu öðru ári. Er þetta rétt hjá Sigrúnu? Framsóknarflokkurinn hefur fengið sín tækifæri. Síðustu daga hafa verið fluttar margar fréttir af gerðum, hugsunum og ákvörðunum forystufólks Framsóknarflokksins. Í hugann kemur flutningur Fiskistofu, hvalabeinin, gámahúsin og áburðarverksmiðjan svo eitthvað sé nefnt. Ekki vantar athyglina sem flokksmenn hafa fengið. „Mér finnst ótrúlega margt hafa gerst og merki sjást um bættan þjóðarhag á mörgum sviðum. Hér er lítið atvinnuleysi og ekki verið meiri kaupmáttaraukning lengi, jafnvel kannski ekki í sögunni,“ sagði Sigrún líka í samtalinu við Fréttablaðið. Ef við gefum okkur að þessi greining sé öll rétt þá er ljóst að tveir af hverjum þremur sem kusu Framsóknarflokkinn í kosningunum í fyrra þakka honum aldeilis ekki það sem vel hefur verið gert. Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur fjármálaráðherra, fær viðurkenningu fyrir efnahagsárangurinn með haftakrónunni. En alls ekki Framsóknarflokkurinn. Það er grafalvarlegt mál, fyrir flokk forsætisráðherra, hvernig fylgið hefur hrunið af flokknum. Kjörfylgi Framsóknarflokksins varð minnst, allavega á seinni tímum, í kosningunum 2007, þegar flokkurinn fékk 11,7 prósent atkvæða og aðeins sjö þingmenn. Það voru kosningarnar eftir að Halldór Ásgrímsson hafði um tíma gegnt embætti forsætisráðherra. Nú mælist flokkurinn með aðeins 8,7 prósent og fengi einungis sex þingmenn. Engum dylst hversu alvarlegt þetta er, nema kannski þingflokksformanninum, sem sagði við Fréttablaðið: „Við höfum ákveðið að dvelja ekki við skoðanakannanir.“ Þessi orð eru léttvægari en orð er á gerandi. Ekki nokkur manneskja trúir því að það fólk, sem ber ábyrgð á Framsóknarflokknum, geti ákveðið að dvelja ekki við skoðanakannanir. Við bætist, eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag, að einungis rétt um þriðjungur kjósenda styður ríkisstjórnina. Og ekki bara það, meira en tíundi hver sem segist enn ætla að kjósa Framsókn styður ekki ríkisstjórn Framsóknarflokksins. Óðum styttist í opinberun skuldaleiðréttinganna. Fari svo, sem suma grunar, að niðurstaðan þar verði undir væntingum mun enn fjara undan Framsóknarflokknum, elsta flokki landsins sem verður aldargamall eftir rétt rúm tvö ár. Nei, Sigrún Magnúsdóttir og annað forystufólk Framsóknarflokksins. Þið hafið fengið tækifæri til að segja skoðanir ykkar, hugsanir, fyrirætlanir og allt sem þið teljið eiga erindi við kjósendur. Hafi ekki tekist að koma sjónarmiðunum á framfæri er aðeins við Framsóknarflokkinn að sakast. Þingmaður flokksins vill blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju. Það þarf trúlegast annað og meira en verksmiðju til að snúa við fylgisþróun Framsóknarflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun